Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 25
155 Hann situr uppí kirkjuturninum gamli hringjarinn og bítSur þess aö fólkið hætti að syngja og hann geti farið að hringja. Hann situr á kassa og handleikur neftobaks- glas og hlustar eftir hver syngi falskt. Það er misjafnlega sungið og einkum ein rödd er greinilega fölsk. ( huga hans kem- ur mynd af konu og hann minnist ofarra skipta sem hann hefur seð hana standa 1 miðjum kórnum feita og guðhrædda og syngja falskt. Hann hugsar um undirhök- urnar þrjár og hvernig þær slettast og hristast þegar hún syngur. Hann veit að þetta er viðkvæmt og spehrætt mal og að það er þegjandi samkomulag að viðkom- andi syngi ( kórnum og syngi vel. Hann situr á kassa og handleikur neftóbaksglas. Innum turngluggann kastar sólin geisla sem fellur 1 keilu niðrá gólfið og myndar hring. Þegar síðasti sálmurinn er a sið- ustu tónum stendur hann upp og réttir hægt úr bakinu. Hann gaufar inná sig glasinu og gengur að köðlunum sem hreyfa klukku- bjálkann. Við vissan tón leggst hann á kaðiana og klukkan tekur að slá. Ekkert heyrist nema drynjandi hljómur klukkunnar sem gleypir hvert hljóð ( kirkjuturninum og hljómar langt útyfir þorpið. Það er lík- hringing í dag og nuorðið er það yfirleitt líkhringing ( þessu þorpi, þar sem Guð er kominn uppá loft. Á rettum tíma sleppir hringjarinn köðlunum heitur og sveittur og gengur yfrað turnglugganum á meðan hljómur klukkunnar dvínar og deyr ut. Við gluggann raðar hann upp tveim kössum sem gera honum kleift að sja utum glugg- ann og niðrá götuna þar sem líkfylgdin er skriðin af stað og silast ( átt að kirkju- garðinum. Hann horfir á eftir líkfylgdinni sem samanstendur mest af gömlum konum og horfir einsog hann hefur gert svo oft áður í fjörutíú ár. Það er sumar sól og heitur sunnudag- ur ( þorpinu. Þorpsfávitinn er að sópa einu götuna sem er steypt. Hvorutveggja er sameiginleg eign þorpsins. Fávitinn er klæddur bláum gallasamfesting og með stórum strákústi duðrar hann til rykinu, sópar þvi ( hrúgur og dreifir úr þeim aftur. Það er hans starfi. Alla daga er hann að sópa þessa einu götu og horfa á lifið ( kring. Hann er afskiptur og krakkarnir eru hættir að nenna að stríða honum. Hann er glaður 1 favizku sinni og ekkert nema hundur getur komið honum úr jafnvægi. Sjái hann hund tryllist hann og grætur og hleypur þessa einu steyptu götu margsinn- is a enda, löngu eftir að hundurinn hefur verið fjarlægður. Svo bráir af honum og ofsinn fellur einsog rykið sem hann þyrlar upp. Fair vita hvað fávitinn er gamall, sumir segja að hann só fjórtán aðrir tutt- uguogtveggja. Þegar kirkjuklukkan tekur að sla, missir hann kústinn og starir eins- og ( leiðslu. Hann horfir með lotningu þegar líkfylgdin kemur útúr kirkjunni og hann gónir hljóður er hún silast framhja. fremst fer vörubíll með hvíta likkistu á pallinum og á eftir ^engur fólkið, hljott sorgmætt og með hatíðleikasvip. Alltú- einu fer fávitinn að hlæja. Hann fylgir eft- ir líkfylgdinni og hlær. Um stund er illt ( efni unz gömul kona tekur sig utúr hópn- um. "Hlæð ^ekki þegar fólk deyr Guðmund- ur minn. " Favitinn stillist og horfir á eftir lík- fylgdinni og horfir með pottlokið sitt a milli handanna. Fjórir ungir menn koma gangandi eftir götunni. Þeir eru með töskur og poka og komnir langt að. Þeir nema staðar fyrir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.