SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Side 35

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Side 35
31. júlí 2011 35 G erður Aagot Árnadóttir er heimilislæknir í Garðabæ en er jafnframt for- maður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Hún hefur sem heimilislæknir mikla reynslu af meðhöndlun geðraskana en hún hefur jafnframt unnið að þróun geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahamlanir. Gerður segir stóran hluta af þeim málum sem koma inn á borð hjá heilsugæslunni hafa með geðheilsu að gera og að starf heimilislækna á þessu sviði sé of oft van- metið. „Fólk getur verið að takast á við erfið vandamál eða áföll og það þarf stuðn- ing við þau. Þá kemur einnig fólk með mjög erfiða króníska geðsjúkdóma og margt fólk með flókinn vanda er til meðferðar innan heilsugæslunnar. Þetta er því stór hópur. Það sem okkur hefur vantað er að vissu leyti tími þar sem stuðn- ingsmeðferð í viðtölum er tímafrek. Tímarnir eru þó sveigjanlegir og ef okkur finnst þörf á getum við bókað tvöfaldan tíma og enginn fer að henda fólki út þó að tíminn sé form- lega liðinn. Margir heimilislæknar hafa kynnt sér hugræna atferl- ismeðferð og stunda hana upp að vissu marki. Það sem skortir þó tilfinnanlega er að bjóða upp á sálfræðiþjónustu en hún er að sjálfsögðu ekki greidd af al- mannatryggingakerfinu. Það er því töluverður hópur af fólki sem hefur ekki haft ráð á þeirri þjónustu. Það sem kannski vantar í samfélaginu er betra aðgengi að niðurgreiddri sál- fræðiþjónustu. Fólk vill leita með þennan vanda til heilsugæslunnar og þarna væri hægt að gera gríðarlega góða hluti. Staðan er bara sú að það hefur verið skorið svo gríðarlega mikið niður. Við gætum gert miklu betur og allir sjá heilsugæsluna sem lausn við allskyns vanda. Samt sem áður er þar skorið mest niður sem verður að teljast algjörlega galin að- ferðafræði.“ Tilraunir með sálfræðiþjónustu „Fyrir nokkrum árum var haldið námskeið í hugrænni atferlismeðferð fyrir heimilislækna af sálfræðingum á geðdeild LSH. Þá komu einnig sál- fræðingar frá LSH og buðu upp á hópmeðferð í hugrænni atferlismeðferð á nokkrum heilsugæslustöðvum og heim- ilislæknar sáu um að vísa sjúklingum til þeirra. Í báðum tilfellum var um mjög vel heppn- aðar aðgerðir að ræða. Þetta er ódýr og mjög gagnleg aðferðafræði sem því miður hefur ekki orðið framhald á. Langstærsti geðheilbrigðisþjónustunnar er í heilsugæslunni þó ekki sé mikið talað um það. Líklega má segja að stundum séum við að skrifa út of mikið af lyfjum, þeg- ar sumt fólk þyrfti á markvissri sálfræðimeðferð að halda sem er ekki í boði. Þá þarf að nota lyfin sem eru ódýr og mjög gagnleg í mörgum tilfellum og geta hjálpað fólki að takast á við vandann sem það stendur frammi fyrir. Þá myndast oft mun betri grundvöllur til að vinna á hinu raunverulega vandamáli sem fólk glímir við.“ Þjónusta við börn Gerður segir að heilsugæslan sinni mikilli þjónustu við börn og unglinga. „Á nokkr- um stöðvum hefur verið komið fyrir teymum bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Þar er unnið bæði fyrirbyggjandi starf og meðferðarstarf. Það hefur ekki vantað upp á greiningarnar en það sem hefur vantað er meðferð. Sálfræðingar hafa verið ráðnir inn í heilsugæsluna til að sinna henni í samvinnu við heimilislækna en það vantar bara miklu meira. Eftir þessu hefur verið kallað í mörg ár af því að við vitum hversu árangursríkt starfið er og ekki síst með tilliti til forvarna. Þar er unnið með skólum og nærumhverfi barna og tekist er á við vandann áður en hann verður óyfirstíganlegur. Þessu starfi á að hlúa að en það hefur ekki verið gert.