Skólablaðið - 01.04.1968, Side 23
153
á eftir skoðun sinni á hörundsdökkum :
"ÞÓ vil eg á engan hátt kenna mig við
menntasnobba eða aðra menningarafglapa"
Kveðst hann þar eiga við sextíumenning-
ana, og er ut af fyrir sig fróðlegt að kynn-
ast svo "þjóðernissinnuðu" áliti á mörgum
merkustu mönnum íslenzks þjóðfélags.
Þannig segir Geir nánast berum orðum,
að forsendur þess að við varðveitum þjóð-
erni vort, seu ekki menningarlegar heldur
kynþáttalegar. Við höfum semsé aðeins
uppáferðir einhverra kalla 1 fornöld til að
mikla okkur af sem þjóð.
Þessi fordæming á öllu sem menning
heitir, var vinsæl mjög í Hitlers-Þyzka-
landi, þar voru lítillækkuð verk Goethes
og Schillers og mjög haldið á lofti slagorð-
um um "urkynjaða list". f anda þess eru
lítillækkanir Fjörnismanna á atómskáld-
verkum, sem að þvi er virðist er sam-
heiti yfir allan þann skáldskap, sem ekki
þýðist rammasta afturhald. Fyllsta á-
stæða er því fyrir tilgátu óskars um
stjórnmálaskoðun þeirra, þegar þeir
lcggja meiri áherzlu á kjaftæði um blóð-
blöndun og kynbætur heldur en sókn fyrir
menningarlegu sjálfstæði þjóðarinnar, og
þeir sem það gera stimplaðir kommunist-
ar. Slík speki dugar aðeins hönum, svíh-
um og hrútum. VÍsa Vilhjálms Andrésson-
ar "Frómi njólinn" (úr Kompásnum ) lýsir
glögglega fylgjendum hennar :
Frómi njólinn fnásaði,
froðufelldi og ragnaði,
og hagræddi þeim hagnaði
sem af halanegra tók.
Að endingu vill Inspirasjón mæla með
innflutningi þeldökkra manna hingað, þ. e.
a. s. ef þeir taka upp tungu vora og hætti,
og getur þá myndazt vúsir að þeim samein-
aða kynþætti, er óhjákvæmilega erfir
heiminn eftir fáar aldir.
Inspiristar.
Frá Sjónarhóli
Alkóhólistans
r upphafi máls mins vil ég sýna fram á,
að sá hópur, sem ég er fulltrúi fyrir, er
stór, og málsstaður minn á viða fylgjendur.
Jafnvel 1 ofstækisfullum bindindisfélög-
um eins og Uno Ore er samherja að finna.
Dæmið er nærtækt.
r 4. tbl. 43. árg. Skólabl. í 1. ,2. , 3. og
1/3 af 4. lánu 128. bls. standa þessi orð :
"Það hefur löngum þótt aðalsmerki
góðra baráttumanna að hafa þá váðsýni til
að bera, að meta og skilja sjónarmið hins
aðilans, þótt hann fallist ekki á þau sjálfur"
Höf. þessarar klausu hefur bersynilega
ekki verið allsgáður. Ef svo hefði verið,
hefði honum aldrei dottið í hug, að "hinn
aðilinn" féllist ekki á eigin sjónarmið. Þvá
ef hann gerir það ekki, þá eru þetta ekki
hans sjónarmið, heldur einhvers annars.
En ef höf. hefur aftur á móti verið að
reyna að þvogla útúr sér, að "góðu baráttu-
mennirnir" fallist ekki á sjónarmið "hins
aðilans", hefur hann hrasað heldur hrapal-
lega um tungu sjálfs sín, eins og mönnum,
sem eru ekki að fullu með sjálfum sér sak-
ir ölvunar, verður oft á. t jpvá tilfelli hefði
klausan, eins og öllum edru mönnumer
ljóst, átt að vera þannig :
"Það hefur löngum þótt aðalsmerki
góðra baráttumanna að hafa þá víðsýni til
að bera, að meta og skilja sjónarmið hins
aðilans, þótt þeir ( þ. e. baráttumennirnir)
fallist ekki á þau sjálfir. "
En svo að fólk haldi ekki, að nýr Pétur
Kjartansson sé risinn upp í skolanum, þá
sny eg mer nú að hagsmunamali okkar
alkanna.
Það er alveg ófært, að ekkert sterkara
en kakó er selt í CasaNova, þótt maður
þurfi nauðsynlega að rétta sig af eftirblauta
nótt. Þetta mál þarf að ræða á skólafundi,
kennarafundi, Alþingisfundi o. fl. fundum.
Eftir að það hefur verið samþykkt á öll-
um þessum fundum, að leyfa vínsölu í Casa
Nova, skal hafist handa og selt á ráðherra-
verði whisky, kóniak, séníver, vodka,
romm, svartidauði, lfkjör, kampavín, Egill
sterki, Túleöl, hóstasaft, spári, kogari,
borðvín og annað það, sem seinna kann að
vera lagt til, auk einhvers til að blanda
með. - Ennfremur væri æskilegt að selja
L. S. D. , ópíúm, hamp, morfín, marihuana,
kókain, þurrkuð bananahýði o. fl. þess háttar
Banna skal allsgáðum mönnum aðgang
að skólaböllum. Fámennri klíku abnorm-
alla masókista skal ekki takast að spilla
heildarsvipnum.
Laumualkar í" Uno Ore og hvar annars-
staðar sem þið leynist ! Skriðið úr fylgsn-
um ykkar og sameinist drykkjubræðrum
ykkar og -systrum i hinni voldugu alheims-
hreyfingu alkohólista !
kristjana pé magnussdottir.
L