Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 14
- 156 -
ára strák og stelpu á ööru ári. Samuel gleypti 1 sig matinn, settist inn 1 vinnu-
stofu sína, tok bók ur bókaskápnum og fór að lesa. BÓkin var Pan eftir Hamsun.
Hann gat ekki einbeitt ser við lesturinn þvá krakkarnir voru sígrenjandi. Seint um
kvöldið komust krakkarnir 1 ró. Og konan - hun var sjálfsagt sofnuð líka. f næstu
ábuð og á hæðinni fyrir neðan glumdu grammófonar. ömurlegt fret djassluðranna
ætlaði að gera hann vitlausan. Á neðstu hæðinni var trompetleikari að æfa sig.
Samáel let hávaðan ekki á sig fá, beit á jaxlinn og hólt áfram að lesa Pan. Um
sáðir þögnuðu glymskrattarnir, en trompetleikarinn helt áfram að æfa sig. Loks
þagnaði hann líka. Samáel tók stóru klukkuna ofan af skápnum, fór með hana fram
í eldhás og stakk henni inn í* bakarofninn. Loksins, loksins var orðið sæmilega
kyrrt 1 kringum hann.
IV.
Samáel reyndi að mála, en gat það ekki. Að lokum gafst hann upp og fleygði
frá sór litaspjaldinu. Her í bænum var ekki unnt að mala, þott ekki væru hundruð
bila til að flauta 1 eyru hans og heil skipasmíðastöð að æra hann. Hann leit yfir
hinar ófullgerðu myndir sínar : "Sorg", "Þjáning" og "DÓmur örlaganna". Her 1
bænum myndi honum aldrei auðnast að fullgera þessi listaverk ne önnur, sem svifu
1 huga hans. Það var sálardrepandi að vera hór á mölinni, í þessu mollulega lofti,
á efstu hæð í þessu djöfuls steinbákni. Hann varð að komast ut í guðsgræna nátt-
áruna ! Hann tyllti sér upj> á stól og góndi át áloftið, nákvæmlega tvær minátur.
Þvínæst tók hann saman malaraáhöld sin og fór í gamlan frakka. Samáel náði i
næturlest frá bænum. Hann vissi ná, að hann var a leið til sjalfs sín. Samuel
hafði hvorki kvatt konuna ne krakkana, en Pan var hann með í vasanum.
V.
Samáel hafði dvalizt i litlum kofa við lítið vatn langt inni í skogL vatninu
syntu svanir. Hann hafði lítið saman við menn að sælda. Hann hafði þo frett að
kona hans væri farin að báa með trompetleikaranum a neðstu hæðinni. Allt sumarið
hafði Samáel málað án afláts. Honum fannst hann vera í nanu sambandi við nattur-
una sjálfa, vatnið, tren, blómin og fuglana. Her í einverunni í skojþnum naut sköp-
unargáfa hans sín til fulls. Á morgnana heyrði hann undurfagran om í gegnum svefn-
inn. Hann vissi aldrei, hvort það var kvakið í fuglunum eða yskrið i kofahurðinni,
sem sveiflaðizt fram og aftur fyrir golunni. Og nu var tekið að hausta. Samuel
dvaldi einn í kofanum og málaði af kappi.
VL
Seint um haustið hengdi hann sig ur leiðindum.
Október 1959.
Ólafur Hansson : "Hagfræðin er koppur, sem allir geta migið í. "
Gunnar Norland : "......svo er lýsingarorðið maternal,
þegar menn verða mæður. "
Nemandi : "Ég þarf að leggja fram kæru. Taflinu
mínu hefur verið stolið. "
Rektor : "Hafið þer gáð á kennarastofuna?"
Nemandi vill vita, hvort hómó-sexáalismi só ættgengur.
Sigurður ÞÓrarinsson : "Ekki ef hann er praktáseraður
eingöngu."