Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 29
159
una sína. Að lokinni ræðunni kemur að því"
sem menn eru einkum komnir til að sja,
nefnilega buslkeppni atvinnuhópa. Hun er
þannig að tveir og tveir ganga frama
planka sem skagar utyfir laugina. Þeir
halda a netakulum og eiga að lemja hvor 1
annan þartil annar dettur 1 vatnið. Kepp-
endur eru frá slippnum kaupfélaginu og
plönunum og það er mjög gaman. Sa vinn-
ur sem einn stendur uppi og þar með við-
komandi fyrirtæki. Að þessu loknu stígur
Sijgga 1 efnalauginni uppa pall og lýgur að
hun sé fjallkona. Svo fer folkið heim 1
kaffi og tekur að bua sig undir næsta og
stærsta þátt, nefnilega þegar Bæjarstjorn-
in býður öllum fermdum a ball 1 Félags-
heimilinu og borgar aðgangseyri. Klukkan
tíu fer að komast mynd á ballið. Margir
hafa verið að drekka heimahjasér eða 1
bröggunum, og koma slompaðir með pela.
Klæðskerinn stendur 1 innganginum við
hliðina á útkastaranum. Hann biður engan
vífillengjulaust um vín, en tekur þéttings-
fast í handlegginn a mönnum og vill heyra
þá um orð eða tvö. Eða þá hann lætur
nægja að kalla til þeirra til dæmis : það
er aldeilis að hann er finn/ eða : bara
með brill í hausnum/ eða : ja a bara að
skella sér í það. Sumir leiða hann ekki
augum, aðrir segja honum að halda kjafti
og enn aðrir slá hann 1 magann. En klæð-
skerinn missir ekki kjarkinn og tínir ekki
brosinu, en heldur áfram vonglaður, vit-
andi að 1 kvöld er einn af hverjum tíu líkn-
samur. Inni er hljómsveitin byrjuð að
spila en karlpeningur er ekki orðinn nógu
drukkinn til að dansa. Fólkið situr við
borð alltíkringum dansgolfið og drekkur og
talar og hlær. Sumir og aðallega drukknir
aðkomustrákar ráfa á milli borðanna og
horfa stíft eftir tilkippilegum stelpum.
Hopur stulkna stendur fyrir endanum á
dansgólfinu og talar saman eða horfir, bíð-
andi eftir að verða boðið upp. Ballið er
sumsé byrjað. Hér er hvað innanum annað
börn unglingar fullorðnir og gamalmenni,
enda þorpið sem býður. Með einum hring-
dansi setur svo hljómsveitin hringras i
gang sem mun vara ballið á enda, og hér-
eftir mun golfið ekki sjást autt, enda karl-
peningur orðinn drukkinn. Nú eru hafnar
stórkostlegar veiðar, þarsem verður sótt
og varizt með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um. Á bakvið allar þessar smábaráttur
liggja rniklar vonir um fullnægðar tilfinn-
ingar, en reynslan hefur sannað að su
verður sjaldnast raunin og að lengst verður
komizt með ofullnægjandi vangadansi og
vandræðum á eftir. Hinsvegar bregst ekki
að maður geti drukkið sig fullan og það
gera margir og slettast um með sinar o-
fullnægðu tilfinningar og ódrepandi vilja.
Klukkan tólf byrja þeir sem hafa orðið fyr-
ir vonbrigðum að æla deyja og slást.
Um þetta leyti er venjulega brotinn kloset-
kassi inná herraklóseti og vatnið flóir um
gólfið niðri. Þá nær ballið hamarki og nu
gengur annaðhvort saman með folki eða
sundur. Það sem eftir lifir af ballinu not-
ast til að vinna úr því" sem unnist hefur eða
drekkja í víni því" sem hefur tapast. Svo
er ballið búið. Niðrí" anddyrinu stendur
fólkið 1 klósetvatni og leitar að yfirhöfnum.
Saklausar sálir sem náð hafa saman í
rökkri og vangadansi, standa nu alltieinu í
klósetvatni og birtu. Ef þetta fólk er ekki
þvú drukknara, þá er það mjög feimið og
þekkir ekki næsta leik í þessu undarlega
manntafli, og það er lítið um staði þar
sem tvö sona hjörtu geta sameinast a divan.
Fyrir utan Félagsheimilið er hafin önnur
skemmtun. Það eru margir sem sætta sig
ekki við að fara strax heim, og bíða átekta
við Félagsheimilið ekki ennþá úrkula vonar
um að eitthvað gerist. Það er óspart
klæmst og sumir eru enn að slást. Einnig
þetta tekur enda og einhverntíma i morguns-
árið getur nýr dagur horft á sofandi þorp.
tiN
Fyrir utan þorpið er flugvöllurinn. Við
enda flugvallarins er nýsmúðað flugskýli
og fyrir framan flugskýlið stendur flugvél,
albúin að fljúga til borgarinnar. í flug-
skýlinu er reytingur af farþegum sem bí"ð-
ur brottfarar. Fyrir aftan flugskýlið
standa piltur og stúlka og haldast í hendur.
Pilturinn er lítill og dökkur á hár og hör-
und. Hann er spánskur. Stúlkan er Berg-
ljót í Gulusjoppunni. Það er annað yfir-
bragð yfir Bergljótu nú en í vor. í fljótu
bragði fær maður ekki séð ( hverju það
liggur. HÚn er jafn falleg nú og þá, en