SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Qupperneq 26
26 31. júlí 2011 F jöldamorðin í Noregi vöktu óhug víða um heim og hvarvetna þóttu þau mikil frétt. Hryðjuverk hafa víðar valdið miklu mannskæðari hörmungum en þarna voru. Margt voðaverkið var unnið þegar gamla Júgó- slavía var í andarslitrunum eftir að hinn þungi hrammur Titos skæruliðaforingja og síðar forseta lá ekki lengur yfir landinu. Tugir þúsunda voru þá myrtir í þjóðernishreinsun og dæmi voru um að ungir piltar væru teknir af lífi hundruðum og þús- undum saman og hollenskir friðargæsluliðar á veg- um Sameinuðu þjóðanna stóðu hjá og höfðust ekki að, enda fáliðaðir. Er sá atburður svartur blettur á SÞ og friðargæsluhlutverki þeirra. Hundruð þús- unda varnarlauss fólks hafa verið felld í átökum á einstökum svæðum í Afríku og bætist sá hroði við þann ógnartoll sem hungurvofan hrífur þar löngum með sér en hún fer þar mikinn einmitt þessa dagana, og virðist alþjóðlega samfélagið litlum vörnum koma við, því ekki verður trúað að því sé sama um alla þá eymd, þótt það líti helst út fyrir það í augnablikinu. Norsk sorg á greiða leið í íslensk hjörtu En allar þessar miklu hörmungar breyta engu um það né gera það undarlegt að atburðirnir í Noregi leggist tilfinningalega þungt á okkur Íslendinga, svo ekki sé talað um norsku þjóðina sjálfa. Bréfritari hefur heyrt þá tölu nefnda að nærri 40 þúsund manns farist í bílslysum í Bandaríkjunum á ári hverju eða liðlega 100 manns á hverjum degi. Það eru margfalt fleiri dauðsföll en fréttir berast af hjá herjum bandamanna í Afganistan eða Írak. En sú talnalega staðreynd dregur ekki að neinu leyti úr frásögnum af föllnum í fyrrnefndum stríðsátökum í Írak og Afganistan. Og sama gildir um hryðjuverk og glæpi gegn mannkyni eins og þau eru nú skil- greind, sem framin voru í Bosníu og Kosovo eða einstökum löndum Afríku. Eitthundrað banaslys í umferð er daglegt brauð í Bandaríkjunum en breytir því ekki að sérhvert slíkt atvik er mikil frétt á Íslandi. Fjöldamorðin í Noregi eru sinnar teg- undar, óháð öllu því sem áðan var nefnt. Þau eru ógurlegur minnisvarði um morðæði og miskunn- arleysi, bylmingshögg á norska þjóðarsál og högg- bylgjan barst til Íslands, vegna þess að þar áttu menn eina sál með góðri vinaþjóð. Umræðan veltist víða Í kjölfar harmleiksins hefur orðið mikil umræða í Noregi og þeim löndum sem láta sig málið mest varða og eru, næst Norðmönnum sjálfum, dýpst snortin. Samúð og samkennd er þar fyrirferðar- mest, svo sem vænta mátti, en einnig angist og óöryggi og spurningar, sem ekki bíða svars, um hvernig slíkt gat gerst, hvers vegna og hvernig slík mannvonska gat búið um sig í einum manni og þar fram eftir götunum. En það hefur einnig vottað fyrir því að þeir sem pólitíkin hreyfir mest við, svo ekki sé sagt blindi, reyni að beina hinu tilfinningalega sprengjuefni í sér hagfelldan farveg. Morðinginn er sagður „hægri öfgamaður.“ Nú getur verið að sú skil- greining hafi einhvers staðar lögformlega merk- ingu. Sé svo liggur hún ekki á lausu. Helst virðist hún notuð sem andhverfan við trúarofstæki á borð við það sem hefur verið drifkrafturinn í haturs- herferð bin Ladens og samtaka hans og ýmissa undirdeilda mislaustengdra við móðurskipið, sem hann stýrði. Að minnsta kosti er fátítt eða næstum óþekkt að fréttaskýrendur tali um hreyfingar „vinstri öfgamanna.