SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 33

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Page 33
20. febrúar 2011 33 S tjórnmálamenn hafa jafnan mikinn áhuga á lífsbaráttu fólks þegar kastljós fjöl- miðla beinist að því. En þegar þeir finna ekki lengur hitann úr ljóskastaranum missa þeir athyglina og hlaupa á eftir ljósgeislanum. Áhuginn virðist hverfandi á lífskjörum fjölskyldna sem búa undir Eyjafjöllum og hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum eldgossins. Ekki vantaði loforðin um stuðning og að samtakamátturinn væri mærður þegar stjórnmálamenn gátu baðað sig í ljómanum af eldgosinu en nú eru þeir á bak og burt og eftir standa útverðir kerfisins, sem erfitt er að eiga við. Þeir fylgja bókstafnum í reglugerðunum, bæta tjón vegna öskufalls en ekki öskufoks. Er það þó sama askan sem þekur jarðirnar og húsin. Það var lofsvert framtak og sjálfsagt að stjórnvöld skyldu setja fjárveitingu í Bjargráðasjóð til að hlaupa undir bagga með fólkinu, sem átti um sárt að binda af völdum eldgossins. Nú rennur það tímabil út 1. apríl næstkomandi, en ljóst er að glíman við náttúruna og afleið- ingar gossins heldur áfram. Ekki þarf annað en að lesa lýsingu Poulu Kristínar Buch í viðtali sem birtist í Sunnudagsmogganum: „Sumarið var svo gott að maður var orðinn bjartsýnn. Á meðan gróðurinn var urðum við lítið vör við öskuna. En fyrir jól og aftur í janúar vöknuðum við upp við vondan draum, það sást varla á milli húsa í öskumistri. Þá áttuðum við okkur á að þetta var ekki nærri búið.“ Það er ljóst að tryggingarnar bæta ekki neitt, þar sem tjónið er rakið til eldgossins. En Poula og Sigurður Þór Þórhallsson eiginmaður hennar gera sér vonir um að tíminn verði framlengdur, sem Bjargráðasjóður liðsinni þeim í baráttunni við óvægin náttúruöflin. Það er ljótur leikur ef það á að draga þau á svari, halda þeim í óvissu, fram á síðustu mínútu. Og gagnrýnin nær einnig til bankans, sem hét því opinberlega að sýna bændum á áhrifasvæði eldgossins biðlund, en lét þau ekki friði á sama tíma og þau börðust í sortanum við ösku- fokið, það átti að skrifa undir og það strax. En reynslan af eldgosinu ber einnig með sér góðar minningar, sem fela í sér von og fyr- irheit um gott og mannvænlegt samfélag. Þó að ekki sé allt þeim hjónum að skapi, sem gerst hefur eftir hrun, eða öllu heldur hefur ekki gerst, þá eru þau ánægð með stuðninginn sem þau fengu meðan á gosinu stóð og nefna Almannavarnir, heilsugæsluna á staðnum og Rauða krossinn. „Það var haldið svo vel utan um okkur,“ segir Poula. „Við komum úr skítaöskudrullunni með alla familíuna út á Heimaland, þá tók þetta indæla fólk á móti manni … Það mynduðust líka góð tengsl, tvær konur voru algjörar hetjur, við komumst ekki inn í húsið nema faðma þær – þær grættu mig mörgum sinnum. Þær voru svo góðar við litlu stelpurnar okkar að í hvert skipti sem við ökum um Hvolsvöll kemur ekki annað til greina hjá þeirri yngstu en að koma við og faðma Hrafnhildi.“ Og þau bera sérsveit Ríkislögreglustjóra vel söguna, sem fylgdist með mannaferðum, því þjófagengi voru á ferð, og lét vita á hverju kvöldi að hún væri á ferðinni. „Það var svo vinalegt – og segja svo góða nótt! Það var gott að vita af þeim þegar við fórum að sofa.“ Vonandi gefast bændur ekki upp á glímunni við náttúruna undir Eyjafjöllum. En til þess að þeir haldi baráttunni áfram þarf að létta á óvissunni. Fólk, sem sér ekki handa sinna skil í öskufoki, þarf að minnsta kosti að hafa fast land undir fótum. Lamandi óvissa undir Eyjafjöllum „Það er eins og að saga af sér fótinn til þess að missa nokkur kíló.