SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Síða 4

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Síða 4
4 31. júlí 2011 Það er ekki bara í Kína sem finna má eftirlíkingar af merkjavöru á góðu verði sem oft eru ekkert svo ólíkar þeim ekta í útliti. Þeir sem hafa ferðast til Tyrklands hafa kannski komið heim með eitt „Gucci“-veski eða „Levis“-buxur, en þar ytra úir og grúir af slíkum versl- unum. Í New York fer slík sala ekki jafn opinberlega fram en þeir sem rölta eftir Canal Street mega vera við- búnir því að heyra hvíslað laumulega „Fendi, Fendi, Ro- lex, Rolex“ af götusölum sem þar raða sér upp og leiða viðskiptavini sína svo jafnvel um þrönga ganga og bak- stiga að góssinu. Í Bangkok mega viðskiptavinir sem láta sauma á sig skó líka búast við því að vera spurðir hvaða vörumerki þeir vilji fá saumað í skóna? Svona ganga nú kaupin fyrir sig á eyrinni sums staðar en víða eru viðurlög gegn slíku hörð. Til að mynda segir í ítölsk- um lögum að hver sá sem dreifi falsaðri vöru, undir því yfirskini að um raunverulega útgáfu sé að ræða, geti hlotið allt að 20.000 evra sekt, sem samsvarar rúmlega þremur milljónum íslenskra króna, eða tveggja ára fang- elsisvist. Hvaða vörumerki má bjóða þér að fá saumað í skóna? Ætli þessi sé ekta eður ei. Getur þú séð muninn? Y firvöld í kínversku borginni Kunming hafa gert tveimur Apple-verslunum að loka. Þar voru vissulega til sölu ekta Apple-vörur en verslunin sjálf var hins vegar eftirlíking af Apple-verslun. Rannsókn á ólöglegum verslunum ku hafa verið hrundið af stað eftir að bandarískur bloggari komst á snoðir um einstaklega vandaða eftirgerð af „Apple- verslun“. Virtist verslunin svo ekta að starfsfólkið var þess fullvisst að það ynni í alvöru fyrir Apple- fyrirtækið. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að fimm „Apple-verslanir“ í borginni seldu Apple- vörur án leyfis frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Aðeins tveimur var þó gert að loka. Apple-vörumerkið er eitt það verðmætasta í heiminum en mikið er um að ólögmætir milliliðir selji áfram ekta Apple-vörur sem þeir hafa smyglað til Kína til að sleppa við skatta. Í raun eru aðeins fjórar ósviknar Apple-verslanir í Kína og er þær að finna í Peking og Shanghai. Frá þessu segir á fréttavef Reuters. Reglum ekki framfylgt Kínversk yfirvöld hafa hingað til ekki verið þekkt fyrir að fylgja fast eftir lögum um höfundarrétt. Kínversk lög miða þó að því að vernda vörumerki og einnig segir í reglum að ólöglegt sé að herma eftir útliti verslana. Kvartað hefur verið yfir því bæði í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum löndum hve langt Kína sé á eftir í baráttunni gegn höfundarréttarstuldi. Í maí síðastliðnum var Kína til að mynda í sjöunda sæti bandaríska viðskipta- ráðsins yfir þau lönd sem síst koma í veg fyrir slíkan stuld. Eftirlíking eða fölsun Apple-vörur eru ekki það eina sem þarf að hafa eftirlit með í Kína en landið hefur löngum verið þekkt fyrir að framleiða ógrynni eftirlíkinga af fatnaði og varningi af ýmsu tagi. Bandaríska vef- síðan cbsnews.com segir frá því að fyrir nokkrum árum hafi útsendarar bandaríska fréttaskýr- ingaþáttarins 60 mínútna fundið litla verslun í kínversku borginni Donguan. Þar var hægt að kaupa Callaway-golfsett á rétt rúmlega 30.000 krónur. En í Bandaríkjunum kostar slíkt sett um 350.000 krónur. Þetta lága verð viðurkenndi verslunareigandinn fúslega að væri vegna þess að settið væri eftirlíking. Eða fölsun eins og for- svarsmenn Callaway myndu kalla það. Verk- smiðja í Donguan framleiðir ein 500 slík sett á viku og hafa starfsmenn verksmiðjunnar ekki hugmynd um að þeir séu að vinna ólöglegt starf. Vörur eru búnar til samkvæmt móti og það mót gengur síðan gjarnan mann fram af manni. Þann- ig verður vörufölsun fjölskylduiðja, ef svo má segja. Víða um Kína má finna slíkar verslanir og jafnvel heilu verslunarmiðstöðvarnar sem eru ekkert nema eftirlíkingar af öllu því fínasta og flottasta sem finnst í fatamerkjum. Ef til vill eru Kínverjar nú eitthvað að taka sig á í þessum mál- um. Í það minnsta ef marka má nýjustu rannsókn en auk þess hafa falsaðar vörur reglulega verið gerðar upptækar í skipulögðum áhlaupum lög- reglu síðastliðin ár. Fáa hefði grunað að þessi kínverska Apple verslun væri ekki ósvikin. Reuter Fölsuðu eplin kramin í Kína Yfirvöld gera rannsókn á ólöglegum verslunum Vikuspegill María Ólafsdóttir maria@mbl.is Sumar eftirlíkingar eru vel gerðar og erfitt að greina muninn nema maður þekki vel til. Reuters Sex and the City-skvísan Samantha Jones gafst upp á biðinni eftir að eign- ast Birkin-tösku. Hún keypti sér því gervitösku úr bílskotti töskusala. Skömmu síðar sakaði hún stúlku eina í sam- kvæmi um að hafa stolið gervitöskunni. Kom þá í ljós að umrædd taska var stúlk- unnar og ekta í þokkabót. Birkin-taskan var ekki gervi

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.