“ Meira að segja hér á landi spruttu upp framámenn í einum ónefndum stjórn- málaflokki sem héldu því fram að þeir sem legðu áherslu á að Breivik sem gengist hefur við gjörðum sínum, en ekki glæpnum (!), væri sjúkur, brengl- aður eða geðveikur væru meðvitað að leitast við að draga athyglina frá þeim stóru sannindum að þarna færi hægri maður, að vísu í ofsafengnasta kantinum. Þarna hafa menn farið illilega út af sporinu. Þeir hafa það vissulega sér til afsökunar að erfitt er að halda jafnvægi á meðan höggbylgja óhugnaðarins skellur á. Hafa verður í huga að þeg- ar almenningur talar um að einhver athöfn bendi til brenglunar og sá sem eigi hlut að henni sé sjúkur eða geðveikur er ekki um fræðilega einkunnagjöf að tefla. Orðin eru eingöngu tilfinningaleg og þau eru í góðu samræmi við máltilfinningu fólks og eiga sér góða stoð í afstöðu til tiltekinnar hegðunar. Hversu oft höfum við, hvert og eitt, ekki muldrað við sjálf okkur slík orð eða önnur með sömu merk- ingu, þegar fréttir hafa borist um meðferð fullorð- ins fólks á börnum og unglingum, jafnvel þeim sem viðkomandi var treyst fyrir og átti alls kostar við. Í slíku felst svo sannarlega enginn vísindalegur dómur heldur aðeins tilfinningalegur. Og allra síst felst í þeim hugsunum afsökun eða réttlæting á hinu vonda verki. Geðvísindin, sem slík, eru miklu flóknara dæmi og þótt þekking í þeirri grein fari vaxandi ár frá ári er hún fjarri því að vera full- komin nákvæmnisvísindi, enn sem komið er, og margt lýtur þar getgátum og mati. Þótt almenn- ingur hér á landi sem annars staðar hafi kveðið upp þann dóm að Breivik sé „augljóslega geðveikur,“ þá eiga vísindin, að fyrirlagi norsks dómstóls, eftir að leggja sitt mat á það álitaefni. Og í framhaldinu verða hinir sérfróðu og loks dómstóllinn einnig að svara spurningunni um það, hvort sú geðveiki, teljist hún fræðilega vera til staðar, leiði til þess að hinn ákærði teljist ósakhæfur eða sé ábyrgur þeirra gerða sem hann hefur játað og hvort hann skuli því hljóta dóm í samræmi við þau refsiréttarákvæði sem gilda eða, ef svo sé ekki, sæta öryggisgæslu þar til hann verður ekki lengur talinn ógn við sitt um- hverfi. Í þéttri þoku týnast hægri og vinstri og allar áttir Hugtökin hægri og vinstri í stjórnmálum eru nokkuð þokukennd, en þó vissulega til leiðbein- ingar, þótt í sumum tilvikum séu þau fjarri því. Nýverið var birt mynd á vefnum frá því er Störe, utanríkisráðherra Noregs, sótti Útey, vettvang voðaverkanna, heim, áður en að morðaldan skall á eynni. Þar tekur ungliðahreyfing Verkamanna- flokksins á móti honum með áskorunum um að Noregur setji viðskiptabann á Ísrael. Slíka skoðun er öllum frjálst að hafa uppi. En er hún til hægri eða vinstri? Hefur hún eitthvað að gera með hægri eða vinstri? Í grófum dráttum er hægri gjarnan tengt trú fylgismanna við frjálsan markað og takmarkað ríkisvald en þó öflugt á þeim sviðum sem það þykir eiga við. Vinstrið hafi meiri trú á að sanngirni gagnvart þeim sem lakara standi sé líklegri að koma frá almannavaldinu og því skuli félags- hyggjumenn leitast við að tryggja jöfnun með skattheimtu annars vegar og dreifingu fjármuna í framhaldinu til þeirra sem minna eiga. Þá eru hægri menn stundum taldir hægfara og sagðir tregir til að gera breytingar nema þær séu örugg- lega til bóta. Vinstrimenn kalla þá því „íhald“ eða „afturhald,“ ef uppnefna er þörf og fá þá gjarnan stimpla á borð við „skattpíningarmenn“ og „kommar“ í sinn hlut. Á allra síðustu árum hafa mál til að mynda þróast svo að vinstrimenn fjand- skapast við Ísrael, sem svo sannarlega á ekki að vera hafið yfir gagnrýni, en virðast loka augunum fyrir grimmdarverkum hópa og ríkja, sem um- kringja hið smáa lýðræðisríki (40 prósent af stærð Íslands) og íslenskir ráðherrar í vinstristjórn eiga fundi með öflum sem ekki fordæma hryðjuverk, eins og þau séu jafningjar lýðræðislegra kjörinna stjórnvalda. Og hinir sömu hreykja sér af því að Reykjavíkurbréf 29.07.11 Það villist margur í þokunni

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.