Morgunblaðið - 25.03.2010, Page 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010
Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur
ingibjorgrosa@mbl.is
JÓN Pétursson, göngugarpur á
Akranesi, man ekki jafnsnjólétta tíð
og í vetur og telur að einhver hætta
sé á vatnsskorti á Skaganum í sum-
ar ef þurrkatíð verður mikil.
Akrafjall hefur verið nánast snjó-
laust í allan vetur og segir Jón að
fjallið líti svipað út og það væri
miður maí „í gamla daga“ þegar
hann var strákur. Jón er orðinn 75
ára og þekkir Akrafjallið betur en
margir enda farið margar ferðir á
fjallið. Um áramótin 1997-98 hafði
Jón forgöngu um að koma gesta-
bókum fyrir í járnkassa við Háa-
hnjúk, næsthæsta tind Akrafjalls.
Gönguferðir þangað hafa orðið sí-
vinsælli og samkvæmt gestabók-
unum fara á bilinu 1700-2000
manns á Háahnjúk árlega. Sjálfur
hefur Jón ekki gengið á Akrafjall í
hálft annað ár, vegna veikinda en
er kominn til heilsu aftur og stefnir
að því að fara fljótlega í göngu á
fjallið.
Gætu orðið vandræði í sumar
Fyrir veikindin fór Jón fimmtíu
ferðir á fjallið á einu ári þegar mest
var og gjörþekkir því fjallið. Eins
og áður sagði man hann ekki til
þess fyrr að Akrafjall hafi verið
nánast snjólaust heilan vetur. „Það
er enginn snjór á fjallinu fyrir utan
nokkra skafla sem komu í kulda-
kastinu um daginn, sem varði nú
bara í þrjá daga. En þetta gæti
orðið til vandræða í sumar ef það
verður þurrt, þá verðum við senni-
lega vatnslaus hérna á Skaganum,“
segir Jón en í vatnsból Akurnes-
inga safnast yfirborðsvatn úr Akra-
fjalli. „Ef við fáum jafngott sumar
og undanfarin ár er ég hræddur um
að verulega minnki í vatnsbólinu
okkar.“
Vinsælar gönguleiðir
Upp á Akrafjall eru tvær vinsæl-
ar gönguleiðir, annars vegar upp á
Háahnjúk sem er í sunnanverðu
fjallinu og hins vegar á Geirmund-
artind norðanmegin, hæsta tind
fjallsins. Jón segir útsýnið af Akra-
fjalli geysifagurt og hvetur fólk til
að ganga á fjallið sér til skemmt-
unar og til að fá hreyfingu. „Það er
aðeins erfiðari leið, enda er Geir-
mundurinn nærri hundrað metrum
hærri og verra að ganga þá leið en
útsýnið er ekkert síðra en af Háa-
hnjúk,“ en þegar Jón var í sínu
besta formi gekk hann stundum
upp að Geirmundartindi og svo suð-
ur yfir á Háahnjúk. Sú ganga tekur
um 5-6 klukkutíma og mælir Jón
eindregið með því að fólk gangi á
Akrafjall, því fylgi mikil sálarró auk
útsýnisfegurðar. „Ég hef nú ekki
farið á Esjuna en þeir sem hafa
gengið á bæði fjöllin segja að það
sé miklu skemmtilegra að ganga á
Akrafjall.“
Morgunblaðið/Ómar
Eins og fjólubláir draumar Eins og sjá má eru einungis nokkrir snjóskaflar í Akrafjallinu.
Akrafjall nær snjó-
laust í allan vetur
Áratugir síðan jafnlítill snjór hefur sést í fjallinu
Heimamaður hefur áhyggjur af vatnsskorti í sumar
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur seg-
ir menn þar á bæ ekki hafa áhyggj-
ur af mögulegum vatnsskorti á
Skaganum, þrátt fyrir óvenju þurra
tíð í vetur. „Öll okkar forðabúr
þarna á leiðinni eru full af vatni.
Það er stífla ofarlega í Akrafjalli og
þar flæðir vel út á yfirfallinu svo
svæðisstjórinn okkar hefur ekki
áhyggjur af vatnsskorti á næst-
unni. Það þyrfti langvarandi þurrk
til að vatnsbólið þornaði og meðan
það koma úrkomudagar inn á milli
á þetta ekki að verða vandamál.
Svo við sjáum ekki tilefni til að
hafa áhyggjur á þessum tíma-
punkti.“ Fari allt á versta veg og
mikið þurrkasumar fylgi á eftir
þessum snjólétta vetri segir Eirík-
ur að Orkuveitan myndi grípa til
hefðbundinna aðgerða á borð við
að biðja íbúa svæðisins að fara
sparlega með vatn. „En við sjáum
ekki fram á að þurfa að grípa til
slíkra úrræða á þessari stundu.“
Engar áhyggjur enn
EDDA útgáfa hlaut fyrr í vikunni al-
þjóðlega viðurkenningu Disney
Worldwide Publishing fyrir einstakan
árangur í markaðssetningu og kynn-
ingu á vörumerkjum Disney hér-
lendis. Viðurkenningin var afhent í
Bologna á Ítalíu af Russel Hamton,
forstjóra útgáfusviðs Disney World-
wide, að viðstöddum fulltrúum frá
mörgum af helstu útgáfufyrirtækjum
heims. Jón Axel Ólafsson tók á móti
viðurkenningunni fyrir hönd starfsfólks Eddu útgáfu.
Edda útgáfa hlaut viðurkenninguna ekki síst fyrir
framúrskarandi góðan árangur við að auka útbreiðslu
og áskrift að Andrési Önd. Í þeim efnum var sérstakri at-
hygli beint að kynningu Eddu útgáfu á Andrési Önd í
Smáralind og að Disneyblaðinu, sem fyrirtækið fram-
leiðir ásamt Morgunblaðinu í samvinnu við Disney.
Á útgáfuhátíð Disney Worldwide Publishing í Bologna
voru alþjóðlegar viðurkenningar veittar í þremur öðrum
flokkum. sbs@mbl.is
Fá viðurkenningu fyrir Andrés
Andrés Árangur Eddu útgáfu við að auka útbreiðslu á
Andrési Önd og Disneyblaðinu þykir vera mjög góður.
Framúrskarandi árangur
hjá Eddu, að mati Disney
Jón Axel Ólafsson
HANNA Birna Kristjánsdóttir borg-
arstjóri úthlutaði níu námsstyrkjum
úr Guðrúnarsjóði í Höfða í gær.
Hver styrkur er að upphæð 74 þús-
und kr. en styrkirnir eru veittir full-
orðnum einstaklingum sem hafa
sýnt dugnað og elju í námi. Þeir sem
hlutu styrkinn eru: Árni Geir Árna-
son, Guðbjörg Birgisdóttir, Guðlaug
Ragnarsdóttir, Halina Leonsdóttir,
Íris Björk Ingadóttir, Jennifer Geti-
al, Mary Luz Suarez Ortiz, Zija
Krrutaj og Þórleif Lúthersdóttir.
Sjóðurinn var stofnaður fyrir
fimm árum í samstarfi við Eflingu –
stéttarfélag en hann er nefndur eftir
Guðrúnu Halldórsdóttur, fyrrver-
andi forstöðumanni Námsflokka
Reykjavíkur og brautryðjanda á
sviði fullorðinsfræðslu.
Níu námsstyrkir
úr Guðrúnarsjóði
Guðrúnarsjóður Styrkhafar ásamt
borgarstjóra fyrir utan Höfða í gær.