SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 30
30 20. febrúar 2011
ar ekki til að fullar sættir hafi orðið.
Í stórum flokki eins og Sjálfstæð-
isflokknum er endalaust hægt að deila
um það í svona málum, hvort fleiri eða
færri séu á þessari skoðun eða hinni. Svo
er að þessu sinni. Forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins hafa sagt að þeir hafi
fundið fyrir miklum stuðningi við sína
afstöðu og skal það ekki dregið í efa.
Andstaðan verður heldur ekki dregin í
efa. En í Sjálfstæðisflokknum eru á milli
fjörutíu og fimmtíu þúsund flokksmenn.
Skoðanakönnun, sem MMR gerði fyrir
vefritið Andríki, segir töluverða sögu um
það hvernig línur liggja í landinu. Þar
kemur fram að fylgi við þjóðaratkvæða-
greislu við Icesave III er mest meðal
yngra fólks en hlutfallið lækkar eftir því
sem fólk verður eldra. Þar kemur líka
fram, að tveir hópar hafa minnstan áhuga
á þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, en
það eru sérfræðingar og hálaunamenn.
Ekki er ósennilegt að skiptingin sé eitt-
hvað svipuð innan Sjálfstæðisflokksins.
Andstaða ungs fólks innan flokksins
vegna ákvörðunar þingflokksins hefur
verið áberandi en líklegt er að stuðningur
sé mestur á meðal stjórnenda í viðskipta-
lífinu.
Það er umhugsunarefni fyrir for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins, miðstjórn
og þingflokk, hvort tímabært sé orðið að
nota nútíma samskiptatækni til þess að
hafa meira samráð við almenna flokks-
menn en tíðkazt hefur til þessa. Nú er
hægt, með skömmum fyrirvara, að efna
til skoðanakönnunar eða atkvæða-
greiðslu í hópi þess mikla fjölda,
sem á aðild að Sjálfstæðisflokknum, til
þess að kanna viðhorf flokksmanna til
einstakra mála. Slík vinnubrögð eru lýð-
ræðisleg, líkleg til að að efla samstöðu
meðal flokksmanna og gætu átt heima í
skipulagsreglum þessa stóra flokks.
Stjórnmálaflokkar þurfa að laga starfsemi
sína að breyttum aðstæðum og tíðaranda
ekkert síður en aðrir. Aðgerðir á vett-
vangi almannatengsla duga ekki einar og
sér.
Sennilega er þó ein aðgerð umfram
aðrar, sem mundi verða til þess að þeir
sjálfstæðismenn, sem eru óglaðir eftir at-
burði síðustu tveggja vikna, tækju gleði
sína á ný. Hún er sú, að forystumenn og
þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tækju
afgerandi pólitíska forystu í baráttunni
gegn aðild Íslands að Evrópusamband-
inu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
tekið slíka pólitíska forystu, þótt afstaða
síðasta landsfundar flokksins hafi verið
alveg skýr.
Slíka pólitíska forystu tók Sjálfstæð-
isflokkurinn á sínum tíma fyrir stofnun
lýðveldis á Íslandi. Slíka pólitíska forystu
tók hann fyrir inngöngu Íslands í Atl-
antshafsbandalagið og hélt henni til loka
kalda stríðsins. Slíka pólitíska forystu tók
flokkurinn í baráttunni fyrir veru banda-
ríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
og hélt henni til loka.
Þetta hefur flokkurinn ekki gert í bar-
áttunni um aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu. Einstakir þingmenn Sjálfstæð-
isflokksins hafa gengið fram fyrir skjöldu
í þeirri baráttu. Það hafa Pétur Blöndal og
Sigurður Kári Kristjánsson gert og einörð
og kjarkmikil afstaða eins yngsta þing-
manns Sjálfstæðisflokksins, Unnar Brár
Konráðsdóttur, bæði í afstöðu til Icesave
III, þjóðaratkvæðagreiðslu um þann
samning og aðildarmálsins, hefur vakið
sérstaka athygli en Unnur Brá er nú vara-
formaður Heimssýnar, þverpólitískra
samtaka, sem berjast gegn aðild Íslands
að ESB. Þar er greinilega á ferðinni ung
kona með ákveðnar skoðanir, sem hún er
tilbúin til að berjast fyrir.
