Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 7

Ísfirðingur - 15.12.1978, Blaðsíða 7
fSFIRÐINGUR 7 Isafjarðarkaupstaður ísafjarðarkaupstaður óskar öllum þegnum sínum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs og þakkar þeim fyrir árið, sem er að líða. Bæjarstjórinn á ísafirði hlíð, sem var séreign konu hans eins og Ásgeirsá. Seint á sumri 1730 eignast Oddný nokkur Ölafsdóttir tvíbura en faðirinn er Jón Magnússon. Var þetta fjórða brot hans af þessu tagi, en hann var þá 68 ára gamall. Jón var mjög lögfróður mað- ur og hefir því verið þess fullviss að engrar vægðar var að vænta í dómi. Refsingin var heldur ekki skorin við nögl. Jón var dæmdur til lifláts. Stóridómur sagði til sín. Þótt örlög Jóns virtust nú vera ráðin, fór það samt svo að sögu hans var ekki með öllu lokið. Á næsta ári náð- aði konungur hann. Hann hafði áður sýnt Jóni misk- unn og enn reyndist hann Jóni réttlátari en refsilög- gjöfin, sem konungsvaldið hafði sett íslendingum. En þótt Jón héldi lífi er virðing hans og velgengni liðin tíð. Aldurinn færist yfir hann og óvíða er skjól að fá. Við þetta bættist að kona hans krafðist skilnaðar og fékk sér hann dæmdan 1732. Jón lendir í hálfgerðum hrakningi og fjárhagslegir erfiðleikar bætast ofan á allt annað. Rögnvaldur vinur hans, sem gaf honum eftir sýslumannsembættið í Strandasýslu, hafði arfleitt hann að eignum sinum og varð það Jóni mikill styrkur meðan þær hrukku til. Eftir það var fátt til bjargar. Að síðustu fiuttist hann til sonar síns séra Snorra á Helgafelli, en hann var drengurinn, sem Jón átti með Katrínu á Hnappstöðum. Séra Snorri var hinn merkasti maður og m.a. var hann rektor Hóla- skóla um átta ára skeið. Á Helgafelli dvaldi Jón síðustu æviárin og lést þar 1738, sjötíu og sex ára gamall. Eins og hér hefir verið getið hefir á ýmsu gengið á ævi- ferli Jóns Magnússonar. Vegur hans sveiflat milli öfg- anna, upp til virðingar og áhrifa í embættum og niður til refsinga brotamanns. Þrátt fyrir það er hann mik- ill hæfileikamaður, fluggáf- aður og lærdórhsmaður á ýmsum sviðum. Hann ritaði bækur, t.d. ættartölubók, ís- lenska málfræði, lækninga- bók og lögfræðirit. Hann var talinn frábærlega vel að sér í latínu,grísku, sögu, fornfræði og stærfræði.. Hann var góð- ur smiður og fékkst auk þess við vefnað og að sníða og sauma fatnað. En hann var laus í rásinni, lítill bóndi og nokkuð drykkfelldur. Þótt Jóni væri byltugjarnt á siðgæðissvellinu, sýndi hannn þó nokkra viðleitni til að verja aðra falli. Þessvegna afdæmdi hann hina al- ræmdu Jörfagleði í Dölum á valdatíma sínum. En hrak- fallasaga hans er með ein- dæmum. Við fyrsta brot missir hann rétt til prestsembættis, en að loknu námi fær hann þann rétt aftur og embætti þar með. Við annað brot er hann sviptur kjóli og kalli, en fær annað betra embætti í staðinn innan tveggja mán- aða. Við þriðja brot er hann sviptur embætti, gerður hér- aðsrækur og dæmdur til húð- láts, en svo er honum sleppt við hýðinguna. Við fjórða brot er hann dæmdur af lífi, en þá er hann náðaður. Nærri má geta hvort þessi miskunn í refsingum hafi verið auðsýnd hverjum sem var. Það var öðru nær. Al- múgafólkið i landinu átti ekki kost þeirrar náðar, sem hinir hærra settu nutu. Það mátti þola afdráttarlausa refsingu, hvort sem sakargift- ir voru upplognar eða ekki. Gapastokkur eða húðlát var hlutskifti þess, jafnvel Drekkingarhylur eða bálið. Framhjá öllu þessu sigldi Jón Magnússon blessunar- lega, þrátt fyrir þunga refs- dóma. Það er eins og hulinn verndarkraftur hafi stöðugt yfir honum vakað. En hver var þessi verndarkraftur? Ekki þarf að fara í grafgötur um það. Kona Jóns er Krist- ín Jónsdóttir systir lög- mannsins Páls Vídalíns í Víðidalstungu, en bróðir Jóns er Árni Magnússon professor í Kaupmannahöfn. Það eru þessir vandamenn hans sem með áhrifavaldi sínu bjarga honum undan hverri refsingunni á fætur annari. Jón var enginn al- múgamaður, þessvegna voru höfðingjarnir reiðubúnir að leggja sig fram til björgunar- starfanna. Öðru máli gengdi um óbreyttan almúgamann. Réttlætið átti torsótta leið til heimkynna þeirra, sem hvorki nutu skjóls af efnahag né virðingarmönnum. „Fáir eru vinir hins snauða“ er Iexía, sem var í fullu gildi á tímum Jóns Magnússonar og er það raunar enn. Því mið- ur. Jafnréttishugsjónin var ekki á marga fiska á þeim tímum í danskri nýlendu. (Heimildir: íslenskar æviskrár. Saga íslendinga. Sýslumannaævir.) Samvinnubankinn óskar viðskiptamönnum sínum, svo og öllum landsmönnum, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7 — Reykjavík. tíTIBÚIÐ PATREKSFIRÐI

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.