Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 30
160 horfi maður grannts veitir maður eftir- tekt að látbragð hennar hefur misst allt bit. Augun eru ekki eins brjáluð og horfa neðar. Samt er hun ennþa mjög falleg og það þarf skarpa sjón til að sjá að hún er byrjuð að þykkna undir belti. Það þurfti Spánverja til. Einn af mörgum sem kom til að vinna sumarlangt. Og nu er hann á förum til Spanar-----burt frá ólettri ást- maer sinni, en hann kemur aftur að vörmu spori með peninga, og saman fara þau til Spanar og eiga börn og buru og Bergljót ætlar að gleyma þessu vanhugsaða rass- gati sem hun olst upp 1. Einsog það hefði verið slys. Þannig fer það. Það er búið að ræsa flugvólina og fólkið í* skýlinu flýt- ir ser að na 1 sæti við gluggann. Bergljót og Spánverjinn fara síðast og bíða mál- laus þangað til á að fara að loka vélinni. Þa kyssast þau lengi og gráta pmulitið bæði. Svo gengur Spánverjinn upp tröpp- urnar og Bergljót horfir á þegar velin lokast. Gegnum lítinn glugga eygir hún spanska hausinn sinn svarta og veifar um- leið og hun ^engur afturábak til skýlisins. Svo snýst velin og tekur skrið út flugbraut- ina. Bergljót horfir á hana taka sig á loft og hækka og hækka unz hún hverfur ofar fjöllum. Spanverjinn situr við gluggann og ser stulkuna hverfa og útsýnið aukast og hann sór útyfir fjörðinn og sór þorpið langt fyrir neðan einsog óverulega hvita skellu neðst 1 fjallinu. Svo hverfur þorpið og fjörðurinn og hann er ofar fjöllum. Þa sór hann nokkuð sem kemur honum á óvart, því* að hór uppi er kominn vetur og fjöllin eru hvít. Svo hverfur þetta líka. Svo einn morgun þegar þorpsbúar vakna og horfa pireygðir i morgunsárið, eru fjöllin hreggbarin á toppum. Það er komið haust og þá skiptir um. Aðkomufólkið set- ur niður og fer eins óvænt og það kom, og þorpsbúar eru einir eftir ; fólk sem er til orðið fyrir fisk. Síðan verður hreggið að snjo sem leggst með þunga á fjöllin og þorpið, og undir þessu snjófargi verður lif fólksins einsog lampi sem skrúfaður hefur verið niður 1 kveikurinn. Skyldi klæðskerinn koma lifandi undan snjonum 1 vor. Reykjavík í* marz 1968. Petur Gunnarsson. Hjúskaparlif skera af honum hausinn. Dracula En engin undankomuleið frh. af bls. 139. var sjáanleg, allt benti til þess að yfir hann felli ofurþungi fjögur hundruð ára. Nánast mátt- vana af bræði og geig, hljóp hann upp turn- stigann í* drungalegum kastala sinum. Fyr- ir aftan sig heyrði hann gauragang og brölt ofsækjenda sinna. Hár og renglulegur stoð hann á svölunum í gisnandi þokunni og óttaðist hinn andstyggilega komandi tæra himin. Við sjóndeildarhring bar við tröllstóran spegil, Dracula hljóp að honum með veikum burðum, a eftir honum foru góðu mennirnir, spenntir og ánægðir með sinn viðbjóðslega rótt á Happy End, hver yrðu örlög fantsins, með hvaða hætti færi tortíming hans fram, allir mundu hneyksl- ið sem varð, þegar Dracula fór einfald- lega út af sviðinu í* lokin og hrópaði dauða- óp sitt utansviðs, áhorfendur voru sviptir heilbrigðri ánægju og unun af útrýmingu hins illa og vitneskju um þær helvitiskval- ir sem í vændum væru, samkvæmt heilög- um dilkadrátt himneskra fjárkónga. Er Dracula kom að speglinum mætti honum að sjálfsögðu engin spegilmynd, hana höfðu blóðsugurnar ekki, þvú tókst honum að stökkva í* þetta andlit dauðans og varð ó- hultur í riki hans, tákni lúfleysisins sbr. líkinguna um írska list. Þar dvelur hann og hlær af festu í hópi annarra spegil- mynda. Viðar Víkingsson. Guð með Við skulum koma nef úr gulli út að leika okkur í frh. af bls. 150 snjónum. Við skulum --------------- byggja turn alveg upp til guðs. Við skul- um hafa með okkur vatnsbyssurnar og skjóta guð. Hann er skrýtinn. í kvöld. Verður Gam. An. Og óg stend upp frá ritvélinni og hendi mér upp í rúm. Það eru brúnar rósir á veggfóðrinu og einhver opnar. Ég sofna. Gestur Guðmundsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.