Morgunblaðið - 25.03.2010, Side 21

Morgunblaðið - 25.03.2010, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2010 Sjónarspil Gosið á Fimmvörðuhálsi er enn jafnstórfenglegt og í byrjun en mælingar benda til að þrýstingur í eldstöðinni hafi ekki minnkað. Því er best að hætta sér ekki of nærri. RAX ÞINGMAÐ- URINN Ragnheið- ur Elín Árnadóttir skrifar pistil í Morgunblaðið mánudaginn 22. mars undir yf- irskriftinni „Póli- tískt met í hræsni“. Þar gerir hún að umfjöllun sinni ákveðið verkefni sem hún segir hafa verið unnið að „um margra mán- aða skeið í nánum tengslum við stjórnvöld í landinu og sveit- arstjórnir á svæðinu“. Þar vísar hún til áforma fyrirtækisins E.C.A. Program (www.eca- program.com) sem eins og kunn- ugt er hefur látið kanna mögu- leika á skráningu og leyfi fyrir flugi herflugvéla á vegum fyr- irtækisins í íslenskri lofthelgi. Athygli vekur að forsvars- menn ríkisstjórnarinnar virðast lítið kannast við umræður um þetta tiltekna mál sem bendir til þess að verið sé að vinna að því á öðrum vettvangi, hvar svo sem það kann að vera. Þingmanninum er tíðrætt um „siðferðismörk“ starfsfélaga síns á Alþingi og setur í leiðinni póli- tískt met í rökleysu sem jafnvel taglhnýtingur hennar úr Vest- mannaeyjum hefði varla getað leikið eftir. Ég hef vissulega miklar áhyggjur af því að fólk með lág eða alls engin siðferðismörk skuli sitja á Alþingi og í sveit- arstjórnum í umboði margra kjósenda úr Suðurkjördæmi. Með þeirra velþóknun hefur út- sala á íslenskum auðlindum til siðlausra alþjóðlegra gróðafíkla nýlega fengið grænt ljós og það án þess að stjórnarskrárvarin takmörkun á við- skiptum með nátt- úruauðlindir hafi lit- ið dagsins ljós. Að þeirra frumkvæði stefnir einnig í að á Reykjanesi einu saman verði 900 megavöttum af um- hverfisvænni orku á spottprís spanderað í framleiðslu á 500 þúsund tonnum af áli á ári hverju en það eru um 23.500 kíló á hvern íbúa svæðisins. Arð- urinn rennur að mestu leyti í vasa alþjóðlegra auðhringja á sama tíma og verið er að skera niður alla þjónustu í heilbrigð- iskerfi og menntakerfi og hækka skatta. Fróðlegt væri að heyra hvort fyrirhuguð starfsemi „Vít- isengla“ á Suðurnesjum rúmist einnig innan siðferðismarka þessara „sjálfstæðu“ stjórn- málamanna. Spurningin yrði þá hvort Vítisenglar innheimti verndartolla af málaliðum E.C.A. eða öfugt? Það yrði alla vega verðugt verkefni fyrir „stjörnulögfræðinga“ að fá úr því skorið. Eftir Sigurð Hr. Sigurðsson »Ég hef vissulega miklar áhyggjur af því að fólk með lág eða alls engin siðferð- ismörk skuli sitja á Alþingi og í sveit- arstjórnum í umboði margra kjósenda úr Suðurkjördæmi. Sigurður Hr. Sigurðsson Höfundur er kvikmyndagerð- armaður og varaformaður BH. Siðferðis- mörk stjórn- málamanna NÚ ÞEGAR margir eru í greiðsluvandræð- um og sjá ekki fram á að geta staðið í skilum eru ábyrgðarmenn uggandi um stöðu sína. Mjög stór hluti Íslendinga er í ábyrgð vegna fjár- skuldbindinga annarra, og fyllilega eðlilegt að þessi hópur hafi áhyggj- ur. Í fyrravor tóku loks gildi lög um ábyrgð- armenn, og má raunar furðu sæta að slík lög hafi ekki verið sett fyrr þegar ljóst er að þau varða svo stóran hóp þjóðarinnar. Áður var þó í gildi sam- komulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga, sem Neytendasamtökin, Samtök fjármálafyrirtækja og stjórn- völd stóðu að. Samkomulagið hefur skil- að ágætis árangri og t.a.m. eru nokkur dæmi þess að ábyrgðarskuldbinding hafi verið felld úr gildi vegna þess að lánveitandi uppfyllti ekki skyldur sínar samkvæmt samkomulaginu. Hins vegar er auðvitað nauðsynlegt að hafa reglur um stöðu ábyrgðarmanna bundnar í lög. Helstu efnisreglur samkomulagsins og nú laganna kveða á um greiðslumat við lántöku, og upplýsingagjöf til ábyrgðarmanns fyrir gerð ábyrgð- arsamnings og á meðan hann er í gildi. Þannig er skylt að greiðslumeta lántaka í öllum tilvikum eftir gildistöku laganna, en áður var sú skylda bara til staðar ef höfuðstóll var hærri en 1.000.000 kr. Áð- ur en ábyrgðarmaður gengst í ábyrgð er lánveitanda svo skylt að upplýsa hann skriflega um þá áhættu sem felst í því og veita ýmsar