SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Blaðsíða 32
32 31. júlí 2011 Geðheilsa og geðheil- brigðismál á tímamótum U ndanfarnar vikur hefur verið fjallað vítt og breitt um geð- heilbrigðismál. Margir við- mælenda hafa sett fram beitta gagnrýni á hvernig málum er háttað í geðheilbrigðismálum í dag. Þó ýmislegt bendi til að vandinn fari stækkandi og staða efnahagsmála eigi eftir að auka verulega á hann, er þó huggun í því hversu víða er unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu þeirra sem þjást af völdum geðraskana. Allir eru þó sammála um að hægt sé að gera betur. Í þessum hluta verður m.a. hugað að málefnum sem lúta að því hvernig haldið er utan um mála- flokkinn í heild sinni. Það er ekki einfalt mál að halda utan um hvernig er tekið á þeim innan kerfisins þar sem vandinn er svo fjölþættur. Geðheilbrigðismál eru í eðli sínu hug- læg sem gerir umræðuna eldfima. Þeir sem starfað hafa lengi innan kerfisins hafa öðlast reynslu sem eðlilegt er að nýtist til aðlögunar í kerfinu. Það er þó ekki auð- sótt að breyta kerfi af þessari stærð- argráðu og því síður eru allir sammála um hvar breytingarnar eigi að fara fram. Á tímum niðurskurðar sem kemur niður á öllum sviðum kerfisins verður baráttan um hvaða leiðir séu farnar í geðheilbrigð- ismálum því oft býsna hörð. Eftir að hafa rætt við fólk á fjölmörgum stigum kerfisins (sum viðtöl náðu t.a.m. ekki inn í sjálfa umfjöllunina) hefur lík- lega ekkert orðið jafn skýrt og umfang málaflokksins og hvernig hann varðar alla einstaklinga samfélagsins. Úrræðin gagn- vart vandanum eru því fjölþætt og fara fram á ótal mismunandi stöðum. Athygl- isvert er að heyra hvernig Héðinn Unn- steinsson sérfræðingur í stefnumótun á þessu sviði, lýsir því hvernig skortur á yf- irsýn dragi í raun úr getu kerfisins til að takast á við vandann sem fáum dylst að fer vaxandi. Umræðan nauðsynleg Það sem allir eru þó sammála um er hvernig þarf að gera umræðuna sýnilegri og markvissari. Í viðtali við Unni Kristínu Sveinbjarnardóttur um síðustu helgi kom skýrt fram hvernig umræðunni um át- röskun hefur verið ábótavant. Í viðtali við Ólaf Þór Ævarsson kemur að sama skapi fram hvernig umræða um geðheilsu aldr- aðra gæti stuðlað að framförum. Það er líka skýrt að hún þarf að vera í kröftugum fjölmiðli þar sem ólíkar raddir fá að heyr- ast. Þannig er hægt að styðja umræðuna í samfélaginu og smám saman draga úr fordómum sem dyljast víða. Viðbrögð lesenda hafa verið mjög sterk og ljóst að þörfin hefur verið rík. Því verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif sýningar á sjónvarpsþáttunum Heims- enda hafa á umræðuna í samfélaginu. En listin hefur oft orðið til þess að vekja fólk til umhugsanar í þessum málum. Enginn vafi er á því að umræðan þarf að halda áfram og ótal sjónarmið náðu ekki að birtast í umfjölluninni. Jákvæð sálfræði er dæmi um hvernig hægt er að líta geð- heilsu öðrum augum en vanalega er gert. Innan greinarinnar eru t.a.m. gerðar vís- indalegar rannsóknir á hamingju og vel- ferð sem er kærkomin stefnubreyting. Geðdeild Landspítala háskóla- sjúkrahúss. Miklar breytingar hafa verið gerðar á geðheil- brigðisþjónustu á undanförnum áratugum og þjónustan er nú í meiri mæli úti í samfélaginu. Nú er komið að lokaumfjöllun greinaflokks um geðheilbrigðismál. Umfjöllunin hefur verið yf- irgripsmikil þar sem reynt hefur verið að ræða við sem flesta aðila sem koma jafnframt úr ólíkum áttum. Það er því við hæfi að fjalla um stefnumótun í þessari lokagrein en vandasamt er að halda utan um málaflokk af þessari stærðargráðu. Hallur Már hallurmar@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.