SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 20.02.2011, Blaðsíða 45
20. febrúar 2011 45 Þ að er miklu betra að upplifa með því að lesa sjálfur en að láta aðra ákveða fyrir sig hvernig bók er. Þetta sann- reyndi ég enn einu sinni nú á dögunum þegar ég las stór- merkilega ævisögu rithöfund- arins Somersets Maughams eftir Selinu Hastings. Þetta er ein af þessum 600 blaðsíðna ævisög- um sem Bretar eru svo lagnir við að skrifa. Áður en ég las bókina hafði ég lesið lofsamlega gagn- rýni um hana. Gagnýnandinn hélt því reyndar fram að bókin drægi upp einkar ógeðfellda mynd af Maugham. Dómurinn allur, sem var vel skrifaður, einkennd- ist af and- úð gagn- rýnandans á persónuleika Maughams. Ég las bókina og var sammála gagnrýnandanum um gæði hennar en himinhrópandi ósammála um Maugham sjálfan. Vissulega var hann stundum dyntóttur og meinyrtur, en öll eigum við okkar vondu daga. Gagnrýnandinn sagði að Maug- ham hefði komið illa fram við konu sína. En hún kom einnig illa fram við hann. Maugham kunni aldrei vel við konu sína og kvæntist henni einungis af því að hún var barnshafandi eftir hann. Þau áttu einfaldlega skelfilega illa saman og auðvitað er það hreint helvíti fyrir hvern sem er að þurfa að vera undir sama þaki og manneskja sem hann þolir ekki. Auk þess er það varla uppskrift að hamingju þegar samkynhneigður karl- maður gangur í hjónaband með konu. Gagnrýnandinn sem hamaðist í Maugham var á villigötum því hann var að leita að fullkominni manneskju. Hinn mannlegi Maugham er lifandi í öllum sín- um miklu og merkilegu mót- sögnum í góðri ævisögu. Stund- um algjörlega óþolandi. En stundum líka aðdáunarverður maður sem átti til blíðu, við- kvæmni og örlæti. Mann- legur Maug- ham Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ Reynd- ar ein- kennd- ist dómurinn allur, sem var vel skrifaður, af andúð gagnrýnand- ans á per- sónuleika Maughams. Ég á það til að taka langar lestrarlotur, prjónalotur og sjónvarpsþáttaglápslotur á víxl. Þegar ég er í lestrarlotu liggur oft bunki af bókum á náttborð- inu og ég legg þá sem verður fyrir valinu vanalega ekki frá mér fyrr en hún er búin. Þetta getur vald- ið svefnlausum nóttum og það skýrir eflaust af hverju bókalotur vara ekki endalaust hjá mér. Ég fer oft á Borgarbókasafnið í Tryggagötu með syni mínum fjögurra ára sem veitir mér sjaldnast frið til að velja bækur fyrir sjálfa mig. Því eru það oft- ast erlendar kiljur sem stillt hefur verið upp af starfsmönnum safnsins sem lenda í pokanum eða bækur sem liggja ofarlega á skilavagni. Seinasta lestrarlota hófst á aðventunni og er ný- lokið, þema hennar skandinavískar glæpasögur. Ég byrjaði á nokkrum bókum eftir hina sænsku Camillu Läckberg en sneri mér svo að norska höf- undinum Jo Nesbø. Mér þótti aðalsöguhetja hans, Harry Hole, frekar óviðkunnanlegur og sjarmalaus náungi þannig að ég lagði Jo í salt eftir tvær bækur og hófst þá handa við lestur bóka Yrsu Sigurðar- dóttur sem höfðu alveg farið fram hjá mér fram að því. Ég hef alltaf verið veik fyrir svolitlum drauga- gangi í bland við spennu og því hittir höfundurinn beint í mark hjá mér, eins og hún virðist gera hjá stórum hópi lesenda. Tvær enskar glæpasögur fengu svo að fljóta með hinum norrænu, fremur ómerkileg saga sem heitir Emma’s Baby og segir af móður sem týnir barninu sínu á brautarstöð í London. Eftir þetta glæpasagnamaraþon fannst mér tími til kominn að breyta til og þá var það meðal annars bókarkápan fallega sem seldi mér bókina Svar við bréfi Helgu. Aldeilis fín tilbreyting frá glæpa- sögustílnum að lesa textann sem skrifaður var eins og af gömlum bónda á fyrrihluta síðustu aldar. Raunsæisleg bók, fyndin og sorgleg í senn. Nú er formlegri bókalotu lokið, annað tekið við, en á náttborðinu hvíla samt sem áður tvær hand- bækur. Annars vegar snilldarverkið Saumahand- bókin og hins vegar Your Pregnancy Bible. Góðar og gagnlegar handbækur, hvor á sinn hátt. Lesarinn Ólöf Ólafsdóttir líffræðingur Lestrarlotur, prjónalotur og sjónvarpsþáttaglápslotur Skáldkonan Yrsa Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Ernir LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 MOLDARSLJÓS 19.-20.2. 2011 Tónleikar laugardag kl. 14 og 15; Tónlistarhópurinn CAPUT flytur verk Hauks Tómassonar, Moldarljós. Listamannaspjall - sunnudag kl. 14, Eggert Pétursson fjallar um verk sitt, Moldarljós. LANDSLAG Í LISTASAFNI 5. - 22.2. 2011 Sýning á verkum nem. barna- og unglingad. Myndlistaskólans í Rvk ÞAÐ BLÆÐIR ÚR MORGUNSÁRINU 22.1. - 13.2. 2011 Jónas E. Svafár MARENGS veitingastaður á 2. hæð. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar AUGASTAÐIR-BEHIND MY EYES Ný verk eftir Óla G. Aðalsteinn Ingólfsson verður með leiðsögn 19. feb. kl. 14.00 Byggðasafn Reykjanesbæjar: Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar: 100 bátalíkön Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78 (11.2. - 29.5. 2011) Leiðsögn sun. 13.2. kl. 14: Ásdís Ólafsdóttir sýningarstjóri HÚSGÖGN Í HÖRPU - samkeppnistillögur (14.1. - 13.3. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17 KRAUM og kaffi Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Ásýnd landsins: Vatnið, jörðin, hafið og himinninn Daði Guðbjörnsson, Gunnlaugur Ó. Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Rúrí, Vilhjálmur Þ. Bergsson Sýningarstjóri: Guðbergur Bergsson Sýningin stendur til 20.02.2011 Aðgangur 500 kr. Ókeypis á miðvikudögum Safnið er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga www.gerdasafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ Gunnhildur Hauksdóttir og Kristín Ómarsdóttir Gjöf til þín, yðar hátign Áheyrnarprufur á lau. kl. 13 Páll Haukur Björnsson Við bjuggum til okkar eigin leiki Listamannaspjall sun. 20. feb. kl. 15 Curver Thoroddsen Fjölskyldukvintettinn II Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Ljósmyndari Mývetninga Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar Stoppað í fat Viðgerðir munir úr safneign Stokkar og kistlar Útskornir með höfðaletri Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 20. febrúar Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga 11-17 Þjóðleg fagurfræði 12 listamenn – tvennra tíma Sýningu lýkur 27. febrúar Kaffistofa leskró – leikkró OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði 12. febrúar – 13. mars 2011 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands Libia Castro og Ólafur Ólafsson 8. janúar – 21. febrúar Kjarvalar – Stefán Jónsson Síðasta sýningarhelgi Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.