Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 44

Skólablaðið - 01.04.1965, Blaðsíða 44
- 186 - S T R Á K U R HUNDURINN Einu sinni var lítill strákur sem bjo x litlu Jiorpi. Hann hafði blá augu og ljóst har, og allar litlu stelpurnar x þorp- inu voru bálskotnar 1 honum. Kannski var hann dálítið skrítinn, en þó þori eg ekki að fullyrða neitt um það. Nema hvað eg veit að drengur þessi atti hund, storan hund og stórmerkilegan að hann sagði, bæði gáfaðan og skilnings- rákan. Þeir voru saman öllum stundum: þegar drengurinn fór að veiða x ánni eða gekk upp á fjall að gá til veðurs eða læddist inn 1 skóginn að hræða uglur - alltaf var hundurinn með. Enda sagði hann það öllum sem heyra vildu, að þetta væri vitrasti hundur 1 heimi og einnig sa skemmtilegasti, hreint seni af hundi að vera. Sumir höfðu orð á því” að hund- urinn væri bæði lufsulegur og ljótur, meira að segja glaseygur, en drengurinn svaraði því” til, að ef til vill væri hund- urinn ekki beint smáfráður ( og síður en svo pempíulegur ), en samt hefði hann eitthvað sórstakt við sig sem mönnum bæri að taka eftir, "eða serðu kannski ekki þessa gafulegu drætti kringum munninn? " Þá hristi fólk höfuðið. Eins og nærri má geta lá þessi ungi vinur okkar öll kvöld og fram á rauðar nætur yfir hundabókum, þ. e.a. s. bókum um hunda. Hann las um þefvísa lög- regluhunda sem snuðruðu uppi gimsteina- þjofa og morðingja, gáfaða sjeffershunda og björgunarafrek þeirra 1 Ölpunum (gat aldrei hlegið að myndaskrýtlum afþeim), einnig um smekkvísa rottuhunda sem fínu frurnar x stórborgunum elskuðu svo mýög, sem sagt allt yfirleitt sem hann naði 1 um hunda. Eftir allan þennan lestur fannst honum ekkert auðveldara en að sýna gáfnafar hundsins x verki og sannfæra þannig fólkið x þorpinu um rótt- mæti orða sinna. Og tækifærið kom fljágandi upp x . hendurnar á honum. Það birtist einn sólskinsdaginn, þegar hann var uti á vatninu að veiða: bátnum hans hvolfdi. Útlitið var 1 fyrstu veru- lega slæmt, þvi að hann fókk hvergi náð almennilegu taki a batnum og haldið ser uppi. Þá var það að hundurinn beit 1 peysuna hans og svamlaði með hann x land, og það var sannarlega þakkarvert, þar sem sjálfur var hann ósyndur. Með þessu þótti drengnum hinar góðu gáfur hundsins óvéfengjanlega sannaðar. Hróðugur, en holdvotur hólt hann inn 1 þorpið sitt og sagði öllum sem hann mætti frá afreksverki hans. En við- brögðin urðu allt önnur en hann hafði buizt við. Sumir ( þar á meðal Jón smiður ) urðu jafnvel vondir og sögðu : "Ertu nu láka farinn að skrökva? " Og stráksi mátti snauta vonsvikinn heim með glaseyga hundinum sínum og hatta ofan 1 rúm. Um nóttina gat hann ekki sofnað, svo nærri tók hann ser þennan ósigur sinn og hundsins. Og meðan hann lá þarna með fingurna 1 feldi hans og horfði upp x loftið á herberginu sínu, þróaðist með honum mikil ráðagerð byggð á trausti hans á þessum lufsulega vini sínum. Hann efaði ekki að þetta mundi retta við álit þorpsbua á honum, þeir mundu bein- línis öfunda sig yfir slíkri eign. Og hann ímyndaði ser alla gleðina og húrra- hrópin, þegar þeir tveir, hann og hund- urinn, yrðu bornir á gullstóli til þorps- ins að afrekinu loknu. Um miðja nóttina reis hann á fætur, gekk út og niður að vatninu. Með hund- inn við hlið sér fylgdi hann ströndinni, þar til hann rakst a batinn sinn rekinn. Það tókst að koma honum á róttan kjöl, og sáðan var vandinn ekki annar en sá að roa honum aftur upp 1 vörina og draga hann þar á land. Þegar því" var lokið, læddust þeir aftur heim. Strax morguninn eftir lót hann til

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.