SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Síða 43

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Síða 43
20. febrúar 2011 43 ’ Samkomur á borð við Stokkhólmsmessuna eru líka félagslegt fyrirbæri. Maria Westerberg hlaut „grænu verðlaun“ hönnunarsýningarinnar 2011 fyrir þennan hægindastól úr tágum, málmi og taubútum. tagi var meðhöndlaður af sömu natni og á sjötta og sjöunda áratugnum, sömu- leiðis önnur náttúruleg efni á borð við tágar, kork, hamp o.s.frv. Helstu fyr- irtækin í bransanum, Muuto, Swedese, Lammhults, svo og efnileg smáfyrir- tæki, gerðu út á viðarhúsgögn þar sem eðlisþættir viðarins voru sérstaklega áréttaðir, eða þá skemmtilega dulbúnir, eins og „rókókó“-stólarnir úr gróflega tálguðum og máluðum við eftir Jens Fa- ger (Muuto). Og hvort sem sýningar- gestir stjórnuðust af forvitni eða ein- hvers konar „retró“ tilfinningum, var alltaf mikil þröng á þingi í námunda við bás japanska fyrirtækisins Kitani, sem sérhæfir sig í endurgerð klassískra danskra húsgagna; þar stóð undursam- lega formaður K-stóll Helle Damkjær á upplýstum stalli eins og helgiskrín. Svipað aðdráttarafl hafði Miss Holly, elegant tilbrigði Jónasar Lindvall um klassískan Shaker-stól úr ljósum viði frá Stolab, gamalgrónu sænsku „snikkarafyrirtæki“ . Og norskum hönnuðum tókst að vera allt í senn, náttúrulegir, vistvænir, alþjóðlegir og þjóðlegir, samanber últramódern lamp- askerma Cathrine Kullberg úr norskum trjáberki. Einnig var mjög áberandi hreyfing í átt til „grænnar“ eða vistvænnar hönn- unar hjá flestum málsmetandi fyrir- tækjum. Raunar skaraðist þetta við trendið hér að ofan, því mörg viðarhús- gögnin voru gerð úr endurnýtanlegu viðarkurli eða öðrum viðarúrgangi. OF- FECCT, eitt af spútnikunum í sænskri hönnun, sýndi Oasis-línuna, sem er til- raun til að plöntuvæða bæði híbýli og fyrirtæki með svokölluðum „grænum eyjum“. Green Furniture Sweden hefur í tvígang fengið verðlaun kaupstefn- unnar fyrir vistvæna hönnun, fyrir lampann „Lauf“ úr filti og viði 2010 og í ár fyrir hægindastól Marie Westerberg úr tágagrind og tuskum, sem hægt er að skipta út þegar þær ganga úr sér. Form us with Friends, stórskemmtilegt fyrir- tæki með bækistöðvar í miðborginni, hafði þróað veggeiningar úr litaðri steypu og afgangshálmi, sem voru bæði aðlaðandi og hljóðeinangrandi, auk þess sem hægt var að færa þær til og frá á segulfestingum. Kannski markverðasta framlag íslensks hönnuðar til mess- unnar í ár er líka á „grænum“ nótum, nefnilega „furnibloom“ húsgögn Dag- nýjar Bjarnadóttur, sem nýtast öðrum þræði til ræktunar blóma og kryddjurta. Framtíðarmúsíkin í hönnuninni En auðvitað er töluverða vanahugsun einnig að finna á risavaxinni hús- gagnahönnunarsýningu eins og þessari. Því gerði það manni gott að skyggnast um í Gróðurhúsinu, þar sem hljómaði framtíðarmúsíkin í hönnuninni. Þar var hugmyndaauðgin stundum slík að verkleg þekking varð undan að láta, en þegar best lét tókust ungir hönnuðir frá Norðurlöndunum, Eystrasalti og Shanghæ (þökk sé kínversk-sænsku skólasamstarfi) á við helstu forsendur húsgagna- og pródúkthönnunar af ein- urð og smitandi leikgleði. Hér hefði ég viljað sjá fulltrúa frá Listaháskóla Ís- lands etja kappi við erlenda jafnaldra sína. Gróðurhúsið er tvímælalaust ein helsta skrautfjöður Stokkhólmsmess- unnar, og skilur á milli hennar og ann- arra kaupstefna í hönnunargeiranum. En samkomur á borð við Stokk- hólmsmessuna eru líka félagslegt fyr- irbæri; gefa hönnuðum tækifæri til að sýna sig og sjá aðra, og áhugafólki tök á að berja augum helstu „stjörnur“ al- þjóðlegrar hönnunar. Heiðursgestur há- tíðarinnar, Arik Levy, var mjög svo sýnilegur og viðræðugóður. Meðal ann- arra víðfrægra hönnuða á stjái voru hinir geðþekku Campana-bræður, þeir Humberto og Fernando frá Brasilíu, en þeir voru staddir þar á vegum gólf- dúkafyrirtækisins Bolon. En í heildina séð var ekkert hönnunarteymi eins áberandi og þríeykið Claesson Koivisto Rune. Þeir félagar höfðu nýlega tekið í gegn og hannað nýtt útlit fyrir tvö hót- el í miðbænum, Nobis og Hótel Skepps- holmen; þau prójekt voru kynnt fyrir hönnunarpressunni, sömuleiðis höfuð- stöðvar hönnunarfyrirtækisins Offecct; þeir höfðu hannað díóðulampa úr hert- um pappa sem finna mátti á kaupstefn- unni, glerskálar fyrir Gallery Pascal (og verðlaunaskartgripi fyrir sama gallerí í fyrra) og loks hönnunargripi úr silfri og gleri fyrir tvö fyrirtæki, sem einnig voru til sýnis í miðbænum. Að auki mátti finna eldri hönnun þeirra í öllum helstu hönnunarverslunum Stokkhólms. Eero Koivisto var því kampakátur, og sama má í raun segja um aðra sænska hönnuði sem rætt var við. Þeir voru allir á því að hvernig sem veröldin velt- ist, væri sænsk hönnun í uppsveiflu. En lykillinn að þeirri velgengni væri frem- ur alþjóðleg samvinna en jákvæð vaxt- arskilyrði innanlands; meira máli skipti að hönnunin væri góð heldur en sænsk. John Löfgren hjá FORM US WITH LOVE kynnir „Hexagon“, færanlegar, litríkar og hljóðeinangrandi veggeiningar úr afgangshálmi og steypu, gerðar fyrir Träulit. Japanski framleiðandinn KITANI sýndi end- urgerð K-stóls Helle Damkjær. WOODSTOCKHOLM sýndi litríka stólalínu Lars Stensö úr endurnýtanlegum krossvið. Vanessa Hordies sýndi tösku og ábreiðu ut- an um tölvu úr endurnýtanlegum filtefnum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.