“ Jón Gnarr borgarstjóri spurður hvort ekki hefði verið nær að spara í yfirstjórn borgarinnar en lækka framlög til skóla. „Er það þetta sem þið viljið? Ekkert mál. Þá skulum við bara fara í fæt- ing.“ Magnús Steinþórsson gullsmiður lýsir baráttu við þjófa sem komu á vinnu- stofu hans. „Ég var staddur heima hjá mér í gærkvöldi að borða fisk þegar ég komst allt í einu að því að það væri búið að rífa Icesave- málið út úr fjár- laganefnd.“ Sigmundur Davíð Gunn- laugur, formaður Framsókn- arflokksins. „Ég hugsa að fátt hafi komið nokkrum jafnmikið á óvart á Ís- landi frá því núverandi utanríkisráðherra kom úr sturtu og komst að því að það hefði orðið efnahagshrun.“ Sigmundur Davíð. „[Barcelona] er besta lið knatt- spyrnusögunnar, að mínu mati.“ Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, eftir 2:1-sigur á Barcelona í Meistaradeildinni. „Hefðu þeir komið tveimur mín- útum fyrr hefði ég setið við inn- ganginn, allsber.“ Kona lýsir því þegar Hrafn Gunn- laugsson og Jón Ársæll Þórð- arson komu fyrirvaralaust inn í íbúð hennar við gerð sjónvarps- þáttarins Sjálfstætt fólk. „Ég segi bara sorrý. Elton John sagði Sorry seems to be the hardest word, en þetta er auð- velt fyrir mig að segja. Ég biðst afsökunar. Svona er Ísland í dag.“ Jón Ársæll Þórðarson. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal legt, en er þó áhyggjuefni. Því að svo augljóst virðist að forsetinn hljóti að synja að umhugs- unarfresturinn gæti bent til að hann sé að reyna að finna sér leið framhjá þjóðarviljanum. Því verður þó naumast trúað, enda forsetinn þá búinn að færa sjálfan sig aftur á byrjunarreit. Með hinni afdráttarlausu þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi ársins 2010 er ekki hægt að færa rök fyrir því að málið verði afgreitt án atbeina þjóðarinnar sjálfrar. Þjóðin tekur hina end- anlegu afstöðu sagði forsetinn síðast. Við bætast vísbendingar í skoðanakönnunum um þjóð- arvilja í málinu og hinar 40 þúsund undir- skriftir. Þá var tillaga um þjóðaratkvæði naum- lega felld í þinginu. En þá er spurt. En er ekki þessi samningur betri en sá síðasti? Og það er mikið rétt að vaxtakjörin eru önnur og betri. En enn er litið svo á að Íslendingar skuldi allan höfuðstólinn, þótt fyrir því séu engin rök, öll áhætta situr enn á Íslendingum einum (200-400 milljarðar að mati sérfróðra) og auk þess er búið að flytja varnarþing málsins frá Íslandi, sem er stór- furðulegt. En þetta eru þó í raun óþarfar vangaveltur varðandi afstöðu forsetans. Því bæði í fjölmiðlamálinu og við afgreiðslu á lög- unum um Icesave II sagði forsetinn skýrt og skorinort að hann tæki ekki afstöðu til efnis samningsins. Deilur um efni samningsins væru ekki hans mál. Það væri mikilvægi málsins í augum þjóðarinnar og hans sjálfs og einkum þó vilji þjóðarinnar sem fram væri kominn til að taka sjálfstæðan þátt í afgreiðslu þess sem réði úrslitum. Þjóðin ákveður málið endanlega sagði forsetinn þá. Framhjá þessu kemst forsetinn varla og í raun er ekki nein ástæða til að ætla honum að óreyndu að hann sé að leita leiða til þess. Hvers vegna í ósköpunum skyldi hann gera það? Forseti Íslands tekur við fjörutíu þúsund und- irskriftum sem söfn- uðust á kjosum.is. Morgunblaðið/Ómar forsetinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.