SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Síða 39
endur ekki standa við stóru orðin. „Endirinn er
vissulega sorglegur, en hreyfir ekki á nokkurn
hátt við manni, einkum og sérílagi vegna þess að
tónlistin sem Turnage leggur til er ekki nægilega
samúðarfull.“
Rýninum þykir lítið til texta Thomas koma
enda þótt verkið sé skömminni skárra en óperan
um æringjann Jerry Springer, sem sami höfundur
kom einmitt að á sínum tíma. „Teiknimyndasen-
ur“, „klisjukenndur texti“ og „skólastráka-
húmor“ sýningarinnar fara fyrir brjóstið á hon-
um.
Skilur ekki tilgang djasstríósins
Gagnrýnandanum þykir líka miður að söngv-
ararnir séu vopnaðir hljóðnemum, slíkt sé aðeins
samboðið söngleikjum, ekki óperum. Gildir þá
einu þótt tilgangurinn sé að koma textanum bet-
ur til skila.
Honum þykja flest hlutverkin heldur rýr og
söngvararnir hafi fyrir vikið fá tækifæri til að sýna
hvað í þeim býr. Eini karakterinn sem rýninum
þykir hafa snefil af siðferði er móðir söguhetj-
unnar sem þó hefur skömm á körlum.
Mikið hefur verið gert úr djasstríói sýning-
arinnar, sem engir aðrir en Peter Erskine, John
Parricelli og John Paul Jones (úr Led Zeppelin)
skipa, en gagnrýnandi The Guardian kallar þátt-
töku þess einfaldlega mont. Tríóið eigi ekkert er-
indi í sýninguna, frekar en svo margt annað.
Ígildi Önnu Nicole Smith rúllar milljarðamæringnum roskna eftir sviðinu í Lundúnum. Hann virkar hress.
Reuters
’
Verkið minnir okkur á að
við höfðum allt, en köst-
uðum því á glæ.
20. febrúar 2011 39
J
ú hann er víst á morgun þessi dagur sem tileinkaður er kon-
um. Og full ástæða til að fagna því. Það er jú bara einu sinni á
ári hverju sem þessar dásamlegu verur fá aðeins meiri athygli
en aðra daga og nú er um að gera fyrir alla þá sem unna kon-
um heitt að láta þær heldur betur finna fyrir því í tilefni dagsins að
þær séu elskaðar, dáðar og dýrkaðar.
Leiðir sem fara má í þeim efnum eru fjölmargar og víst er að flestir
feta sennilega þann veg sem auglýstur er hvað mest, gefa blóm,
bjóða út að borða eða kaupa glingur, jafnvel gull og demanta. Og
engin ástæða til að gera lítið úr því.
En það er samt langskemmtilegast að láta koma sér á óvart og því
hvet ég alla sem ætla að meðhöndla sína kvinnu sérstaklega í dag að
bregða nú aðeins út af samþykktri uppskrift og gera eitthvað allt
annað en búast má við. Læt ég þá eina um að ákveða hvað það skal
vera, sem hafa nennu og hugprýði til þess.
En hvað gerir konu að konu? Fæðist kona sem kona eða verður
hún kona?
Skrifaðar hafa verið bækur og margar frómar ritgerðir til að reyna
að svara þeirri spurningu og kannski engin nokkru nær, nema síður
sé. Ein spurning vekur jafnan fleiri spurningar en svör. Konur hafa
verið nefndar hinum ýmsu nöfnum í gegnum tíðina fyrir það eitt að
vera konur, sum þessi nöfn eru upphefjandi en önnur í meira lagi
niðurdrepandi og engin ástæða til að
telja upp fúkyrði þegar mæra skal
konur á konudegi. Lítum frekar á
þau sem slegin eru sólskini. Hið ljósa
man var heldur betur björt yfirlitum
og á háum stalli (hvort sem það gerir
nokkrum gott). Og sumir hafa kallað
konur himneskar verur, álfadrottn-
ingar, stórborgir, jafnvel heimsálfur, slíkt er ummál dásemdanna.
Nú og svo eru þessar sem eru svo þrungnar kynþokka að hann lekur
út um hverja svitaholu á þeim, eins og einhver Hollywood-stjarnan
komst að orði um sjálfa sig fyrir ekki svo löngu.
Þær eru jú misjafnlega kvenlegar konurnar þó að þær séu með
kynfæri sem taka af allan vafa um hvers kyns þær eru. Og hún er
heldur betur misjöfn skoðun fólks á því hvað sé kvenlegt og hvað
ekki. Einum finnst kannski kona ekki vera almennileg kona nema
hún sé snögghærð, kraftalega vaxin, hamhleypa til verka og liggi
jafnvel djúpt rómur, á meðan öðrum finnst kona ekki standa undir
nafni nema hún sé með sítt og mikið hár, holdlítil, brothætt og
mittismjó sem fyrrnefnd Íslandssól. Sumir vilja hafa konur bjartar,
aðrir kunna betur við þær dimmu. Sumir kunna best við hljóðlátar
og hógværar konur á meðan þær háværu og stjórnsömu höfða meira
til annarra. Stór brjóst, lítil brjóst, breiðar mjaðmir, grannar
mjaðmir, langir leggir, stuttir leggir, daðursfullar dræsur, nið-
urlútar nunnur … þær eru svo dásamlega allskonar konurnar. Sem
betur fer.
