Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 15

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 15
fSFIRÐINGUR 15 GUÐM. INGI KRISTJÁNSSON: Tvær myndir úr Gísla sögu Súrssonar I. VÉSTEINN Hann reiö viö hrynjandi veginn til góöra vina í veisluklæðum en ekki meö hjálm og sköld, var einn á ferö og haföi skilið viö hina. Heiöríkja var og tunglskin þetta kvöld. Nú lætur hann hestinn hóglega götu rehna í hafinni von og öryggi saklauss manns og ber ekki í grun aö gamanmál tveggja kvenna sé grimmileg rót aö sókn eftir lífi hans. Þó hafa fulltrúar fært honum peninginn hálfa sem flytur þau boö aö lífi sé ógnun gjörö sem hann skuli varast og hætta viö ferðina sjálfa og hugsa ekki til þess aö gista Dýrafjörð. En hann er sá maður sem veit sér vegina færa og veit ekki neinn er illræöi fremja skal. Og feigö og launmæli láta ekki á sér bæra á leið hins farsæla manns út í Haukadal. II. BÓTHILDUR AMBÁTT Breiðfirzkum undirárum ambátt á þóftu situr, sú er á svölum bárum sakamann dæmdan flytur alsveitt af rórar raunum, rýkur af kinn og enni eins þótt meö engum launum erfiðiö gjaldist henni. Húsbændum holl í verki, hjálpþurfa dyggur granni bjargar hún undan Berki bágstöddum hrakningsmanni. Tengsl eru milli tveggja tæpar sem leiðir reyna. Ófrelsisörlög beggja eðlileg kjör þeim meina. Útlaginn ennþá hefur eignir sem girnast margir, gullhringa tvo hann gefur, gjald fyrir veittar bjargir. Húsráöendurnir hljóta hringa svo bætist skaðinn. Ambáttinn á aö njóta ævinnar frjáls í staðinn. Sakamaöurinn segir sem þau í fjöru lenda: Skulu nú skiljast vegir, skammtíma samfylgd enda. Húsbændum færöu í hendur hringa sem lausn þér veita. Lífgjafi sannur sendur sjálfum mér skaltu heita. Útlaginn fjöri forðar, flottamannshraöann eykur. Færist í fjöru norðar fáheyröur eftirleikur. Ambáttar eru léttar árar í glööum róöri. Blálygnar breiöur sléttar blika viö heimför góöri. SÓLARFILMA S.F. Undanfarin ár hefur Sól- arfilma verið að smá auka innlenda framleiðslu á jóla- kortum, og raunar öllum gjafa- og póstkortum, og nú er svo komið, að fyrirtækið fiytur engin kort inn, en læt- ur í þess stað framleiða öll kort innanlands. Á þessu hausti er fjöl- breytni jólakortanna meiri en áður, eða 350 mismun- andi myndir á misstórum og mörgum gerðum korta. Hér er bæði um að ræða ljós- myndir teknar víða á land- inu, þá má geta korta, sem unnin eru á grundvelli höf- undarréttar, sem Sólarfilma kaupir erlendis og eru það mestmegnis hefðbundnar jólamyndir og skraut, sem notað er víða um heim. Þá hefur Sólarfilma einnig látið íslenska listamenn teikna og mála myndir bæði úr borg og sveit að ógleymdum jóla- sveinamvndum og teikning- um úr ísl. þjoðlífi. Að lokum má svo geta mynda, sem framleiddar eru eftir göml- um listaverkum og munum úr söfnum, aðallega Þjóð- minjasafni íslands, sem fyrir- tækið hefur haft mikið og gott samstarf við á liðnum árum. Qleðileg jól Isfirðingar — Vestfirðingar! Tískuvörurnar frá Karnabæ. -)< Full búð af nýjum vörum. -)< Sama verð og í verslunum í Reykjavík. Verslunin Eplið Hafnarstræti 1 — Isafirði

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.