Morgunblaðið - 25.03.2010, Page 10

Morgunblaðið - 25.03.2010, Page 10
Þessi réttur í anda Indónesíu er fljótlegur og tilvalinn sem forréttur. Það sem þarf fyrir fjóra er: 400-500 g risarækjur, skelhreinsaðar fínt rifinn sítrónubörkur af hálfri sítrónu 1 dós kókoshnetumjólk 1 dl vatn ½ teskeið rifin múskathneta eða múskatkrydd 5 negulnaglar, muldir 1 tsk. salt 3 dl hrísgrjón, long grain eða jasmín 3 msk. ólívuolía eða sólblómaolía chiliflögur úr kvörn Hellið kókósmjólkinni á pönnu ásamt sítrónuberkinum og kryddinu. Látið suðuna koma upp og bætið þá grjón- unum saman við. Lækkið hitann og látið grjónin sjóða undir loki í mjólkinni í 10-15 mínútur. Hrærið þá kókós- mjólkinni saman við grjónin ef þarf og bætið við örlitlu meira vatni ef þörf er á. Geymið grjónin undir loki þegar þau eru tilbúin. Skolið rækjurnar og blandið saman við olíuna. Kryddið með chiliflögunum, salti og pipar. Það er einnig til tilbúið krydd sem hentar ágætlega t.d. „hot chili seasoning“ frá Cape Herb þar sem allt þetta er að finna, chili, salt og pip- ar. Steikið rækjurnar á pönnu í fjórar til fimm mínútur. Berið fram með grjónunum. Steingrímur Sigurgeirsson Uppskriftin Indónesísk kókosgrjón með chili-krydduðum risarækjum Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín – vef Morgunblaðsins: www.mbl.is/matur/ kynntu þjónustu sína voru frá Laug- arvatni, Gullfossi, Geysi, Reykholti, Skálholti, Grímsnesi og Flúðum. „Við erum að kynna gististaði, veitingahús og fjölbreytta afþrey- ingu. Þjónusta við ferðamenn er vaxandi atvinnugrein á þessu svæði og Íslendingar eru ekki síður dug- legir en útlendingar að nýta sér það sem er í boði, sérstaklega vinnu- staðahópar og hinir ýmsu klúbbar.“ Ásborg segir að í þeim mat sem boðið sé upp á leggi allir áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð. „Hvort sem það er silungur, lamb, naut, grænmeti eða annað. Þetta fólk vinnur allt saman sem einn klasi og þau leggja áherslu á sérstöðuna.“ Þegar gengið er um kynning- arsvæðið kemur margt áhugavert í ljós. Til dæmis felst vetrarheimsókn í Friðheima Reykholti í því að fá innsýn í vistvæna tómataræktun inni í hlýjum gróðurhúsum og auð- vitað að smakka. Þá er líka hægt að fá að kíkja á hrossin í hesthúsinu og fræðast um íslenska hestakynið. Á sumrin eru þau svo með glæsilegar hestasýningar úti við. Í Reykholti er líka að finna notalega veitingastað- inn Kaffi Klett og gistiheimilið Hús- ið. Heimsins besta súkkulaðimús Húfa er fyrirtæki á Laugarvatni í eigu Ann-Helen Odberg, lektors við Íþróttaháskólann á Laug- arvatni, en hún býður upp á heilsubætandi upplifun í gegnum sögu, menningu og náttúru staðarins. Heilsu- ganga í fjallshlíð, glímusýning, ratleikur og kennsla í notkun hand- klæðis er aðeins brot af því sem Húfa hefur á sinni könnu. Nokkrir hraustir garpar frá Laugarvatn Adventure kynntu æv- intýraferðir, en þeir fara með fólk í hellaskoðunarferðir í Gjábakkahelli, Litla-Björn og Trinton, sem allir eru ofan í jörðinni. En einnig bjóða þeir upp á gönguferð í Stóragil þar sem Stórihellir er heimsóttur í leiðinni. Veitingahúsið Lindin á Laug- arvatni bauð upp á bestu súkku- Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „VOR, haust og hávetur