SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 9

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 9
20. febrúar 2011 9 Þ að vakti heimsathygli þegar Victoria Beck- ham ól bónda sínum, David, soninn Romeo árið 2002. Ekki bara vegna þess að parið var vinsælt, heldur líka fyrir þær sakir að nafnið var sjaldgæft. Því fer þó fjarri að Ro- meo Beckham sé fyrsti náung- inn með því nafni til að tengjast ensku knattspyrnunni. Breska pressan var snögg að dusta rykið af hollenska miðvellinginum Romeo Zondervan sem gerði garðinn frægan hjá West Brom- wich Albion og Ipswich Town á níunda áratugnum og fram á þann tíunda. Breska ríkisútvarpið sló á þráðinn til Zondervans. „Þetta er ánægjulegt. Nafnið er fallegt og ég fagna því að besti knatt- spyrnumaður Englands skuli hafa skírt son sinn Romeo,“ varð honum að svari, eins og barnið hefði verið skírt í höfuðið á honum. „Romeo er óalgengt nafn í Englandi en mun algengara í Hollandi enda býr þar fjöldi fólks frá Súrínam. Ég var sex ára þegar ég flutti til Hollands frá Súrínam og á þeim tíma voru Romeoar á hverju strái enda nýbúið að gera kvikmynd um Rómeó og Júlíu,“ bætti hann við. Súrínamar eru bersýnilega mikið bíófólk. Zondervan, sem lék einn landsleik fyrir hönd þjóðar sinnar, hóf feril sinn í Hollandi en var um tíu ára skeið í Eng- landi áður en hann sneri heim aftur. Bestu árunum varði hann hjá Ipswich, lék tæpa 300 leiki fyrir félagið og naut lýðhylli. Spyrtur við smygl Ekki átti Zondervan þó alltaf sjö dagana sæla í Englandi. Einu sinni var hann tekinn höndum grunaður um smygl á erótísku myndefni til landsins. Málið var þannig vaxið að ungur hol- lenskur leikmaður á leið til æf- inga með ensku félagsliði var gripinn á flugvelli með tímarit og kvikmyndir í grófari kant- inum í fórum sínum. Zondervan hafði verið falið að sækja kapp- ann á flugvöllinn og var færður í járn líka. „Fát kom á drenginn í tollinum og hélt hann því fram að ég ætti myndefnið,“ upplýsir Zondervan. Það var vitaskuld af og frá. Okkar maður var þó ekki bú- inn að bíta úr nálinni með uppá- komuna en morguninn eftir stóð blaðamaður götublaðsins The Sun á tröppunum hjá hon- um. „Þeim viðskiptum lauk með því að ég var kallaður „klámkóngurinn“ á síðum blaðsins. Næsti leikur var gegn Manchester United og það sem ég fann til smæðar minnar – dauðskammaðist mín,“ rifjar hann upp. Á þessu augnabliki þurfti Zondervan sannarlega að taka á honum stóra sínum. Eftir að sparkferlinum lauk starfaði Zondervan um tíma sem „njósnari“ fyrir Ipswich á meg- inlandinu en hann hefur líka reynt fyrir sér sem umboðs- maður leikmanna. Zondervan hefur flugmannsréttindi og á þrjá syni. Enginn þeirra hefur fetað í fótspor hans á vellinum. Hvað varð um … Romeo gamli Zondervan í kapp- leik með Ipswich Town. Málsmetandi sparkendur geta lent í ýmsum uppákomum. Hér stilla Zon- dervan, John Wark og David Linighan sér upp með stæðilegum klár. Romeo Zondervan HAGKVÆMIR FERMETRAR Í VANDAÐRI BYGGINGU TIL LEIGU – URÐARHVARF 6, KÓPAVOGI SKRIFSTOFUAÐSTAÐA Í FYRSTA FLOKKI Á GÓÐUM STAÐ Fullbúin, um 8.200 m² bygging í hæsta gæðaflokki, tilbúin til útleigu. Frábært skipulag er í húsinu, tölvulagnir, hýsingarsalur og fullkomin loftræsting. Tveir ljósleiðarar liggja að húsinu. Möguleiki er á samnýtingu rýmis: Miðlæg móttaka Fundar- og ráðstefnurými á jarðhæð Fullkomið mötuneyti Bílakjallari Húsið leigist að hluta eða í heilu lagi. Möguleiki er á rými frá 225 m². Nánari upplýsingar: Örn V. Kjartansson | orn@m3.is | Sími 825 9000 TIL LEIGU URÐARHVARF 6 KÓPAVOGI F í t o n / S Í A www.urdarhvarf.is Su ðu rfe ll Breiðholtsbraut Grænagróf Víðidalur Urðarhvarf Va tn se nd ah va rf

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.