SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Qupperneq 34
34 20. febrúar 2011
Þ
eir sem aldrei hafa verið í sveit á
sumrin og þekkja ekki lífið í sveitinni
eiga kannski erfitt með að ímynda sér
hvernig það er þegar vorið nálgast og
lífið tekur kipp út úr vetrardrunganum. Það er
ákveðin gleði og von í loftinu og sólskin í huga
manns. Lömb, kálfar og folöld hlaupa um túnin
og það verður allt einhvern veginn svo einfalt
og skemmtilegt, enginn flækir lífið nema við
sjálf. En það er ekki endilega allt svona einfalt
hjá dýrunum. Við skiljum ekki dýramál og vit-
um ekki alltaf hvernig þeim líður eða hvað þau
vilja eða vilja ekki. Það er svolítið sérstakt að
maðurinn sem er drottnari jarðarinnar skuli
ekki geta lært dýramál. Ég hélt á tímabili að ég
skildi kálfinn í sveitinni sem barn, en það átti
eftir að breytast.
Það var oft gaman í sveitinni, þegar litlir kálf-
ar voru farnir að geta leikið sér við okkur
krakkana sem vorum í sveit á Kvískerjum í
Öræfum. Það þurfti að gefa sumum þeirra
mjólk af pela og vingaðist ég við einn kálfinn á
bænum, við gátum farið í kapphlaup og elt hvor
annan um túnið. Ég gat farið á bak honum og
haft hann sem hest í smástund áður en hann
henti mér af baki. Eitthvað slettist upp á vin-
skapinn sumarið eftir, þegar hann var orðinn
stærri og gat stangað mann svo fast og hnoðað
að maður missti andann. Seinna varð þessi litli
kálfur að hálfmannýgu nauti sem var sennilega
mér að kenna, honum hafði aldrei líkað að vera
breytt í hest í smástund og hefur eflaust munað
eftir því. Kannski vildi hann bara leika sér
áfram en áttaði sig ekki á því hvað hausinn á
honum var harður. Hann gat orðið svo reiður
að hann sleit girðingar til að reyna að ná í
mann. Ég held að þetta hafi verið eina mannýga
nautið í sveitinni.
Í fréttaferð um Suðurland eins og oft áður
voru nokkrar kýr á beit rétt við veginn við
Kópsvatn. Allt í einu litu þær upp með grasið
standandi út úr munvikunum og tóku á rás upp
litla brekku. Júgrin skutluðust til og frá, í allar
áttir, og mjólkin spýttist út um allt. Spenning-
urinn var svo mikill hjá kusunum – það hlaut
eitthvað að liggja í loftinu.
Í fyrstu hélt ég að ég hefði fælt þær, sem hefði
verið óvenjulegt. En uppi í brekkunni var kýr
sem virtist vera málsvari annarrar kusu sem
stóð hjá henni og baulaði út í loftið.
Ég gekk nær og sá að þarna í grasinu lá lítill
kálfur, aðeins nokkura mínútna gamall. Það
heyrðist lágt muuu og svo hátt muuuuuu, síðan
rumdi í ölllum kúnum í einu, sumar vildu
sleikja kálfinn sem skildi ekki neitt í neinu.
Mamman reyndi að bægja þeim frá þegar þær
gerðust of nærgöngular, allar vildu fá að sjá
kálfinn. Þetta minnir svolítið á konur þegar
þær sjá nýfætt barn, móðureðlið er alltaf eins.
Það hlýtur að vera skrítið að vera nokkura
mínútna gamall og það fyrsta sem maður sér
eru átta hausar með risaaugu eins og golfkúlur,
risajúgur og eyru út um allt að reyna að sleikja
mann.
Þetta minnti mig helst á keppnina Herra Ís-
land sem sýnd var í færeyska sjónvarpinu þegar
ég var þar. Sigurvegarinn grét og brosti í gegn-
um tárin og farðinn lak niður kinnarnar. Allir
hinir keppendurnir hringuðu sig eins og kýrnar
utan um hann og kepptust við að kyssa hann og
grétu með. Það er í eina skiptið sem ég hef séð
Færeyinga, okkar helstu vinaþjóð, hlæja sig
máttlausa að Íslendingum, þeim fannst þetta
svo pínlega fyndið. Þeir léku grátandi Íslend-
inga úti á götu í Þórshöfn og töluðu um að ís-
lenskir karlmenn væru eins og smástelpur í
dúkkuleik. Það skiptið þóttist ég vera danskur
það sem eftir lifði dvalar í Færeyjum!
Ég reyndi að ráða í það sem kýrnar voru að
segja. „Ekki koma nær!“ var eitthvað í áttina og
fyrir vikið hélt ég mér í smáfjarlægð til að trufla
ekki um of fyrstu mínúturnar í lífi kálfsins.
Það gekk ágætlega að mynda litla kálfinn og
kýrnar sem bauluðu til skiptis þar til ein kýrin
fór að skipta sér af mér. Fannst ég greinilega
vera fullágengur við myndatökuna og gaf vel til
kynna að þetta væri orðið fínt. „Það er nóg
komið af myndum!“
Hún fór að nudda hausnum fullharkalega í
myndavélina hjá mér. Ég mundi vel eftir
mannýga tudda í sveitinni í gamla daga og
harða hausnum á honum. Kýrnar eru nú yf-
irleitt mun blíðari en nautin. Ég hafði náð
myndum þar sem kýrnar voru allar að dást að
kálfinum og það var eiginlega augnablikið sem
ég vildi ná – myndin var komin.
Einhvern tíma verður þessi litli kálfur að
stórri kusu eða risanauti sem getur kysst allar
kýrnar til baka og sleikt á þeim hausinn – öllum
í einu. Ef hann kærir sig um.
Komdu nú að
hnusa, kusa!
Það hlaut eitthvað að vera á seyði þegar kýrnar við
Kópsvatn ruku skyndilega af stað svo júgrin sveifl-
uðust í allar áttir. Það stóð líka heima, nýfæddur kálfur
lá þar álengdar í grasinu. Steinhissa á allri athyglinni.
Sagan bak
við myndina
Ragnar Axelsson
rax@mbl.is
Móðirin og málsvari hennar hnusa að kálfinum.
Kýrnar við Kópsvatn bjóða nýfæddan
kálfinn velkominn. Sumar hafa stíft auga
á ljósmyndaranum og gæta þess að hann
syndgi ekki upp á náðina.