Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 14

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 14
14 ÍSFIRÐINGUR SÉRAGUNNAR BJÖRNSSON: Fjalliö ." , )' , V -/í-> * I ■ ■ . " .:■:; 'áÍÍ1 Mig dreymir um fjallsins dýrö á efstu tindum, drottningu landsins í aldanna fumlausa tafli. Þar skírist jöröin í himinsins hreinu lindum. Hamrarnir syngja kliömjúkt á organ í blænum. Heröum þaö lyftir í blámann af öllu afli, en eilíföin stendur kyrr í hlíðunum grænum. Upphafna kyrrðin ríkir viö fjallsins rætur, og ró og friður kennist í öllu þess fasi. Býlin í dalnum auömjúk gefa því gætur. í göfuga hugsun þaö hverfir fánýtu masi. Þú leitar á andvaka hug minn um niðdimma nóttu. Nálægö þín finnst mjög glöggt í sotanum þunga. Er raustirnar hljóöna og sofa á úrsvalri óttu, alvald þitt vakir stórt yfir byggöinni smáu. Jörðin er horfin. Þó breiöist þín jökulbunga björteins og lín móti stjörnuvegunum háu. Þá talaröu kraftarins hljóöa og máttuga máli, sem megnar aö sigra flest, er vér kennum við ótta, og andann þú leiöir frá auöævum heimsins og prjáli, og áhyggjur hversdagsins margar þú rekur á flótta. En veikara ertu í sambýli þínu viö sjóinn. í sífellu malar óvægiö brim þínar rætur. Og ofar rýfur hafáttin opinn móinn meö ólmum flaumi, kaldsaman snemmvetrardaginn. í örmum hafsins, öndvert viö þína fætur, aukast nú þangi, komnir í fangbrögó viö sæinn klettar, sem trónuöu áöur traustir í hlíóum meö tignarfas, líkt og stoltir óöalsbændur, og horföu viö djúpinu hreyknir, meö svip svo blíðum, hátignarlegir á sniö, eins og konungsfrændur. Um vornótt ég sá þig Ijúflega skipta liti. Logandi gyllti miðnætursól þína tinda. Þú sveipaöist fagurrauðu geislagliti og gagnsæjum, heillandi, svifléttum töfrahjúpi. Þá vildi ég heitasta draum minn viö þig binda. og vonir míns hjarta leggja aö þínum núpi. Á þessari nóttu þú sefaöir hulda harminn, sem höfugur lifir og vakir í mínum óöi, en nóttleysa gældi svöl viö svefnugan hvarm minn og svæföi hvert angur meö blíðu vögguljóöi. í hverfulli veröld óbreytt og stööugt þú stendur. Styrkur þinn varir í trássi viö smámuni dagsins. Þótt skorti þig andlit og fætur, augu og hendur, er ásýnd þín sífellt ný úr fjölmörgum áttum. Þú tónar um daga afbrigði ósamda lagsins og andar látlaust þöglasta sönginn á náttum. Ljáöu mér afl þitt og æðruleysi í raunum, ófeigi kraftur, sem hvorki dvín eöa bilar. Ég fæ þér hollustu mína og líf aö launum, uns loks mér um síöir upp aö strönd þinni skilar. Byggingalánasjóöur ísafjaröarkaupstaðar Auglýsing um lán Byggingalánasjóöur ísafjarðarkaup- staðar auglýsir eftir umsóknum um lán úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er sá, að styrkja einstaklinga, búsetta á ísafirði, til þess að koma sér upp íbúðarhúsnæði til eigin nota. Skilyrði fyrir því að lánbeiðanda verði veitt lán er m.a. að viðkomandi íbúð fullnægi skilyrðum Húsnæðismála- stofnunar ríkisins um lánshæfni. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrif- stofunni hjá bæjarritara, sem veitir nánari upplýsingar. Umsóknir skal senda til bæjarráðs ísafjarðar, fyrir 15. desember n.k. ísafirói, 28. nóv. 1978 BÆJARSTJÓRI Litli Leikklúbburinn Litli Leikklúbburinn á ísafirði frumsýndi leikritið „Sá sem stelur fæti verður heppinn í ástum“ í Alþýðu- húsinu á ísafirði sunnudag- inn 3. þ.m. Höfundur leik- ritsins er Dario Fo, ítalskur leikritahöfundur, sem getið hefur ser frægð fyrir verk sín og starfsemi að leiklistarmál- um. Frumsýningin var ágæt- lega sótt og leiknum, leik- stjóra og leikendum vel tek- ið, og sarna má segja um aðrar sýningar á leiknum, sem síðan hafa farið fram. Með aðalhlutverk í leikritinu fara: Jökull Veigar Kjartans- son, Ásthildur Þórðardóttir og Guðni Ásmundsson. Leik- stjori er Guðrún Alfreðsdótt- ir. Framkvæmdastjóri er Hafsteinn Vilhjálmsson. Það eru nú um 13 ár síðan Litli Leikklúbburinn sýndi sitt fyrsta verkefni, en fram- annefnt leikrit er 30. verk- efni klúbbsins. Leikstarfsemi er vissulega veigamikill þátt- ur í því, að halda uppi og efla menningarstarfsemi í bænurn, og það hefur Litla Leikklúbbnum tekist vel, og fyrir það er svo sannarlega þakkandi.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.