Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1968, Page 19

Skólablaðið - 01.04.1968, Page 19
teygir sig út til að ná 1 það. Allt 1 einu sér hann hve hatt hann er, en of seint. Hann hverfur fyrir brunina. Hinum verður svo mikið um að einn- ig hann missir jafnvægið og rennur niður þakið. Honum tekst að gríþa í mænisas- inn og stöðva sig. Hann vindur sig aftur upp á mæninn og heldur fast um mænisas- inn. Hann horfir i kringum sig, raðaleys- islegur a svip. Hann skriður varlega að brúninni og horfir niður með veggnum. Hann sér aðeins murhúðaðan steinsteypu- vegg- Hann kemur auga a gluggann sem er um það bil tveim metrum fyrir neðan mæninn. Hann lætur sig renna, stöðvast við glugg- ann og ser myrkur. Hann opnar gluggann og lætur sig falla inn um hann. Augu hans eru nokkra stund að venjast myrkrinu, en þo finnur hann að hann er staddur á miðju gélfi. Augu hans sja skyrar, og hann litur 1 kringum sig. Hann sér ekkert nema stein- steypta veggi, steinsteypt gélf og stein- steypt loft. Hann kemur auga a dyr og gengur þang- að. Hann mætir manni 1 dyrunum. Þeir ganga hvor fram hja hinum an þess að heilsast. Sá af þakinu fer inn um dyrnar og svipast um eftir leið niður 1 turninn. Hann finnur engar, aðeins það sama og 1 hinu herberginu. Hann hleypur aftur fram og sér manninn skríða út um gluggann og loka á eftir ser. Hann hleypur að glugganum og ser 1 gegnum éhreint glerið að maðurinn stekk- ur niður af þakinu. Hann lokar augunum og finnur hvernig fallhraði mannsins eykst og hann klessist niður. Blóðið spýtist upp um vegginn. Þeir drápu 150 1 einu þorpi 1 gær. Upp af líkunum stígur fnykur, og eg finn hann þar sem ég hleyp eftir götunni. Fnykurinn er allt 1 kringum mig, og ég fell við og hrépa ( og hrépinu kemur undarlega vel saman við fnykinn ) Guð. Og fyrr en varir er þetta allt komið niður á ritvélina. Annars er það undar- legt hve miklu lægra ritvélin hefur a dag- inn en á néttunni. Þegar ég vanalega er að vélrita, á nóttunni, þá öskrar hún hátt, en nú, um miðjan dag, heyrist varla 1 henni. Á milli stend ég upp og geng um húsið. Ég mæti manni í hvítum slopp, og hann heilsar. Það hefur líklega verið hann sem sagði að það eina sem ég þyrfti væri að losa mig við fáeinar grillur sem eg hefði bitið mig fastan i. Kannski var það einhver annar sem sagði þetta. Gæti al- veg eins verið kvenmaður. En mig langar ekkert til að losa mig

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.