Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 22

Skólablaðið - 01.04.1968, Qupperneq 22
152 í nutímaþjóðfélagi eru leynilegar kosn- ingar allra þegna, sem ábyrgir geta tal- izt og aldur hafa til, traustasti horn- steinn lýöræðisins. Seu slík lýðréttindi fyrir hendi í þjóðfélaginu, endurspeglast þau i smærri eindum og ráða sköpum. Nærtækast okkur 1 þeim efnum er sam- félagið "fyrir ofan læk", Menntaskólinn í Reykjavík. Kosningum 1 skólanum er nú nýlokið. Framboð voru mörg, baráttan hörð og úrslit tvisyn. Þeir, sem sigur báru úr býtum, geta nú farið að huga betur að verkefnum og vandamalum þeirra emb- ætta, sem kosið var um, meðan fyrir- rennararnir búast til brottferðar. Hin nánasta framtfð er þessum mönnum mörk- uð og framvinda félagsmála 1 skólanum næsta vetur er þeirra. Slíkt er ekki vafa undirorpið, enda liggur til grundvall- ar vilji og úrskurður meirihluta kjós- enda. Annað er það, sem er óljóst og girni- legt til úhugunar. Hver er hlutur þeirra, sem ósigur bíða? Eiga þeir með öllu að draga saman seglin og hverfa úr eldlínu felagsmálaafskipta, sem hugur þeirra þó hlýtur að standa mjög til? Um þetta geta skoðanir vissulega verið skiptar, og sumir kunna að segja : "Viðurkenni þeir ósigurinn og geri sér grein fyrir, að þeirra er ekki óskað. . Þeir eiga án í- hlutunar að veita sigurvegurunum tóm til að fara sínu fram eftir viti og vilja. " Vegna þeirra afskipta, sem ég hef nú um sinn haft af félagsmálum skólans, hlýt ég að vera þessari skoðun eindregið mótfallinn. Ég álít, að þeir, sem ekki ná kosningu 1 hin meiri háttar embætti, séu engu að súður nokkrum skyldum bundnir af þeim nemendum, sem þó veittu þeim sannanlegan tilstyrk 1 kosningunum. Réttur þeirra til einlægrar gagnrýni og íhlutunar er ótviræður og ekki samnefnd- ur neinu, sem kallast getur bitur eftir- sjá og mótþrói við örlögin. "Merkið stendur, þótt maðurinn falli", segir máltækið. Það hlýtur að vera trú þeirra, sem gefa kost á sér til framboðs 1 félagsstarfið, að á þeim vettvangi fái þeir bezt og frekast unnið skólanum og félögum sinum gagn. ÞÓtt úrslit kosn- inga veiti frambjóðendum ekki tækifæri til að gegna þeim skyldum, sem þeir sjálfir töldu sér skylt að gegna gagnvart framgangi félagsmála í skólanum, hlýtur samvizka þeirra að minna á skyldur gagnvart meðhaldsmönnum og sjálfum sér. Það er sízt ástæða til að ætla þess- um mönnum að sitja með hendur i skauti gagnvalrt þeim aðgerðum og ákvörðunum embættismannanna, sem þeir sjálfir telja stefna til verri vegar en þeir myndu vilja. Ég held ekki, að nokkur viti bor- inn og ábyrgur maður geti mælt þessu í mót. Hitt er svo annað óskylt, að ekki verður með vissu sagt fyrir um, að til þurfi að koma. En verði sú raunin, sem vegna misjafnra skoðana er sizt ólíkleg, verða allar brigður í garð slíkra gagn- rýnenda um niðurrif og beizku næsta óeðlilegar og óheiðarlegar. Þegar skynsamlegri samvinnu og sam- hug mótstöðumanna með ólúk viðhorf og skoðanir sleppir, er sanngjörn og gagn- kvæm gagnrýni nauðsyn. Hún hlýtur allt- af að verða jákvæðasti aflgjafi frjórra hugmynda og tilþrifa, jafnvel þótt óraun- hæf sé á stundum. Barátta, sigrar og ósigrar eiga þvú að vera felagslííinu fararheill eftir þvi, sem við verður komið og til þarf, en ekki gagnstætt. Pétur Hafstein. Athugasemd við skrif Geirs Haardes Vér höfum fylgzt með málefnalegri ritdeilu Geirs Haardes og óskars Arn- bjarnarsonar, sem aðallega fjallar um þjóðernisstefnu. Vér getum ekki orða bundizt við grein Geirs í 2. tbl, Fjörnis, þar sem 1 henni gætir töluverðrar rök= leysu. Geir tekur þvi fjarri, að hann sé nazisti, telur grunsemdir um það stað- hæfulausar, og að eins megi sæma her- námsandstæðinga, "kommúnista og þeirra attaní’ossa" þeirri nafngift. En milli sín og þeirra dregur hann skýr mörk í meinsemdagrein sinni þar sem hann segir

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.