SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Side 17

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Side 17
20. febrúar 2011 17 L istasafnið Guggenheim í New York lætur prenta bækur fyrir sýningar í prentsmiðjunni Odda og nú er unnið að tilraunaútgáfu fyrir nútíma- listasafnið Tate Modern í London. „Við höfum verið með söluskrifstofu í Pennsylvaníu síðan upp úr 1990,“ segir Jón Ómar Erlingsson forstjóri Odda. „Það hefur verið mismikill gangur í þessu, geng- issveiflur hafa ekki auðveldað okkur lífið. En fyrir tveimur árum ákváðum við að setja meiri kraft í þetta og bættum við skrifstofu í New York. Þá fór utan Marteinn Jónasson, sem var í bókasölunni hjá okkur, og síðan hef- ur verið mikill stígandi í þessu. Við seldum tvo titla árið 2007, en í fyrra voru þeir rúmlega hundrað og fimmtíu“ Forskot lítils markaðar Hann segir það merkilegt, að leitað sér til lítillar þjóðar á eyju í Norður-Atlantshafi um prentun á svona stórum markaði. „En okkar forskot liggur í því, að við höfum al- ist upp með markaðnum hér heima. Íslendingar eru mikil bókaþjóð og mikið af bókum er gefið út – og við erum íslenska útgáfan af fyrirtæki, sem þarf að geta gert allt á einum stað, eins og Íslendingar gjarnan gera, redd- að öllum málum. Í raun byggist markaðssetningin úti á því. Við fáum fyrst og fremst verkefni, þar sem þarf að sýna smáútsjónarsemi og þar sem áherslan er á gæði frekar en magn. Það má segja að sérhæfingin felist í prentun á allskonar skrítnum bókum. Og við erum alls ekki að leitast eftir að verða ódýrastir, heldur veitum góða þjónustu og flytjum út þetta íslenska konsept – að geta reddað hlutunum.“ Hann segir það lýsa viðskiptavinunum best að þeir séu kröfuharðir, gjarnan listasöfn, ljósmyndarar og arki- tektar, sem láti prentgæðin skipta sig miklu máli. „Við værum ekki að ná þessum árangri, ef við hefðum verið að byrja fyrst núna. Verkefnin sem við höfum unnið eru stóra auglýsingin. Miðað við Íslenska markaðinn er sá bandaríski nánast óendanlegur og eftir miklu að slægj- ast, því þó að bókaprentun sé töluverð á Íslandi, þá fer hún nánast öll fram á fjórum vikum í lok ársins. Við er- um með tækin og mannskapinn til að takast á við jóla- bókaflóðið og útflutningur gefur okkur tækifæri á betri nýtingu á öðrum tímum ársins.“ Hann sýnir blaðamanni nokkrar bækur sem hafa verið prentaðar, þar á meðal bók í tilefni af sýningu Guggen- heim sem opnuð var um liðna helgi. Það vekur athygli að enginn kjölur er á bókinni, þó hún sé unnin eins og harðkápubók. „Blaðsíðurnar voru saumaðar og límdar á kilinum – svo var límið penslað á níu þúsund eintök. Þetta er dæmigert fyrir verkefnin sem við fáum. Svona bækur eru ekki prentaðar í sömu prentsmiðju og Harry Potter. Það þarf útsjónarsemi og mörg handtök við þetta. Það sýnir vel að við erum hátt skrifuð á þessum markaði, að við fengum viðurkenningu frá Premium Print Awards á dögunum fyrir prentun á listaverkabók- um, sem eru ein helstu verðlaun prentiðnaðarins í Bandaríkjunum.“ Horft til Evrópu Og nú er sjónum beint að Evrópu. „Við stefnum að því að útvíkka markaðssvæðið, erum byrjaðir að skoða Bret- land og liður í því er tilraunaprentun fyrir Tate Modern, en við horfum líka til Skandinavíu og í tengslum við bókastefnuna í Frankfurt ætlum við að gera atlögu að markaðnum í Norður-Evrópu – að reyna að nýta þá at- hygli sem Ísland fær í gegnum Þýskaland. Við erum einn af aðalstyrktaraðilum Sögueyjunnar Íslands, sem heldur utan um þetta merkilega málefni, sem þátttaka Íslands er. Það er munur fyrir Íslendinga að flytja út það sem við höfum raunverulega þekkingu á, bókmenntirnar og allt sem að þeim snýr. Við ætlum að þreifa á markaðnum, en gera það af skynsemi, það þarf að hafa augun á kostn- aðinum, og ef vel gengur þá setjum við meiri kraft í starfsemina. Svona markaðssetning er langhlaup – krefst mikillar þolinmæði.“ Og vettvangurinn er mikilvægur fyrir prentiðnaðinn á bókastefnunni í Frankfurt. „Þetta er helsti viðburðurinn fyrir útgáfuiðnaðinn í Evrópu og hann nær langt út fyrir það – við hittum stóran hluta af viðskiptavinum okkar frá Bandaríkjunum á bókastefnunni í fyrra. Það er stór- kostlegt tækifæri að Ísland sé heiðursgestur þarna.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S Sérhæfing í prentun á „skrítnum“ bókum Í fljótu bragði virðist skjóta skökku við þegar prentsmiðja á Ís- landi er samkeppnishæf á stórum markaðssvæðum úti í heimi fyrst og fremst vegna þess að hún sérhæfir sig í að sinna kröfum lítils og fámenns markaðar á norðurhjara veraldar. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Nokkrar bækur sem Oddi hefur prentað á erlendum markaði. Listaverkabók í tilefni af sýningu á Guggenheim-safninu. Jón Ómar Erlings- son segir fjöl- breyttar kröfur bókaþjóðarinnar hafa skapað þann kúltúr að hlut- unum sé reddað.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.