SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Side 36

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Side 36
36 20. febrúar 2011 Ferðalög E ftir að hafa eytt tveimur mán- uðum í vellystingum í Argentínu lá leið mín til borgarinnar Cochabamba í Bólivíu í janúar 2010. Þar hafði ég skuldbundið mig til að starfa í að minnsta kosti ár, hjá samtökum sem heita Amanecer (sólarupprás). Eftir sex vikur í málaskóla í Argentínu var ég komin með smágrunn í spænsku og að eigin mati tilbúin í það sem Bólivía hafði upp á að bjóða. Og það var ekkert lítið. Það var eins og ég hefði stigið aftur til for- tíðar með rétt svo annan fótinn í nútíð- inni. Fátæktin, skólausu og skítugu götu- börnin, ruslið, litríkur klæðnaður sveitafólksins, betlararnir með börnin sín bundin á bakið, risahús og eðalvagnar þeirra ríku við hliðina á pappakassa- húsum þeirra sem búa á götunni, stræt- isvagnarnir sem þaktir eru límmiðum, böngsum og trúartáknum, oft svo mikið að erfitt er að sjá út um gluggann og mengunin, í bland við matarlykt götusal- anna, var yfirþyrmandi fyrst í stað. Gríðarlega sterk þvaglykt Ég fékk fyrst vinnu á munaðarleysingja- heimili sem ber nafnið Salomon Klein en þar átti ég að búa ásamt öðrum sjálf- boðaliðum samtakanna. Í Salomon Klein búa um 150 börn og það fyrsta sem mætir þér þegar þú kemur inn fyrir dyrnar á heimilinu er gríðarlega sterk þvaglykt. Ekki eru notaðar einnota bleiur á börnin þar sem það er of dýrt, heldur eru notaðar taubleiur sem eru handþvegnar á hverjum degi. Við sjálfboðaliðarnir búum uppi í risi yfir svefnálmum og matsal barnanna. Lætin, öskrin og gráturinn voru merkilega fljót að venjast sem og dýragarðurinn sem býr með okkur, en fuglar, kettir, mýs, moskítóflugur og einstaka rotta eru dag- legir gestir. Ég var einnig fljót að taka upp hátterni heimamanna og varla var fyrsti mánuðurinn liðinn áður en ég var farin að troða mér inn í strætisvagnana, prútta allt verð niður um helming og háma í mig götumatinn sem mig hafði hryllt við í byrjun. Ég skipti fljótlega um vinnustað og fór að vinna í stúlknaathvarfi sem sam- tökin reka einnig og ber nafnið Madre de Dios (móðir guðs). Athvarfið er eitt af fáum í öllu landinu sem einungis eru ætl- uð stúlkum, mæðrum og börnum þeirra. Allt niður í fimm ára börn eru send þang- að alls staðar að af landinu, en Bólivía er stórt land. Flatarmál þess er yfir milljón ferkílómetrar eða um tíu sinnum stærð Ís- lands. Það er því stundum mikil fjarlægð milli Madre og heimaþorps stúlknanna, svo mikil að fátækir foreldrar hafa stund- um ekki efni á að heimsækja þær og geta því liðið mánuðir milli þess sem stúlkan hittir fjölskyldu sína. Félagskerfið í Bólivíu er einnig það flókið og hægfara að flestar stúlkurnar bíða mánuðum, jafnvel árum saman eftir lausn sinna mála. Þau yngstu sofa saman í rúmi Stelpurnar búa alla daga í athvarfinu, sumar fara ekki út nema rétt í sunnudags- messuna. Aðeins eru 68 rúm svo að oft þurfa þau yngstu að sofa í sama rúmi. Að- eins er opið rými á jarðhæðinni þar sem börnin geta leikið sér en enginn garður er í Madre enda athvarfið til húsa alveg í miðbæ Cochabamba. Í Madre fór ég að vinna með elsta hóp hússins, unglingsstelpur frá 12-17 ára, og er þar enn, ári síðar. Unglingarnir í hópn- um eru að jafnaði tuttugu talsins. Meðan á tíma þeirra í Madre stendur er það á ábyrgð okkar starfsmannanna að nýta þennan tíma sem best. Þær sem dveljast í Madre til langtíma fara í skóla sem einnig er rekin af Amanecer. Við búum þær undir skólagönguna en sumar kunna hvorki að lesa né skrifa. Aðrar sem ekki fara í skól- ann fá heimakennslu með verkefnum sem við útbúum og þeim kennslubókum sem er til að dreifa. Inn á milli, þegar tími gefst til, gerum við handavinnu, prjónum, föndrum, málum eða búum til skartgripi en margar þeirra eru listfengar þegar kemur að föndri. Einnig reynum við að nýta sólardagana þegar leyfi gefst til að Stelpurnar hennar Berglindar Rósar fyrir utan Madre de Dios í febrúar 2011. Stelpurnar þakka fyrir sig. Þær hafa a.m.k. náð valdi á einu íslensku orði, takk. Mín önnur fjölskylda Bólivía. Land með yfir 10 milljón íbúa. Land námuverkamanna, það fátækasta í Suður-Am- eríku. Land sem samkvæmt Lonely planet er ein- angrað en ríkt af náttúruauðlindum og litríkri menningu. Þegar ég ákvað fyrst að fara til Bóli- víu var þetta um það bil allt sem ég vissi um landið. Ég hafði tekið ákvörðun um að fara til Suður-Ameríku sem sjálfboðaliði en menning Suður-Ameríku hefur alla tíð heillað mig. Berglind Rós Karlsdóttir Afraksturinn af piparkökubakstrinum.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.