SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 19
20. febrúar 2011 19 tjón sem skapast af öskufoki – samt er það aska sem veldur tjóninu! Og þó að við höf- um verið tryggð upp í rjáfur, þá bæta tryggingarnar ekki neitt, því þetta var eldgos. Þá er bara Bjargráðasjóður eftir, sem styrkir endurræktun til 1. apríl, en við vitum ekkert hvað tekur við þá.“ „Svo heyrðum við í fréttum að Viðlaga- sjóður væri búinn að greiða háar fjárhæðir til bænda undir Eyjafjöllum, en það er ansi villandi, að minnsta kosti höfum við séð lítið af því,“ segir Sigurður. „Jú, við fáum peninga sem samsvarar einni umferð af málningu og grunnmálningu á þökin þó ekki öll þök – svo verða hreinsaðar rennur og þakkantar. Og nágranni okkar á Selja- völlum, sem varð verst úti, hristi höfuðið þegar hann heyrði um allar milljónirnar sem við áttum að hafa fengið. Það er dælt peningum í allskonar stofnanir út af gos- inu, en hann skilar sér ekki þangað sem maður hefði haldið að þörfin væri mest. En þetta er nú bara væll,“ segir hann og hellir sér kaffi í bolla. „Þetta eru bara pen- ingar!“ Ákveðið var að koma á samráði á milli stofnana, sem veita aðstoð vegna eldgoss- ins, og átti það að hefjast í janúar. „Við bíðum enn eftir að það fari í gang,“ segir Poula. Ánægð með viðbrögð í gosinu „Ég var samt ánægð með viðbrögðin meðan á gosinu stóð, Almannavarnir, heilsugæsluna hér og Rauða krossinn, sem stóð upp úr. Það var haldið svo vel utan um okkur. Við komum úr skítaöskudrull- unni með alla familíuna út á Heimaland, þá tók þetta indæla fólk á móti manni, við fengum við poka með snyrtidóti, sjampói og handklæði og sagt var við okkur: „Nú farið þið og þrífið ykkur!““ „Maður var svolítið verkaður,“ skýtur Sigurður inn í og hlær. „Það mynduðust líka góð tengsl, tvær konur voru algjörar hetjur, við komumst ekki inn í húsið nema faðma þær – þær grættu mig mörgum sinnum,“ segir Poula. „Þær voru svo góðar við litlu stelp- urnar okkar, að í hvert skipti sem við ökum um Hvolsvöll kemur ekki annað til greina hjá þeirri yngstu en að koma við og faðma Hrafnhildi!“ Og Poula er ánægð með fleira. „Meðan á gosinu stóð vaktaði sérsveitin frá Rík- islögreglustjóra svæðið á nóttunni. Við fengum yfirleitt símtal um ellefuleytið: „Hæ, hvernig hafið þið það? Við vildum láta vita að við erum hérna á ferðinni.“ Það var svo vinalegt – og segja svo góða nótt! Það var gott að vita af þeim þegar við fórum að sofa. Þegar við vorum fjarri fylgdust þeir með mannaferðum, því það voru þjófagengi á ferð.“ Þegar eldgosið stóð yfir var því allt mjög skilvirkt og til fyrirmyndar. „En þegar lengra hefur liðið frá og maður tekst á við afleiðingar gossins, tjónið á eignum og annan skaða, þá virðist áhuginn ekki lengur fyrir hendi,“ segir Sigurður. Þegar Sigurður og Poula voru að byggja upp búskapinn á Önundarhorni tóku þau erlend lán og lentu þau illa úti í hruninu. „Við áttum að fara í sértæka skuldaaðlög- un, vorum byrjuð í því ferli fyrir gos,“ segir Poula. „En svo skellur gosið á okkur og þá var farið fram á að bankar sýndu okkur sem búum á svæðinu biðlund. En við vorum í viðskiptum í Arion banka og hann var mjög ósveigjanlegur. Þar var þess krafist að við breyttum er- lendu lánunum í íslensk, annars fengjum við ekki að fara í sértæka skuldaaðlögun. Okkur var sagt að hún tæki aðeins einn og hálfan mánuð, það var sagt við alla bænd- urna sem voru í þessari stöðu. En svo eru mjög fáir í kringum okkur farnir að ganga frá samningum um skuldaaðlögun, hér um bil ári seinna. Aðalatriðið virðist hafa verið að breyta erlendu lánunum í íslensk. Og þegar við spurðum um kostnaðinn af þeim, eftir að breytingin gengi í gegn, var okkur sagt að við bærum engan teljandi kostnað af því, af því að skuldaaðlögunin átti að ganga í gegn á fjórum til sex vikum.“ „En það er skondið, að samningurinn sem þeir sýndu okkur núna í janúar, þegar loks bárust pappírar frá þeim, var lélegri en sá sem þeir buðu okkur fyrir hrun,“ Skiltið við afleggjarann er sandblásið eftir öskufok. Horft til jökuls frá garðinum við Önundarhorn. ’ En fyrir jól og aftur í janúar vöknuðum við upp við vondan draum, það sást varla á milli húsa í öskumistri. Þá áttuðum við okkur á að þetta var ekki nærri búið.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.