Jafn margar og fjölbreyttar útgáfur eru til af konum og þær eru
margar en hvernig svo sem Guð hefur skapað þeirra skrokk þá er
það væntanlega sálin sjálf sem í þeim álfakroppi býr sem skiptir
mestu máli. Þetta sem enginn sér en allir finna. Og ein sál höfðar
meira til einhvers en önnur. Og blessaðar sálirnar eru sem betur fer
líka jafn misjafnar og þær eru margar, blómin á jörðinni spretta jú
upp úr ólíkum jarðvegi.
Til hamingju með daginn, konur! Þið eruð hrein dásemdardýrð!
Þið þessi blómstur sem bætið hvern dag.
Hvað skyldi Brad gera fyrir Angelinu á konudaginn?
Um konu, frá
konu, til konu
Stigið í
vænginn
Kristín Heiða
khk@mbl.is
Íbúar í hverfi nokkru í bænum San
Mateo í Kaliforníu hafa verið á
varðbergi eftir á meira en sex
hundruð hlutir hafa horfið af snúr-
um og úr görðum á undanförnum
þremur árum. Um er að ræða
klæði, tuskubangsa og aðra
smærri hluti. Yfirgnæfandi líkur
þóttu á því að þjófur væri á ferð og
var öryggismyndavél fyrir vikið kom-
ið fyrir í hverfinu. Komst þá upp um
strákinn Tuma sem reyndist vera pattaralegur fress-
köttur, Dusty að nafni. Mun hann mest hafa sankað
að sér ellefu hlutum eina og sömu nóttina. Eigendur
Dustys lofa að fylgjast betur með honum framvegis.
Stelsjúkur köttur
Kettir geta ver-
ið fingralangir.
Yoweri Museveni, forseti Úganda,
íhugar nú að senda frá sér rapp-
plötu eftir að rappútsetning hans á
tveimur gömlum barnagælum sló í
gegn á kosningafundum fyrir
skemmstu. Gælurnar eru nú spil-
aðar í tætlur á útvarpsstöðvum og
diskótekum landsins eftir að upp-
tökustjóri úr hipphopp-geiranum
fór höndum um þær. „Ég er í skýj-
unum með viðtökurnar enda þýðir
þetta að æska landsins hefur brennandi áhuga á tón-
list forfeðra sinna,“ segir hinn 67 ára Museveni sem
hefur fleiri tromp á hendi. „Þegar kosningarnar verða
afstaðnar er aldrei að vita nema ég dusti rykið af fleiri
lögum og gefi út plötu.“ Áhugasömum er bent á að
lögin tvö heita Naatema akati og Mp’enkoni.
Rappandi forseti
Yoweri Muse-
veni forseti.
ir andstæðinga stjórnvalda? Í huga … Krafa Steingríms Hermannssonar
um að fá nákvæma skrá yfir heimilisföng allra þeirra sem mótmæla
mannréttindasviptingunni í bráðabirgðalögunum sýnir að núverandi
ríkisstjórn er reiðubúin að beita ótrúlegustu þvingunaraðgerðum til að
beygja fólkið í landinu,“ sagði í leiðara Þjóðviljans 12. október 1983.
Miklar geðshræringar fylgdu þessum efnahagsráðstöfunum sem þá-
verandi ríkisstjón greip til, fyrir bráðum 28 árum. Forsætisráðherrann
og forseti Alþýðusambands Íslands, Ásmundur Stefánsson, mættust í
sjónvarpssal þar sem sá síðarnefndi lýsti kjörum almennings svo bágum
að þorri þjóðar þyrfti að gera sér grjónagraut að góðu í matinn. „Mér
finnst grjónagrautur góður,“ sagði Steingrímur. Yfirlýsingin var óvænt
og sló forystu launafólks úr af laginu. Taflið snerist við. Skyndilega öðl-
uðust ráðstafanir ríkisstjórnarinnar stuðning almennings.
„Enginn skyldi að minnsta kosti vanmeta þýðingu grautarins ef grjón
eiga í framtíðinni að leysa lífskreppuna hjá þegnum forsætisráðherrans,“
sagði Dagfari í DV.
Steingrímur Hermannsson var rafmagnsverkfræðingur að mennt.
Þingmaður Framsóknarflokksins í nær þrjátíu ár, formaður flokksins
lengi og ráðherra – meðal annars forsætisráðherra í þremur stjórnum.
„Sem stjórnmálamaður markaði Steingrímur áberandi spor í sögu
samtímans … Hann lagði grunn að gerð þjóðarsáttar í efnahags- og at-
vinnumálum og átti stóran þátt í þeim árangri sem náðist í baráttu við
verðbólguna. Steingrímur Hermannsson skipar stóran og verðskuldaðan
sess í sögu íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum 20. aldar,“ sagði Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í minn-
ingargrein um Steingrím þegar hann féll frá á sl. ári.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Sem stjórn-
málamaður
markaði
Steingrímur
áberandi spor í
sögu samtímans
Sigmundur Davíð
’
Fæðist kona
sem kona eða
verður hún
kona?