SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Page 24
24 31. júlí 2011
Þ
að vegur þungt og skilur eftir ör á sálinni að horfa á lítið barn
svangt og veikburða með ótta í augunum, ótta yfir einhverju
sem það veit ekki hvað er og skilur ekki. Af hverju þarf því að
líða svona illa? Þessi litlu börn hafa jafnvel aldrei lifað góða
tíma á stuttri ævi. Litla barnið á myndinni horfði bænaraugum á móður
sína sem var eina von þess og barnið treysti á. Barnið vissi ekki að það
var stutt eftir. Móðirin sem var veikburða og barðist af öllum mætti við
að halda lífi til að vernda veikburða barnið sitt og gefa því að borða.
Hver myndi ekki gera það fyrir börnin sín í okkar heimshluta?
Myndin er tekin í athvarfi í Mósambík þar sem mæður hittust til að
styðja hver aðra, þær áttu það sameiginlegt að vera allar með alnæmi og
sum börnin voru líka smituð af þessum illvíga vírus.
Tveimur vikum eftir ferð okkar Þóris Guðmundssonar frá Rauða
krossinum og Hjálmars Sveinssonar útvarpsmanns til Afríku hringdi
Þórir og sagði að allir sem ég hafði myndað og voru að berjast fyrir lífi
sínu væru dánir, líka móðir litla barnsins. Rauði krossinn fylgdist vel
með öllum börnunum sem misstu foreldra sína og kom þeim fyrir hjá
nánum ættingjum.
Nú steðjar að einhver mesta vá síðari tíma í Austur-Afríku. Í Kenía,
Eþíópíu og Sómalíu þar sem lítil börn og fjölskyldur þjást af hungri og
vannæringu sem er komin á fjórða stig í mörgum tilvikum og lífslíkur
minnka með hverjum deginum sem líður. Mestu þurrkar í 60 ár og ugg-
vænleg hungursneyð getur fellt milljónir manna. Um 3,7 milljónir eru
við dauðans dyr, einn þriðji íbúa Sómalíu. Ekki eru þurrkarnir á vanda
Sómalíu bætandi en þar ríkir óöld, öfgafullir stríðsherrar og ræningjar
stela öllum mat og banna hjálparsamtökum að hjálpa nauðstöddum.
Þannig hefur það verið síðustu tuttugu og fimm árin og engin stjórn á
neinu. Milljónir manna eru á flótta svo vikum skiptir í leit að mat og
vatni. Fjölmiðlar og heimurinn allur hafa verið lengi að taka við sér og
sýna hvað hefur verið að gerast í raun og veru. Hjálparstofnanir í heim-
inum eins og Rauði krossinn og UNICEF hafa þó alltaf verið til staðar og
gert allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga fólki. Fáir einstaklingar
hafa hjálpað eins mikið í Afríku og Bill og Melinda Gates. Einnig hafa
tónlistarmenn á borð við Bono í U2 og Bob Geldof staðið vaktina og bent
á þá vá sem vofir yfir. Þegar þeir fara á svæðin mæta fjölmiðlar þangað
líka.
Fyrir nokkrum árum þegar hungursneyð geisaði í Afríku fóru fjöl-
miðlar um svæðin og sýndu heiminum hvernig ástandið raunverulega
var. Þjóðir heims risu upp til hjálpar og söfnuðu peningum og sendu föt
og mat til nauðstaddra. En tímarnir hafa breyst og fjölmiðlar heimsins
hafa breyst. Allt í einu var þess konar efni varla birtingarhæft, tímarit
og dagblöð sem áður birtu stórar myndir og greinar um hungursneyð
hættu nánast að birta myndir af slíkum hörmungum.
Þessum myndum og greinum var ýtt út, voru taldar of óþægilegar
fyrir lesendur. Stundum þarf að sýna það sem er óþægilegt á mynd-
rænan hátt til þess að opna augu heimsins fyrir því hvernig er komið
fyrir fólki, þó sumir vilji lifa lífinu með lokuð augun.
Ljósmyndarinn Kevin Carter myndaði lítið barn fyrir fáeinum árum
aðframkomið af hungri, aðeins einn kílómetra frá hjálparbúðum, þar
sem hrægammur beið átekta eftir því að geta ráðist á barnið þegar það
gæfist upp. Ljósmyndin fór um allan heim og sýndi raunveruleikann og
lífsbaráttuna í Súdan þegar hungrið sverfur að. Ljósmyndarinn sem
sýndi umheiminum í myndum hvernig ástandið væri varð fyrir svo
miklu aðkasti fólks fyrir að hafa tekið myndina að hann fyrirfór sér. Það
var eins og fólk vildi ekki sjá sannleikann og þennan ljóta heim.
Myndir og greinar í þessum dúr, sem sýndu raunverulegt líf á jörð-
inni, urðu að víkja fyrir nýrri línu sem kom frá nýútskrifuðum sérfræð-
ingum sem vildu sjá fjölmiðla fara aðrar leiðir. Ritstjórnir tímarita og
dagblaða áttu allt í einu ekki að hafa vit á því hvaða efni ætti að vera í
blöðunum, fólki með áratuga reynslu á vettvangi heimsatburða var ýtt
út fyrir fólk sem hélt að það væri heimsmenn af því það hafði drukkið te
Hvernig
snýr
spegill-
inn?
Sagan bak
við myndina
Ragnar Axelsson
rax@mbl.is