SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Síða 22
22 20. febrúar 2011
L
íbýa hefur ekki farið varhluta af
mótmælaöldunni, sem farið
hefur um Mið-Austurlönd og
Norður-Afríku, og þar hafa við-
brögð stjórnvalda verið harkalegust. Á
fimmtudag var „dagur reiðinnar“ boð-
aður í Líbýu. Hann breyttist í blóðbað.
Öryggissveitir skutu að minnsta kosti 24
mótmælendur til bana í tveimur stærstu
borgum landsins, að sögn mannréttinda-
samtakanna Human Rights Watch. Sam-
tökin höfðu eftir vitnum að hafin hefði
verið skothríð á friðsamlega mótmæl-
endur í borgunum Benghazi og Al-Baida.
Moammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, ætlar
greinilega ekki að fara sömu leið og leið-
togar grannríkjanna, Túnis og Egypta-
lands.
Mótmæli hafa verið fátíð í Líbýu á þeim
42 árum, sem liðin eru frá því að Gaddafi
komst til valda. Það sætir því tíðindum að
fólk skuli láta í sér heyra. Sagt var að í
borginni Benghazi hefði fólk hrópað
„Niður með stjórnina“, „Fólkið mun
binda enda á spillinguna“ og „Frjálsa
stjórnarandstöðu“, kastað grjóti og
kveikt í bílum. Hundruð lögfræðinga, að-
gerðarsinna og annarra mótmælenda
munu hafa safnast saman við dómshúsið
til að krefjast stjórnarskrár og virðingar
fyrir réttarríkinu. Í gær, föstudag, var
fólk aftur komið út á götur þrátt fyrir of-
beldið daginn áður.
Studdi bæði fólkið og Ben Ali
Greinilegt er að Gaddafi veit ekki alveg
hvernig hann á að bregðast við ástandinu.
Heima fyrir hafa átt sér stað skipulagðir
stuðningsfundir. Á fimmtudag var fjöl-
mennur fundur á Græna torginu í höf-
uðborginni, Trípolí. Í líbýska ríkissjón-
varpinu voru sýndar myndir frá
föstudagsmorgninum þar sem Gaddafi
birtist á torginu og var hylltur af fjöldan-
um.
Gaddafi hefur reynt að fara varlega í af-
stöðu sinni til atburðanna í Túnis og
Egyptalandi. 10. janúar tilkynnti rík-
isstjórn Líbýu að allir skattar og álögur á
helstu fæðutegundir og mjólkurvörur
fyrir börn yrðu afnumdar og lá beint við
að ætla að reyna ætti að koma í veg fyrir
að ólgan næði til Líbýu, þótt það væri
ekki sagt. Þá voru mótmælin hafin í Túnis
og sömuleiðis í Alsír þar sem fólk mót-
mælti hækkandi matarverði.
Í lok janúar studdi Gaddafi bæði Zine El
Abidine Ben Ali, leiðtoga Túnis, og fólkið.
„Við erum með túnísku þjóðinni. Ef fólk-
ið gerir byltingu þarf það að stjórna sér
sjálft,“ sagði hann. „Ég get ekki annað en
stutt þessa stefnu ef hún leiðir til þess að
valdið fari til fólksins. En ég óttast að
þessari byltingu túnísku þjóðarinnar
verði stolið. Það eru tilfæringar innan
landsins og af hálfu erlendra hagsmuna.“
Daginn eftir að Ben Ali fór frá kvaðst
Gaddafi harma atburðarásina: „Enginn er
betri en Zine til að stjórna Túnis. Ég vona
ekki bara að hann verði við völd til 2014,
heldur fyrir lífstíð.“
Samband Gaddafis og Hosnis Mub-
araks, fyrrverandi forseta Egyptalands,
var náið. Minna fór hins vegar fyrir frétt-
um af viðbrögðum Gaddafis við falli Mub-
araks og var aðeins greint frá því í frétta-
skeyti frá líbýsku fréttastofunni Jana að á
fimmta degi mótmælanna hefði hann
hringt í egypska leiðtogann „til þess að fá
vissu sína um stöðuna í Egyptalandi“.
Við völd í 42 ár
Gaddafi komst til valda árið 1969 þegar
hann steypti Ídris I. konungi af stóli. Þá
var hann 27 ára gamall, Richard M. Nixon
var forseti Bandaríkjanna, Leoníd Bresj-
nev stýrði Sovétríkunum og Maó formað-
ur réð ríkjum í Kína. Við fráfall Omars
Bongos, leiðtoga Gabons, varð hann sá
sitjandi þjóðarleiðtogi, sem lengst hefur
verið við völd ef frá eru skilin kon-
ungdæmi.
Gaddafi hefur alltaf verið óútreikn-
anlegur leiðtogi. Hann hefur verið gagn-
rýninn á vestræn ríki og stutt uppreisn-
armenn og byltingarhreyfingar um alla
Afríku og víðar. Út á þetta fékk hann at-
hygli, en stuðningur hans við hryðju-
verkamenn kallaði yfir hann útskúfun og
einangrun. Ronald Reagan, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, kallaði hann „óða
hundinn í Mið-Austurlöndum“. Árið
1986 fyrirskipaði Reagan sprengjuárás á
Trípolí til að refsa Gaddafi fyrir stuðning-
inn við hryðjuverkamenn.
Land glundroðans
Fyrir íbúa landsins var daglegt líf eins og
óvissuferð. Gaddafi gat ekki einu sinni
látið ártölin í friði. Fyrst hvarf hann frá
því að miða við hið hefðbundna tímatal
múslima, sem miðast við það þegar spá-
maðurinn fór frá Mekka til Medína og
stofnaði trúna, og ákvað þess í stað að
ganga út frá fæðingu Múhameðs. Síðan
skipti hann um skoðun og ákvað að miða
við dánarár spámannsins. Þá hugnuðust
honum ekki nöfn mánaðanna, hvorki að
vestrænum sið, né austurlenskum, þann-
ig að hann breytti nöfnum þeirra. Febrúar
varð ljós og ágúst varð Hannibal.
