SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Síða 8

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Síða 8
8 20. febrúar 2011 F yrir flesta er leitarvélin Google ágætis tæki til að afla sér upplýsinga um hitt og þetta. Hins vegar leiðum við sjaldan hugann að því hvaða upplýsingar Google geymir um okkur sjálf. Aftenposten segir frá því að nú hafi Google kynnt til sögunnar vefsíðu þar sem vefnotendur geta kannað hvaða upplýsingar Google hefur geymt um þá og hvernig sú auglýsingamynd sem Google gerir sér af okkur lítur út. Myndina býr leitarvélin til með því að skrá netsíður sem hver notandi heimsækir og þannig gera sér mynd af því hvers kyns auglýsingar höfða mest til hans. Slíkum auglýsingum er svo markvisst beint að honum. Í hvert sinn sem hann fer svo inn á síðu sem Google selur auglýsingar á vistast svokölluð kaka (e. cookie) inn á tölvuna hans. Upplýsing- arnar frá þessum vefsíðum eru svo notaðar til að draga upp mynd af viðkomanda sem inni- heldur stikkorð og flokka sem segja til um áhugasvið hans. Auglýsingamyndin er svo not- uð til að beina klæðskerasaumuðum auglýs- ingum að viðkomanda. Þetta er sama aðferð og fleiri síður, s.s. Fésbókin, nota til að finna aug- lýsingar sem síðan telur að hitt geti í mark hjá hverjum og einum notanda hennar. Bleiur við hliðina á bjórnum Þessi kerfisbundna söfnun á upplýsingum um netvenjur hvers og eins hefur ekki gengið gagnrýnislaust fyrir sig. Því hefur Google nú kynnt til sögunnar vefsíðu þar sem menn geta skoðað hvers kyns upplýsingar leitarvélin hefur vistað um þá. Þannig getur fólk fengið aðgang að auglýsingamynd sinni og skoðað hvaða áhugamál Google telur að það hafi. Hægt er að ritskoða þessar upplýsingar, bæta við efn- isflokkum eða fjarlægja auk þess sem hægt er að loka alveg fyrir möguleika Google á að geyma upplýsingar um viðkomandi. Aftenposten ræðir við Bjørn Erik Thon, yf- irmann í hinni norsku persónuverndarstofnun, Datatilsynet, sem segir að það sé ekkert nýtt að fyrirtæki safni saman upplýsingum um við- skiptavini eða neytendur. Fólk verði hins vegar meira vart við það nú þar sem tæknin hafi gert þetta sýnilegra. Þannig hafi verslanir gert þetta í mörg ár, segir hann og tekur dæmi af því hvernig verð á bleium hækkar gjarnan á föstu- dögum. Þeim sé síðan stillt upp í grennd við bjórrekkana, en áfengur bjór er seldur í norsk- um matvörubúðum. „Þetta er af því að við vit- um að karlmenn eru ekki eins meðvitaðir um verð og konur og að þeir eru gjarnan á hraðferð á föstudögum þegar þeir renna við í búðinni til að versla.“ Þannig segir Thon að nútímafólk lifi einfald- lega í svo miklu auglýsingasamfélagi að það þurfi að sætta sig við að upplýsingum um það sé safnað saman og þær geymdar, hvort sem því líkar það betur eða verr. Vissulega sé jákvætt að hægt sé að hafa áhrif á hvaða auglýsingar ber- ast, með því að breyta upplýsingum sem fyr- irtæki eins og Google geyma. „Hið neikvæða er að mörgum kann að finnast þetta óþægilegt því tilfinningin er að einhver hafi auga með manni.“ Persónusniðnu auglýsingarnar eru ástæða þess að Google er orðinn einn af stærstu aug- lýsingastöðunum á netinu. Það eru nefnilega meiri líkur á því að fólk smelli á auglýsingar sem eru í takt við áhugasvið þess. Reuters Upplýsingarnar sem Google geymir Auglýsingar sérvaldar eftir áhugasviði hvers og eins Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Persónusniðnu auglýsing- arnar eru ástæða þess að Google er orðinn einn af stærstu auglýsingastöð- unum á netinu. Að mati Bjørn Erik Thon munu auglýsingar alltaf verða hluti af netinu og því muni auglýsendur alltaf verða áhugasamir um að afla sér sem mestra upplýsinga um okkur. Hann fagnar fram- taki Google en varar þó við því að fólk skilji rafræn spor eftir sig út um allan vef. „Google tengir upplýsingarnar við svokallaða köku á tölvu hvers og eins, en ekki við persónur, eins og aukabúnaður á snjall- símum gerir gjarnan,“ segir hann. „Því fylgja mun meiri vand- kvæði, því þá er aukin hætta á að viðkomanda finnist að verið sé að brjóta á honum.“ Notandinn getur lítið gert annað en að koma í veg fyrir að tölvan veiti kökunum aðgang, segir Thon sem hvetur alla til að vera meðvitaðir um það hvaða upplýsingar þeir skilja eftir sig á mis- munandi stöðum á netinu. Sömuleiðis sé gott að reyna að taka eftir því hvort auglýsingarnar sem dúkka upp á skjánum varði áhugasvið þeirra. Hvaða spor skilur maður eftir? Bókaðu skoðun Skoða á suður- og vesturlandi um helgina og næstu helgar Tryggðu þér lögbundna söluskoðun á sumarhúsum Jón Rafn Valdimarsson Löggiltur fasteignasali S. 695-5520

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.