SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Page 20

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Page 20
20 31. júlí 2011 Þegar sólin skín, þá er kökuborðinu skellt út undir tjaldvegg og barnabörn- in, tvíburarnir Ágústa og Valur And- ersen, leika sér í grasinu . F jölskyldan hefur verið með tjald frá því ég fæddist,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson. „Ég reyndar náði að týna því eina þjóðhátíð- ina, náði ekki í það á réttum tíma og það fauk í óveðri á þriðjudeginum. Þá urðum við að kaupa nýtt tjald. En það hefur líka orðið endurnýjun víða, menn eru farnir að vera með tvöfalt tjald og ætli þau stærstu séu ekki tíu fermetrar.“ Látlaust fjör í sumum tjöldum Tjaldið er samkomustaður fjölskyldunnar allan sólar- hringinn, að sögn Bjarna. „Það fer eftir því hvað menn eru duglegir,“ segir hann og hlær. „Margar fjölskyldur hafa fastar samkomustundir fyrir fjöl- skylduna, sem eru á kaffitíma. Þá kemur fólk með þjóðhátíðarterturnar sínar, flatkökur, brauðtertur og annað slíkt, og yfirleitt er þetta fyrir eða eftir barna- dagskrána. Oftast er eitthvað um að vera um kvöldið, pylsupartí eða humarsúpa. Aðrir hafa fastan tíma í kringum miðnætti, eftir brennuna, flugeldasýninguna og brekkusönginn. Föstu punktarnir eru því kaffið, kvöldmatur og miðnættið. En svo er látlaust fjör í sumum tjöldum allt kvöldið, hjá söngelskustu fjöl- skyldunum er stöðugt söngur og gítarspil.“ Bjarni segir menn íhaldssama á staði fyrir tjöldin. „Menn nánast skriðtækla til að vera fyrstir á sinn blett. Svo vanafastir eru menn að það hafa orðið vin- slit. En svo grær það alltaf saman aftur.“ Og Eyjamenn taka vel á móti gestum. „Öllum sem sýna kurteisi og koma með vinarþel í huga er tekið vel og yfirleitt boðið upp á veitingar, hvort sem það er í formi drykkjar eða lætt að viðkomandi flatköku eða samloku. Stundum er fólk svo aðframkomið og illa haldið af hungri þegar það kemur inn að fólk telur sig gera mikið góðverk með því að gefa því að borða.“ Nostrað er við innréttingarnar hjá Bjarna eins og öðrum. „Ég er með gamla bíóbekki úr bíóinu í Vest- mannaeyjum, náði mér í fjögur sæti fyrir fjölskyld- una. Síðan höfum við hefðbundna trébekki og borð. Oftast höfum við tvöfalt tjald, reyndar ekki núna, og þá erum við með leðursófasett í hinum endanum. Svo er að sjálfsögðu koffort og skápur undir kaffi, sam- lokur og annað slíkt – og lunda þegar hægt er að fá hann.“ Fjölskyldan aldrei misst úr þjóðhátíð Bjarni efast um að þjóðhátíð hafi nokkurn tíma fallið niður hjá fjölskyldunni. „Við erum sjö systkinin og þegar þessi elstu heltust úr lestinni tóku þau yngri við. Ég hef verið með tjald síðan á níunda áratugnum. Ég fór sjálfur fyrst á þjóðhátíð árið 1980 og hef komið Bjarni Ólafur Guðmundsson Stólar úr bíóinu og leðursófasett Blysið logar og vongóðir krakkar bíða við veisluborðið.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.