er ekki síður góður tími en hásumar til að koma í sveitina og njóta þess sem þar er boðið upp á,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir ferða- málafulltrúi, en á þriðjudag komu fjórtán fyrirtæki frá uppsveitum Árnessýslu og kynntu starfsemi sína í Ráðhúsi Reykjavíkur, undir nafninu Velkomin á stefnumót við Gullna hringinn. „Svæðið er vel aðgengi- legt allt árið og kjörið til vetrarferðamennsku. Við viljum vekja athygli á að „Gullni hringurinn“ er mun stærri og fjölbreyttari en menn halda.“ Fyrirtækin sem Grafin kýr, hella- skoðun og veiði Ofantalið er aðeins brot af öllu því fjölbreytta sem boðið er upp á fyrir þá sem sækja heim uppsveitir Árnessýslu á vetrum, ekki síður en sumrum. Siglingar, hestasýningar og ratleikir eru líka meðal þess sem hægt er að nýta til afþreyingar. Stúlka í mið- aldabúningi bauð upp á fjallagrasaparta frá miðaldamatborði í Skálholti en þar má finna menningartengda ferðaþjónustu. Morgunblaðið/Árni Sæberg 10 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 Heimsmeistaramótið í brús verður háð á Rimum í Svarfaðardal kl. 20.30 annað kvöld, föstudagskvöld. Brús hefur lengi verið spilað í Svarf- aðardalnum en spilareglur í brúsi eru ólíkar öðrum spilum og spilagildi eru önnur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér brús geta lesið spilaregl- urnar á vefslóðinni: www.dalvik.is/ Stjornsysla/Fraedslu--og-menning- arsvid/Svarfdaelskur-Mars/Spilum- brus/. Heimsmeistaramótið í brúsi er haldið í tengslum við menningarhá- tíðina Svarfdælskur mars sem fer fram í Dalvíkurbyggð um helgina, 26. til 28. mars. Í tilefni af því að nú munu vera 1.100 ár síðan þeir Þorsteinn svörf- uður og Karl rauði námu hér land verður dagskrá tengd landnámi og Íslendingasögum í Menningarhúsinu Bergi á laugardag og hefst hún kl. 14. Þar flytja erindi: Sigtryggur Magnason, Ingibjörg Hjartardóttir, Atli Rafn Kristinsson og Einar Kára- son. Karlakór Dalvíkur flytur líka dagskrá um Svarfdælu í tali og tón- um. Kl. 21 á laugardagskvöldinu verður svo marsinn tekinn á Rimum. Pörin verða númeruð kl. 21.30 og hljóm- sveit Hafliða spilar. Á sunnudeginum kl. 13 verður kirkjuferð um Svarfaðardal með fróð- leik og tónlist. Endilega … Morgunblaðið/Jim Smart Spil Ætli þessi hendi myndi færa einhverjum heimsmeistaratitilinn í Brús? … spilið brús í Svarfaðardal SPRINT KSO lÍs en ku ALPARNIR s Faxafeni 8 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 VINSÆLU KOMINR AFTUR Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og Kvenréttindafélag Ís- lands bjóða til viðburðar í kvöld undir yfirskriftinni „þjóðlegt eldhús“. Eldaður verður saman góður, fram- andi og freistandi matur frá mismun- andi heimshornum. Kynnt verður ný matargerð, farið í notkun á framandi kryddjurtum og sagt frá matarmenn- ingu ýmissa þjóða. Konur úr samtök- unum kynna landið sitt og menningu í gegnum mat, sögur og myndir. Þjóðlega eldhúsið fer fram í kvöld kl. 19.30 á Hallveigarstöðum. Skrá þarf þátttöku með tölvupósti á mar- ia@womeniniceland.is. Þátttökugjald er 800 kr. og greiðist á staðnum. Matargerð Þjóðlegt eldhús í kvöld Morgunblaðið/ÞÖK Margskonar Matur verður eldaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.