Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1968, Síða 26

Skólablaðið - 01.04.1968, Síða 26
156 framan timburhús sem á er málað storum stöfum CAFÉ. Þeir láta eftir farangurinn við dyrnar og ganga inn. Þeir eru í kaffi- stofu þorpsins. Hun er lítil og skítug með ósmekklegum þrúfaettum járnborðum og belgdum járnstolum. Það eru á henni tveir skitugir gluggar sem tolla ljosið svo að inni er rökkur. Úti horni er sjálfvirkur glymskratti. Veggir eru skreyttir með væmnum konfektkassalokum og innramm- aðri reglugerð sem segir til um hvað menn þurfa að vera gamlir til að sækja þennan stað. Reglugerðin er ákaflega skit- in af flugum sem eru her í greinilegum meirihluta. Ungu mennirnir fjorir standa við afgreiðsludiskinn og skiptast á að berja með smámynt 1 borðplötuna og biða atekta. Loks kemur vertinn fram. Hann er lítill og feitur 1 framréiðslufötum sem hafa ver- ið hvit en eru moleit. Hann fagnar komu- mönnum og visar þeim til sætis og býst til að taka a moti pöntunum. Komumennirnir panta og vertinn hefur ekki við að hrista hausinn og afsaka að eitt og annað skuli ekki vera til. Þetta er einsog spurninga- leikur þar sem komumennirnir geta ser til um hvað muni vera til. Þeir eru ofund- vúsir á það sem húsið hefur uppá að bjoða unz vertinn leggur spilin á borðið og telur upp það þrennt sem til er : Gos saltkjöt og sígarettur. Aðkomumennirnir velja gosið og sígaretturnar og vertinn snarast a bakvið. Einn aðkomumanna gengur að glymskrattanum og setur 1 hann mynt. Það heyrist hringl þegar myntin rúllar innú kassann og kling þegar hún á dularfullan hatt kemur utúr honum aftur niður við golf. Aðkomumaðurinn endurtekur þetta nokkr- um sinnum unz myntin stöðvast innú kass- anum. Við það situr og aðkomumaðurinn gefst upp sezt hjá felögum sinum. Vertinn kemur brosandi fram og hellir volgum gos- drykk 1 velkt og sprungin glös. Hann hlustar brosandi á kvörtun yfir glymskratt- anum og gengur síðan að honum og dundar við hann með þeim afleiðingum að skrykkj- úttir tónar dægurlags fylla kaffistofuna. Hann hristir brosandi hausinn þegar hon- um er tjáð að það hafi ekki verið stillt á þetta lag. Vertinn er ræðinn og sækir ser stol og sezt við borð hjá komumönnum. Hann spyr þá frútta og gefur upplýsingar um þorpið. Komumenn eru í hopi þeirra sem komnir eru til að vinna um sumar- tímann á einhverju súldarplaninu. Vertinn segir þorpið vera ákaflega menningar- snautt og ber það saman við stórborgir úti löndum. Hann segir þeim ýmislegt af sín- um högum, meðal annars er hann dvaldi 1 suðrænum löndum og lærði að syngja. Hann segir frá mörgu en sleppir lúka sumu. Hann sleppir þvi þegar hann kom til lands- ins að loknu söngnámi og helt tonleika fyr- ir fullu húsi 1 höfuðborginni og söng falskt. Hann segir ekki fra stöðugum flótta sínum undan þessu hræðilega slysi þorp úr þorpi. Þess gerist heldur ekki þörf. Þorpsbúar kunna allar þessar sögur og eru ósínkir á að segja þær ókunnugum. Annars er þorpsbuum hlytt til vertsins. Hann hefur ílenzt hjá þeim í tíú ár og það er meira en önnur þorp geta státað af. Hann er glæsilegur fulltrúi heimsmenningarinnar sem dvelur hjá þeim einsog gestur. Þeir hafa gaman af þvú hvað hann er drykkfelld- ur og stundum á síðkvöldum má heyra þegar hann er að lemja konuna sína. Ef hann er mikið drukkinn á hann það til um hánott að svipta upp svalardyrunum og ganga spariklæddur frammá svalirnar, styðja höndum a svalarriðið og horfa utú nóttina eins og söngvari horfir úti þóttset- inn áheyrendasal. Hann horfir útí nátt- myrkrið og bíður eftir ímyndaðri þögn, svo syngur hann. Það er nótt. Skip líður inn fjörðinn, klyfur þokuna og færist nær. Við bryggju- kjaftinn er það orðið að risastóru svörtu ferlíki og á bryggjuna er komið fólk. Menn búast til að taka á móti landfestum. Favitinn norpir á hafnargarðinum og í svip hans er takmarkalaus undrun. NÚ skulu landfestar bundnar og lina klýfur loftið og fellur a hafnargarðinn skammt frá fávitanum. Það er hrópað til hans frá skipinu að draga inn festina og hann beyg- ir sig niður eftir línunni. Hann stendur hlutlaus með línuna í hendinni og skilur ekki alveg. Það er hrópað til hans í æs- ingi frá skipinu að draga inn linuna og hann hendir línunni \ sjóinn. Þessi gjörð

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.