SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Page 18
18 31. júlí 2011
Kapphlaupið hafið um „besta“ staðinn fyrir tjöldin á þjóðhátíðinni.
Hvítt þorp
á þjóðhátíð
H
vítt þorp rís í Vestmannaeyjum á ári hverju. Það er fastur liður að heima-
menn reisa hvít tjöld og eiga sér samastað þar meðan á þjóðhátíð stendur.
Hælarnir eru settir niður á miðvikudegi og úthlutunin minnir á aðferð-
ina sem viðhöfð var við landnámið í Ameríku – haldið kapphlaup og hver
hleypur að sinni þúfu. Menn eru vanafastir í þeim efnum, eins og öðrum á
þessari hátíð eyjarskeggja.
Tjaldbúðunum er skipt eftir götum og setja nokkrar götur í einu upp sínar grindur daginn
eftir. Síðan mætir fólk með tjalddúkana fyrir hádegi á föstudeginum og innanstokksmunina.
Kennir þar ýmissa grasa. „Svo eru menn að tínast í tjöldin fram eftir degi, það fer eftir hvað
menn hafa fengið sér mikið af hóstasaft deginum áður,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson,
sem fyrir utan að vera einn tjaldeigenda í þorpinu hefur það ábyrgðarmikla hlutverk að vera
kynnir þjóðhátíðar.
Og honum leist vel á eftir setninguna á föstudag. „Í svona hæglætisveðri og rigningu
magnast stemningin í tjöldunum.“
Það verður því líf í tuskunum í hvíta þorpinu um helgina.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Þrjár blómarósir í þjóðhátíðarskapi, enda kunna þær að klæða sig eftir veðri.
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson