Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 5
147 - HALLGRIMUR SNORRASON : SKÓLABLAÐIÐ 1925-1965 Enda þótt 40 ar séu ef til vill ekki langur tími, þykir samt hafa að minnast þvíííkra tímaméta. Það segir sig sjálft, að 40 ár eru þýð- ingarlaus dropi 1 ármilljénahafið, sem veröl jarðarkringlan á að baki. Hins vegar má fullyrða, að þau 40 ár, sem liðin eru frá því að Skolablaðið kom fyrst ut, hafi verið tímabil þrounar og svo storkostlegra breytinga tækni, vís- inda og þar með skoðana mannkynsins, að lifsskilyrði heilla heimsálfa hafa tekið þvilikum stakkaskiptum, að eigi verður öðru viðjafnað ár mannkynssögu síðari ára. Það eru umbrotatímar þetta 40 ára tímabil; í upphafi þess geysar þrugandi heimskreppan, þá skellur a heimsstyrj- öld - su hryllilegasta, sem enn hefur dunið yfir heimsbyggðina, og í lok tíma- bilsins þjota allskyns gervitungl um himinnhvolfið. Og sjálfstæði Islands - hins minnsta lyðveldis í heimi - er lýst að Þingvöllum 1944. Ekki fer Skólablaðið varhluta af Jiess- um breytingum. Blaðið breytist fra ári til árs, og þó útlitið sé ef til vill hið sama, gefur efni þess ætáð til kynna bar- áttu- og umræðuefni líðandi stundar. Með rettu er sagt, að Skólablaðið gefi skýra spegilmynd skólaláfsins á hverjum tima. En það er ekki einungis su mynd, sem fram fæst í spegli Skólablaðsins, heldur einnig önnur og óljósari ; mynd heims- og þjoðfelagsmála. Ýmis handskrifuð blöð höfðu komið ut í skólanum áður en Skólablaðið hóf göngu sína, Þeirra merkust eru láklega blöðin Fjölsviníiur og Skinfaxi. Fjölsvinnur var gefið út af. Bandamannafélaginu, hóf göngu sína við stofnun þess félags 1867, en hættir að koma út árið 1875. Árið 1873 klofnaði Bandamannafélagið í fyrra sinn ( aftur 1878 ). Stofnaði þá annar klofningar-armurinn félagið Eggert ólafs- son, en hinn armurinn rak afram felag með gamla nafninu. En félögin samein- ast aftur 1875, og þá er Fjölsvinnur lagður niður. Skinfaxi, sem lengi var helzta blað skolans, kom út a árunum 1900-1924. Fyrsta Skólablaðið kemur ut 5. des- ember 1925. Skólablaðið var fjölritað og fyrsta blað sinnar te^undar í skólan- um. Það var fjölritað í Fjölritunar- stofu Pjeturs G. Guðmundssonar Týsgötu 5 allt til ársins 19'37, en þá tekur Dan- íel Halldorsson við. Fyrstu blöðin voru aðeins 6 síður. Haus og fyrirsagnir voru vélritaðar eins og annað lesmál, teiknaður haus er fyrst á 2.tbl. 3. árg. 1928. Hins vegar koma ekki teiknaðar fyrirsagnir fyrr en 1932. Blaðið, sem út kom i des. 1925 í •'Reykjavikur almenna mentaskóla", en þannig var yfirskriftin, var einkaeign 11 nemenda, þeirra Bjarna Benedikts- sonar, Bjarna Sigurðssonar, Einars JÓns- sonar, Gísla Gestssonar, HÓlmfreðar Franzsonar, jóhanns Sveinssonar, Jo- hanns Sæmundssonar, Kristjáns Guðlaugs- sonar, Lárusar H. Blöndal, Ragnars jónssonar og Símons Ágústssonar. Ábyrgðarmaður blaðsins og aðalhvata- maður að stofnun þess var LÚðvíg Guð- mundsson. í formála fyrsta Skólablaðs- ins segja útgefendur m. a. : "Þvá er blað þetta til orðið að þörf hefir þótt á, að til væri eitthvert það band, er tengt gæti þá saman, sem eru innan veggja skól- ans.......... En auk þess ætti blaðið að gefa nokkra mynd af skólalííinu og hug- sjónum þeim, er í skóla bærast og það vildum við einnig láta sjást að þau merki, sem upp eru tekin, muni eigi

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.