SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 12

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 12
12 20. febrúar 2011 Miðvikudagur Jóhanna Kristjóns- dóttir Orkaði að sönnu ekki að hlusta á ORG hjá Agli á sunnudag. En hann virðist hafa gefið í skyn að hann væri tilbúinn að „þjóna“ okkur enn lengur. Setur að mér ekka við þá tilhugsun. Held ég verði bara að endurskoða afstöðu mína og gefa þá kost á mér. Þarf þó aðeins að tékka á trjám við Bessastaði áður. Fimmtudagur Ingibjörg Ýr Ósk- arsdóttir Kópavogs- laugin er sú all- lllrrraaa besta! Íris Gunnarsdóttir Er ennþá í adrealínrush-i eftir að hafa gert tvöfalt heljar á æfingu! Ég á aldrei eftir að sofna í kvöld … Sara Stefánsdóttir Hvaðan kemur það að konur kalla hvor aðra „sæta“ og menn hvor annan „meistara“? Ég fæ alveg und- irhöku við að pæla í þessu. Föstudagur Kristján Jónsson hef- ur verið tekinn fyrir á Flick My Life. Nú get ég hætt í blaða- mennsku. Ekki er hægt að ná lengra í þessum bransa eftir því sem mér skilst. Fésbók vikunnar flett Þ egar ég heyrði fyrst af reglum Samfés datt mér ekki annað í hug en þetta væri eitthvert grín. Fyrsta reglan kvað á um að stúlkur mættu alls ekki klæðast stuttum pilsum nema vera í gammósíum eða sokka- buxum undir. Hnésíð pils voru leyfð og þá þyrfti engan aukabúnað eins og gammósíur. Þar sem það eru al- veg 20 ár síðan ég fór síðast á Sam- fésball hvarflaði eiginlega ekki að mér að einhverjar týpur færu sokka- buxnalausar á ball. Er ekki febrúar? Og snjór? Þegar ráðandi tískustraumar eru skoðaðir eru það einmitt stuttu pils- in sem eru vinsæl, en mestu skvís- urnar úti í heimi eru meira í hjóla- buxum innan undir pilsunum og í 40 den sokkabuxum næst sér. Miðað við reglur Samfés er alveg verið að gera út af við tískupæjurnar því þar er tekið sérstaklega fram að gamm- ósíur og sokkabuxur þurfi að vera alveg þekjandi. Ungu dömurnar hefðu því aldrei komist inn á ballið í 40 denum. Og svo mega þær alls ekki vera í of háum hælum. Hvers eigum við smávaxna fólkið að gjalda? Ef mömmurnar hefðu tekið mál- efnalega umræðu við dætur sínar (og þær hlustað) hefði líklega ekki þurft að setja reglur. Af hverju hamra mömmur nútímans ekki á þessari gullnu reglu: „Aldrei vera í stuttu pilsi við fleginn bol!“ Það að reyna að koma á ein- hverjum klausturs-reglum með handafli er ekki vænlegt til vinnings. Svo má ekki gleyma því að tísku- straumar nútímans minna töluvert á tískuna eins og hún var fyrir 20 ár- um eða svo. Mömmurnar (sem eiga að vera að setja dætrum sínum mörk og ala þær upp) voru örugglega ein- hverjar í magabol og hjólabuxum á Tunglinu í geðveikt góðum fíling. Þá var lítið verið að tala um reglur. MÓTI Marta María Jónasdóttir aðstoðarritstjóri Pressunnar U ndanfarna daga hafa miklar umræður skapast um ágæti nýju reglnanna um klæðaburð á komandi Samfés-hátíð. Undirritaður er meðlimur í stjórn Samfés og einn af þeim sem komu að þessari um- deildu ákvörðun. Langt ferli var að þessari ákvörðun og meðal annars var unglinga- lýðræðið sterkt í því ferli en Ungmenn- aráð Samfés fékk málið til umsagnar og samþykktar. Við gerðum okkur vel grein fyrir þeim annmörkum sem þessi ákvörð- un býður upp á. Hins vegar töldum við að rökin með henni væru sterkari. Aðallega var horft til eftirfarandi þátta: 1. Að Sam- fés, Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, sendi út sterk skilaboð til unglinga, for- eldra og annarra aðstandenda ungs fólks á Íslandi að það ýti ekki eða styðji á neinn hátt neikvæða eða óuppbyggilega hegðun á atburðum þess. 2. Að vekja umræðu um fyrir- og staðalímyndir ungs fólks í dag og hvaða áhrif þær hafa á hegðun og klæða- burð ungmenna dagsdaglega. 3. Að vekja umræður um hvar skil eru á milli forvarna og forræðishyggju. Hvað er eðlilegt per- sónufrelsi hjá 13-16 ára unglingum og hvar endar eðlilegt aðhald hjá þessum ald- urshópi? 4. Að Samfés samþykki ekki að ungar stúlkur fái að mæta á risastóran viðburð sem Samfés-ballið er í klæðnaði sem hylur mjög takmarkaðan hluta af lík- amanum. Einnig vill stjórn Samfés að sem flestum líði vel á atburðum samtakanna. Unglingar hafa haft orð á því að þeim hafi ekki liðið vel innan um klæðalitla ein- staklinga og fundið fyrir vissum þrýstingi á sig sem persónur. 5. Að fá þennan ald- urshóp til að velta fyrir sér hvað eðlilegur klæðaburður er. Að hann hugsi um fyrir hvern fólk er að klæða sig á þennan máta og hugsi um spurninguna: Er klæðaburður flottari eftir því sem hann hylur minna? Ákvörðunin er tekin eftir að stjórn Samfés hafa undanfarin ár ítrekað borist áskoranir þess efnis að skoða þessi mál of- an í kjölinn. Að lokum vill undirritaður taka það skýrt fram að langstærsti hluti þeirra unglinga sem hafa tekið þátt á Sam- féshátíðinni undanfarin ár hefur ekki á neinn hátt sýnt klæðaburð og hegðun sem telst óeðlileg. MEÐ Gunnar E. Sigurbjörnsson Verkefnastjóri félagsmiðstöðv- arinnar Nagyn í Grafarvogi. Er rétt að setja reglur um klæðaburð á Samfés-hátíðinni? ’ Unglingar hafa haft orð á því að þeim hafi ekki liðið vel innan um klæðalitla einstaklinga og fundið fyrir vissum þrýstingi á sig sem persón- ur. ’ Miðað við reglur Samfés er alveg ver- ið að gera út af við tískupæjurnar því þar er tekið sérstaklega fram að gammósíur og sokkabux- ur þurfi að vera alveg þekjandi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.