Uppbygging stjórnkerfisins í landinu er
mjög óljós. Að sögn Gaddafis er stöðug
bylting í landinu. Sjálfur gegnir hann
engri tiltekinni stöðu. Hann er hinn
„bróðurlegi leiðtogi og leiðsögumaður
byltingarinnar“. Engin stjórnarskrá er í
landinu, en hugmyndafræði Gaddafis má
lesa í Grænu bókinni, þótt hann fylgi ekki
öllu, sem þar stendur. „Á tímum fjöldans
er valdið í höndum fólksins sjálfs og leið-
togarnir hverfa að eilífu,“ segir á einum
stað í bókinni og munu þegnar Gaddafis
víst iðulega hafa haft á orði að þeirra leið-
togi sýni engin merki þess að hverfa í
bráð.
Gaddafi segist iðka lýðræði og vísar þá
til hinna svokölluðu alþýðuráða sem
kölluð eru saman minnst tvisvar á ári
nánast fyrirvaralaust. Störfum þeirra var
lýst í grein í The New York Times fyrir tíu
árum. Þegar ráðið situr er öllu lokað,
skólum, ráðuneytum og verslunum.
Fundir þeirra geta tekið marga daga, ef
ekki vikur. Þessar lokanir eru ekki vin-
sælar og verslunarmenn kvarta sáran.
Hins vegar eru þungar sektir við því að
brjóta bannið og tímabundin svipting
verslunarleyfis. Þátttakendur fá stimpil í
vegabréf sín og geta þurft að sýna fram á
þátttöku, til dæmis við brottför frá land-
inu og getur það þýtt kyrrsetningu ef
enginn er stimpillinn.
800 þúsund opinberir starfsmenn eru í
Líbýu. Árið 2001 höfðu þeir ekki fengið
launahækkun í 20 ár og kaupmáttur launa
þeirra hafði dregist saman um 75%.
Gaddafi snýr við blaðinu
Ein af ástæðunum fyrir hremmingum
Líbýu voru viðskiptaþvinganir, sem
Sameinuðu þjóðirnar settu árið 1992 eftir
að stjórn Gaddafis neitaði að framselja tvo
menn, sem grunaðir voru um að hafa
grandað farþegaflugvél bandaríska flug-
félagsins Pan Am yfir Lockerbie Skotlandi
árið 1988. 270 manns fórust með vélinni.
Þegar leið að lokum 20. aldarinnar
(samkvæmt vestrænu tímatali) byrjaði
Gaddafi að snúa við blaðinu. Hermt er að
hann hafi hætt að styðja hryðjuverka-
hreyfingar í kringum 1996 og þá dró hann
einnig verulega úr vopnakaupum, að
hluta til nauðbeygður vegna við-
skiptaþvingananna.
Gaddafi ákvað að gerast velgjörð-
armaður Afríku og nota til þess olíu-
peningana og hafði þannig töluverð áhrif.
„Honum tókst að tendra loga í huga
þeirra leiðtoga, sem ekki kunna að meta
hnattvæðingu þar sem hinir ríku verða
ríkari og hinir fátæku fátækari,“ hafði
The New York Times eftir sendierindreka
frá Mið-Austurlöndum. Í krafti þessa
stuðnings var hann valinn til forustu í
sambandi Afríkuríkja. Gaddafi hefur
löngum rekið áróður fyrir því að Afr-
íkuríki sameinist undir nafni Bandaríkja
Afríku, en ekki fengið hljómgrunn í þeim
efnum.
Þegar Gaddafi samþykkti að greiða
skaðabætur vegna Lockerbie og hætta að
þróa gereyðingarvopn var þvingunar-
aðgerðunum á hendur Líbýu aflétt og
endurkoma Gaddafis í samfélag þjóðanna
hófst. Ekki er hann þó orðinn fyrirsjáan-
legur í ellinni. Sem dæmi um það má
nefna að þegar Svisslendingar bönnuðu
bænaturna við moskur í þjóðaratkvæði í
fyrra lýsti hann yfir heilögu stríði – jihad
– á hendur þeim.
Olíusamningar Líbýu við erlend fyr-
irtæki hafa einnig gefið Gaddafi vog-
stangarafl gagnvart Evrópu og Bandaríkj-
unum. Sviss og Líbýa hafa átt í deilum í
kjölfar þess að Mohammad, sonur Gad-
dafis, var handtekinn fyrir að ráðast á tvo
hótelstarfsmenn í Sviss. Ein afleiðing þess
var að Svisslendingar bönnuðu 188 líb-
ýskum embættismönnum að ferðast til
Sviss og þar sem Sviss er á Schengen-
svæðinu náði bannið til þess alls. Þegar
Líbýa brást við með því að banna öllum
íbúum Schengen-svæðisins að koma til
landsins og setja viðskiptabann á Sviss lét
Evrópusambandið undan og tók ferða-
Ólga í landi eyði-
merkursósíalismans
Um árabil var Moammar Gaddafi útskúfaður úr samfélagi þjóðanna. Enn
er hann óútreiknanlegur hvað sem líður breyttri ímynd og heima fyrir rík-
ir skortur og fátækt þrátt fyrir olíuauðinn.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Alsír
Túnis
Tsjad
Níger
Egypta-
land
Miðjarðarhaf
Líbýa
Nígería
Moammar Gaddafi á árum áður ásamt hinum föllnu