“ Geðheilbrigði og þroskahömlun Eitt af því sem Gerður hefur sinnt í starfi sínu hjá Þroskahjálp er staða geðheilbrigð- ismála á meðal fólks með þroskahamlanir. „Þetta er einn af þessum hópum sam- félagsins sem verða útundan. Á meðal fólks með einhverfu eða þroskahömlun er hærri tíðni geðraskana. Á meðal einhverfra er þráhyggja og áráttukennd hegðun eitt af greiningarmerkjunum og tengist kvíða. Einkenni geðraskana koma oft fram á annan hátt hjá þessum einstaklingum og þeir eiga minni möguleika á að tjá sig um það hvernig þeim líður. Í gegnum tíðina hefur þunglyndi eða kvíði verið tengt fötl- uninni og ekki verið álitið sjálfstætt vandamál. Við höfum upp á síðkastið verið í samvinnu við Pál Matthíasson og geðdeildina á Landspítalanum vegna þess að sér- hæfingin sem þarf til að kljást við þessi vandamál er mjög mikil. Nú er verið að þróa samstarf við göngudeildina á Kleppi þar sem mjög áhugavert starf er unnið. Stærsti hluti þessa hóps fær þó sína þjónustu hjá heilsugæslunni. Heilsugæslan sinnir stærstum hluta vandans Gerður Aagot Árnadóttir heimilislæknir og formaður Landssamtaka Þroskahjálpar. ’ Staðan er bara sú að það hefur verið skorið svo gríðarlega mikið niður. Við gætum gert miklu betur og allir sjá heilsugæsl- una sem lausn við allskyns vanda. Samt sem áður er þar skorið mest niður sem verður að teljast algjörlega galin að- ferðafræði.“ Morgunblaðið/ÞÖK geðveiki. „Það er tími til kominn að ræða opinskátt um veikindin og segja sögur þeirra sem þjást. Það er líka mik- ilvægt að segja sögur þeirra sem sigruðu í baráttunni við geðveikina því þeir eru margir og kraftaverkasögurnar áhrifaríkar. Það er alltaf von og meðferðarúrræðin verða betri og öflugri með degi hverjum.“ Málefni aldraðra „Við erum alltaf að verða eldri og þá verða algengustu sjúkdómarnir kvíði og þunglyndi. Tíðnin eykst verulega þegar fólk hættir að vinna svo eru ýmsir álagspunktar sem koma þegar fólk missir maka og vini. Ofan á þetta bætist svo skert líkamleg geta og sjúkdómar á borð við Alzheimer. Þannig að engan skyldi undra að tíðni sjálfsvíga aukist á þessum árum. Það er ekki eðlilegt að aldraðir einangrist með tilheyrandi depurð og kvíða. Oft tekur fólk að drekka of mikið sem er vaxandi vandamál. Þarna skipt- ir fræðsla miklu máli og lyf hjálpa í mörgum tilfellum. Vandamálið er hinsvegar að fólk leitar sér ekki hjálpar og gjarnan er það heilsugæslan eða læknar annars staðar sem eru glöggir og hvetja það til þess. Þetta er gott dæmi um hvernig umræða gæti hjálpað þar sem úrræðin væru til. Fólk er oft að leita sér aðstoðar við einhverjum öðrum vandamálum þegar hinn raun- verulegi vandi liggur í geðinu. Allt of oft lítur það svo á að þetta sé eðlilegur hluti af öldrun þegar það er alls ekki svo. ’ Það er ekki eðlilegt að aldraðir einangrist með tilheyrandi depurð og kvíða. Oft tekur fólk að drekka of mikið sem er vaxandi vandamál. Þarna skiptir fræðsla miklu máli og lyf hjálpa í mörgum tilfellum. Vandamálið er hinsvegar að fólk leitar sér ekki hjálpar og gjarnan er það heilsugæslan eða læknar ann- ars staðar sem eru glöggir og hvetja það til þess.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.