Á annarri hlið þessarar baráttu á hin-
um pólitíska vettvangi er ríkisstjórnin
með embættismannakerfið á bak við sig
en mótvægið vantar. Í ljósi samþykkta
landsfundar Sjálfstæðisflokksins og sögu
flokksins er eðlilegt að Sjálfstæðisflokk-
urinn taki þessa pólitísku forystu á Al-
þingi.
Vel má vera að það hafi haldið aftur af
þingflokki sjálfstæðismanna að taka af-
gerandi pólitíska forystu í þessari baráttu
að skoðanir eru skiptar innan flokksins í
þessu máli sem mörgum öðrum. Stað-
reynd er hins vegar að svo yfirgnæfandi
meirihluti flokksmanna er andvígur aðild
að önnur skoðun einhvers hóps innan
flokksins og jafnvel einstakra þingmanna
getur ekki haft þau áhrif að Sjálfstæð-
isflokkurinn sem slíkur leiði þessa bar-
áttu hjá sér. Hafi einhverjir aðra skoðun á
því hvernig línur liggja innan flokksins í
þessu stóra máli er auðvelt að ganga úr
skugga um það með atkvæðagreiðslu
meðal flokksmanna allra.
Þetta sjónarmið er sett hér fram
flokksforystu og þingflokki Sjálfstæð-
isflokksins til umhugsunar.
Sviptingar innan Sjálfstæðisflokksins
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
L
angþráður draumur bandarísku geim-
ferðastofnunarinnar, NASA, varð að veruleika
á þessum degi fyrir 49 árum þegar bandarískur
geimfari var í fyrsta skipti sendur á sporbraut
um jörðu. John Glenn hét maðurinn og varð hann á
augabragði þjóðhetja og tákngervingur óbifandi metn-
aðar stórveldisins í vestri.
Glenn, sem var fertugur að aldri, prílaði inn í geim-
hylkið Friendship 7 áður en hann lagði upp í langferð
sem á þessum tíma átti sér engin fordæmi. Fjórir menn
höfðu áður farið út í geiminn, þar af tveir á sporbraut
um jörðu, en enginn hafði í annan tíma rennt sér þrisvar
sinnum kringum hnöttinn. Ferðin tók fjórar klukku-
stundir, 55 mínútur og 23 sekúndur.
Allt gekk vel til að byrja með en eftir fyrsta hringinn
bilaði sjálfstýringin um borð með þeim afleiðingum að
Glenn þurfti að stjórna farinu handvirkt. Um tíma leit
einnig út fyrir að hitavörn farsins hefði losnað sem hefði
getað þýtt að farið fuðraði upp um leið og það kæmi aft-
ur inn í lofthjúp jarðar. Þær áhyggjur voru sem betur fer
ástæðulausar, skynjarinn sem gaf þetta til kynna reynd-
ist bilaður. Glenn lenti heilu og höldnu í Atlantshafinu,
800 mílur suðaustur af Bermúda.
Bandaríska þjóðin, með John F. Kennedy forseta í
broddi fylkingar, bar Glenn á höndum sér í kjölfarið. Af-
rek hans var borið saman við afrek Charles Lindberghs,
sem flaug fyrstur manna yfir Atlantsála árið 1927, og var
Glenn sæmdur sambærilegum heiðursmerkjum og efnt
til skrúðgöngu honum til heiðurs. Skólar og stræti út um
allt land voru nefnd eftir hinni nýju þjóðhetju. Glenn
vingaðist í kjölfarið við Kennedy-fjölskylduna og var á
staðnum þegar Robert F. Kennedy, bróðir forsetans, var
myrtur í Los Angeles árið 1968.