upplýsingar um lán- ið, fjárhæð þess og skilmála, um nið- urstöðu greiðslumats, hvert hægt sé að leita vegna ágreinings, o.s.frv. Þessar skyldur fara eftir ákvæðum sam- komulagsins vegna ábyrgðarsamninga sem gerðar voru fyrir gildistöku lag- anna, en um nýrri samninga gilda ákvæði laganna. Eftir að ábyrgðarsamningur hefur verið gerður er svo skylt að tilkynna ábyrgðarmanni m.a. um vanskil á láninu og um hver áramót á að senda ábyrgðarmanni yf- irlit um stöðu lánsins. Ef lánveitandi vanrækir þessar skyldur á ábyrgðarmaður ekki að gjalda fyrir það og ef vanræksla er veruleg fell- ur ábyrgðin niður. Þá má ekki gjaldfella allt lánið gagnvart ábyrgðarmanni nema honum hafi áður verið boðið að greiða þær afborg- anir sem komnar voru í van- skil. Það sem gerir lögin helst frábrugðin sam- komulaginu er annars veg- ar það að lögin gilda líka um það þegar einstaklingar gangast í ábyrgð vegna skuldbindinga fyrirtækja í eigu ann- arra, en samkomulagið gilti bara um skuldir einstaklinga. Hins vegar er svo það að samkvæmt 8. gr. laganna má ekki gera aðför í fasteign þar sem ábyrgðarmaður eða fjölskylda hans býr ef ábyrgðin felst í persónulegri ábyrgð. Jafnframt má alla jafna ekki krefjast gjaldþrotaskipta á búi ábyrgðarmanns ef kröfu má rekja til persónulegrar ábyrgðar. Þessi regla laganna gildir þó bara um ábyrgðir sem stofnað er til eft- ir gildistöku laganna. Á mannamáli þýðir þetta að ef maður er persónulega ábyrgur (þ.e. lofar að greiða skuldina án þess að sérstök eign sé veðsett vegna hennar) fyrir skuld einhvers annars er ekki hægt að svipta hann heimili eða krefjast gjald- þrotaskipta. Reikna má með að þetta hafi einfaldlega þau áhrif að menn fái ekki að gangast í persónulega ábyrgð nema eiga margar fasteignir, og þar með er meginþorri fólks útilokaður frá því að gangast í persónulega ábyrgð. Hins vegar gildir þessi regla ekki ef ábyrgðarmaður veðsetur eign sína til tryggingar vegna láns til annars manns. Því má reikna með að lánveitendur krefjist hér eftir veðsetningar á fast- eignum ábyrgðarmanns, en þá má gera aðför í þeim eignum. Þannig hefur þessi regla, sem lítur vel út á pappír, hverf- andi áhrif á áhættu lánveitenda. Helstu rökin fyrir ábyrgðar- mannakerfinu eru þau að með því móti eigi ungt fólk auðveldara með að nálg- ast lánsfjármagn. Ýmsir gallar eru á þessari röksemdafærslu og ekki má gleyma því að almennt gera aðilar samnings, þ.e. í þessu tilviki lántaki og lánveitandi, ekki samning nema hann sé báðum til hagsbóta. Það er vissulega lánastofnunum til hagsbóta að lána pen- inga enda veltur afkoma þeirra m.a. á vaxtatekjum. Þá er einnig stór hópur ungs fólks sem ekki býr að frændgarði stöndugra ábyrgðarmanna og hefur því verið í vandræðum með að fá fyr- irgreiðslu, þrátt fyrir ábyrgð- armannakerfið. Með reglum um ábyrg- ari lánveitingar ætti einnig að draga stórlega úr vanskilum ungs fólks og þar með ætti ekki að vera þörf á veitingu ábyrgða. Því er það mun eðlilegra til framtíðar að setja reglur um ábyrgar lánveitingar. T.a.m. þarf að vera til raunhæfur neyslustaðall sem greiðslu- mat getur byggt á en hingað til hefur tíðkast að áætla fólki hlægilegar upp- hæðir í framfærslu þegar greiðslugeta er metin. Þá er það einnig eðlilegt að lánveitendur, en ekki bara lántakar og fjölskyldumeðlimir þeirra (þ.e. ábyrgð- armenn), beri einhverja áhættu af lán- veitingum. Lánveitendum er sjálfum frjálst að velja hverjum þeir lána og það ætti að vera ákveðið á grundvelli tekna, eigna- stöðu og fjármálasögu viðkomandi en ekki því hvort afi hans eða amma eru stóreignafólk. Ekki þarf að fjölyrða um það að lánveitendur hafa á und- anförnum árum farið langt fram úr sér í lánveitingum og ættu þá í það minnsta að sitja í súpunni ásamt lántökum. Eftir Hildigunni Hafsteinsdóttur »Ekki þarf að fjölyrða um það að lánveit- endur hafa á undan- förnum árum farið langt fram úr sér í lánveit- ingum og ættu þá í það minnsta að sitja í súpunni ásamt lántökum. Hildigunnur Hafsteinsdóttir Höfundur er lögfræðingur Neytendasamtakanna. Um ábyrgðarmenn og ábyrgð í lánveitingum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.