Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1968, Side 27

Skólablaðið - 01.04.1968, Side 27
157 fávitans vekur mikinn úlfaþyt, hróp og sköll. Menn hlaupa til og bí’ða albúnir að taka á móti línunni á nýjan leik, meðan formælandi skipverji dregur hana uppur sjónum. Ále ngdar stendur klæöskerinn og glottir. Það er mikil athöfn 1 loftinu enda ekki látið sem stendur til. Sonur bæjar- stjórans er sumsó kominn með allar vólar 1 nýja sáldarbræðslu. Það er ekkert ann- að. Tveir tugir verkamanna standa á næt- urvinnukaupi og bíða þess að útskipun hefjist. Sonur bæjarstjórans fer einsog hvirfilvindur manna á milli og talar hæst. Það er mikil athöfn \ loftinu og það verður næturvinna nóttina alla og eitthvað framm- eftir morgni. Þegar skip koma frá útlöndum og hafa fyrstu viðkomu hór í* höfn gengur tollarinn niðra bryggju. Hann er litill og hnellinn, silfurhærður, júnúformaður, gullhnepptur með kaskeyti og hárfínan embættismanna- svip. Tollarinn. Það er sameiginlegt með honum og fávitanum að báðir eru sameign þorpsins. En þótt þorpið eigi báða eru þeir ákaflega fjarlægir þorpsbú- um. Og tollarinn er ekki af heimi þorps- ins. Hann umgengst ekki þorpsbúa, greið- ir ekki atkvæði 1 kosningum og á danska konu. Feita danska konu. Hann og þessi danska kona eru yfirstétt þessa þorps. Sérhvern dag sjast þau koma gangandi eft- ir þorpsgötunni, hann 1 júníformi, hún með regnhlíf. Fruin fer inní" verzlanir og hann bíður fyrir utan. Kaupmenn þessa staðar eiga erfitt með að gera frúnni til hæfis og það er mikið um rifrildi. En tollarinn bíður fyrir utan og er af öðrum heimi en þetta fólk. Hann ku vera mein- laus tollari. Tollskoðunin felst \ því" að hann fer um borð og \ kames skipstjóra, situr þar yfir glasi af víni og reykir vindla. Svo fer hann \ land. Hann treystir mönnum og leitar af sér grun í samræðum, innsigluðum með handabandi. Þrátt fyrir það berst oft vín og tóbak 1 land með þessum skipum, en hann varðar ekkert um það. Þorpið á einn alkóhólista. Kröfuleysi hans um gæði vínanda hefur sett hann ofar þeim sem eru kallaðir rónar og krynt hann alkóhólista þorpsins. Hann drekkur tró- spira ef hann býðst og verður ekki meint af. Auk þess að vera alkóhólisti er hann orðaður við kynvillu. Þetta tvennt skipar honum skilyrðislaust \ flokk með tollaran- um fávitanum og vertinum. Annars er hann klæðskeri að mennt og gerði tilraun til að sníða föt á þorpsbúa einhverntíma þegar þorpið var litið og ljótara og hafði ekki kynnzt við silfur hafsins. Hann lærði til klæðskera \ útlöndum og nam skilming- ar meðfram. Skömmu eftir að hann flutt- ist til þorpsins, lét hann klæðskerann \ býtum fyrir alkóhólistann og er nú skilm- ingamaður og alkóhólisti. Hann slæpist um þorpið, tekur menn tali klappar þeim á bakið og kjaftar útúr þeim nokkrar kron- ur. Siðan fer hann 1 apótekið og særir spritt útúr apótekaranum sem er dopisti. Hann er alltaf þar sem hlutirnir gerast og stendur þá oft álengdar og glottir. Hann gerir sór titt við þá sem eru komnir til að vinna yfir sumartímann og heimsækir þá \ braggana og kriar útúr þeim nokkrar krónur gegn vilyrði um tilsögn \ skilming- um þegar tækifæri gefst, eða þá hann sel- ur þeim dóttur sína sem er ekki ennþa fædd. Það er erfitt að skýra lundarfar rónans. Einsog þeir sem eiga allt undir gjafmildi annarra, tjóar ekki fyrir hann að vera með neinn derring heldur haga segl- um eftir vindi. Hann er næmur fyrir JdvÍ hvenær hann á að hlæja og hvenær grata, og hann hyllist til að vera íbygginn og vita sumt. Böllin eru skærustu ljósin \ þessari gráu veröld, því* þá flýtur lifsvatnið. Hann stendur jafnan við hliðina á útkastar- anum og tollar menn þegar þeir fara inn eða út. Þá er hann glaður og hlýr \ við- móti og hann grípur sinaberri hendi 1 hand- legg manna og spyr eftir þeim svarta. Hann fipast hvorki nó truflast jafnvel þott hann fái högg og glósur. Vongóður heldur

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.