John Glenn hoppaði ekki sísona út í geiminn. Að baki
lá margra ára undirbúningur. Það orð fór af Glenn að
hann væri einn besti tilraunaflugmaður landsins en
sumarið 1957 setti hann hraðamet þegar hann flaug
þvert yfir Bandaríkin, frá Los Angeles til New York, á
þremur klukkustundum og 23 mínútum. Það var fyrsta
flug sinnar tegundar yfir hljóðhraða. Fyrir vikið blasti
við að Glenn tæki þátt í prófunum þegar NASA valdi
fyrstu geimfara sína árið 1958. Þeir þurftu að uppfylla sjö
skilyrði: Að vera brautskráðir tilraunaflugmenn; í topp-
formi; yngri en fertugir; lægri en 180 sentímetrar á hæð;
með leyfi til að fljúga þotum; hafa flogið að minnsta
kosti 1.500 tíma um dagana og hafa háskólagráðu í verk-
fræði. Glenn uppfyllti öll þessi skilyrði og varð einn af
sjö fyrstu geimförum þjóðar sinnar vorið 1957. Hinir
voru Scott Carpenter, Gordon Cooper, Gus Grissom,
Wally Schirra, Alan Shepard og Deke Slayton.
Snemma kom fram krafa um að konur fengju líka að
gerast geimfarar en ýmsir lögðust gegn henni, þeirra á
meðal John Glenn. Erfitt er að meta hvaða áhrif orð
þjóðhetjunnar höfðu á framvindu þess máls en alltént
fór ekki kona út í geiminn á vegum NASA fyrr en 1983,
Sally Ride. Tólf árum síðar var kona í fyrsta sinn leið-
angursstjóri, Eileen Collins.
Glenn lagði geimbúninginn á hilluna árið 1964 til að
bjóða sig fram af hálfu Demókrataflokksins til öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings. Þau áform urðu að engu
þegar hann rann í baðkerinu heima hjá sér og meiddist á
höfði. Fyrir vikið gat hann ekki háð kosningabaráttu af
neinum krafti. Glenn bauð sig aftur fram árið 1970 en
tapaði í prófkjöri. Hann komst loksins á þing fyrir Ohio-
ríki árið 1974 og sat þar óslitið í aldarfjórðung.
Geimurinn freistaði Glenns áfram og árið 1998, þegar
hann var orðinn 77 ára gamall, lagði gamli geimfarinn
leið sína þangað aftur. Uppátækið var umdeilt en til-
gangurinn var að kanna áhrif geimferða á eldri borgara.
Ekki virðist seinni geimferðin hafa verið til ills, alltént er
John Glenn enn meðal vor, orðinn 89 ára.
orri@mbl.is
Glenn fer á
sporbraut
um jörðu
John Glenn geimfari og síðar öldungardeildarþingmaður.
’
Geimurinn freistaði Glenns
áfram og árið 1998, þegar hann
var orðinn 77 ára gamall, lagði gamli
geimfarinn leið sína þangað aftur.
Glenn kemur sér vandlega fyrir í geimhylkinu Friendship 7.
Á þessum degi
20. febrúar 1962
L
iðin vika og raunar síðustu
tvær vikur hafa verið svipt-
ingasamar innan Sjálfstæð-
isflokksins ekki síður en á Al-
þingi. Ákvörðun meirihluta þingflokks
um að styðja Icesave III kom flestum
flokksmönnum í opna skjöldu og ekki
allir á eitt sáttir eftir þær útskýringar og
röksemdir fyrir þeirri afstöðu, sem fram
hafa komið. Skoðanir hafa verið skiptar.
Sumir flokksmenn hafa stutt afstöðu for-
ystu flokksins og meirihluta þingflokks,
aðrir verið henni mjög andsnúnir eins og
m.a. hefur mátt sjá á samþykktum ein-
stakra flokksfélaga og auglýsingu frá
ungum sjálfstæðismönnum, sem birtist
hér í Morgunblaðinu sl. miðvikudag.
Hins vegar var þungu fargi létt af
mörgum flokksmönnum í Sjálfstæð-
isflokknum, þegar ljóst var, að þing-
flokkurinn mundi styðja tillögu á Alþingi
um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
III, þótt þeir hinir sömu hefðu gjarnan
óskað að sú skýra afstaða hefði legið fyrir
strax í upphafi. Með þeirri ákvörðun
tókst þingflokknum að milda nokkuð þá
þungu gagnrýni, sem beindist að þing-
mönnum úr ýmsum hornum innan
flokksins. Þó er ljóst að sú ákvörðun dug-