SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Síða 43

SunnudagsMogginn - 31.07.2011, Síða 43
31. júlí 2011 43 í fangelsismálum. Mörgum fannst þau heldur mannaflsfrek og dýr í rekstri, vildu leita leiða til þess að spara og minnka útgjöld ríkisins og þá kom Bent- ham fram með hugmynd sína að fyr- irmyndafangelsi. Þetta fangelsi átti að vera mun hag- kvæmara því þar var aðeins einn vörður í háum turni sem hafður var í miðju fang- elsins. Þessi turn átti að skapa þá tilfinn- ingu hjá föngunum að þeir gætu ekki vit- að hvenær fylgst væri með þeim. Þeim fyndist þeir vera undir stöðugu eftirliti og hegðun þeirra væri eftir því, sem sagt valdið lægi í formi turnsins þó svo að enginn vörður væri þar inni líkt og myndavélakassinn sem getur verið tóm- ur. Annar heimspekingur, Michel Fou- cault, þróaði þessa hugmynd Benthams um víðsjána í verki sínu Agi og refsing (Surveiller et punir). Hann taldi að víðsjáin væri ekki aðeins bundin arki- tektúr heldur ætti hún við um samfélagið allt. Allt sem við gerðum í hinu opinbera rými væri háð einhverskonar eftirliti. Víðsjáin snerist um vald, sem er ósýnilegt en jafnframt allsráðandi. Þetta sagði Fo- cault altæka stjórnun, þ.e. í stað svart- holsins var refsingin nú fólgin í sýnileik- anum sjálfum. Út frá þessu sagði Focault mun auðveldara fyrir stjórnvöld að fylgj- ast með fólki. Ágætt dæmi um það er þegar atvinnurekandi ætlar að ráða ein- stakling í vinnu. Þá byrjar hann ef til vill á því að „googla“ hann á netinu og skoða hann gaumgæfilega áður en hann ákveður að ráða hann í vinnu. Netið hin fullkomna víðsjá Samkvæmt Focault mætti því fullyrða að netið sé í raun hið fullkomna fangelsi eða víðsjá, því allt það sem við setjum á Inter- etið er geymt í gagnasöfnum hér og þar. Hver veit hvaða aðilar skoða tölvupóstinn okkar, þær vefsíður sem við heimsækjum eða horfa á upptökur úr eftirlitsmynda- vélum þar sem andlit okkar sést? Vert er þó að hafa í huga að þegar Bentham hannaði hugmyndina að víðsjánni hafði hann ekki hugmynd um þá tækni sem við búum við í dag. Möguleikar á að taka myndir af fólki, vista þær, geyma og framkalla þær svo síðar er tækniupp- götvun sem hann hefði aldrei getað gert sér í hugarlund yrði að veruleika. Til þess að halda kosningar þarf kjör- skrá og þar er strax komið dæmi um kerf- isbundna upplýsingasöfnun. Fólk þarf kennitölur til að okkar þjóðfélag geti gengið upp. Allar okkar fjárhæðir og eignir eru skráðar á kennitölur okkar og við erum auðkennd með þeim. Öll eigum við einhver auðkenniskort þar sem má finna mynd af okkur og kennitölu, sam- anber ökuskírteini. Ef við keyrum of hratt og lögreglan stoppar okkur og krefst þess að sjá ökuskírteinið,þá er hægt að sekta okkur fyrir að neita því. Hvort sem kennitölur eru jákvæðar eða nei- kvæðar erum við varla „virk“ í samfélag- inu án þeirra. Hvað um þegar við kaupum í matinn og látum þann sem afgreiðir okkur fá greiðslukortanúmerið? Við vitum í raun og veru ekki mikið um hvað gert er við þessar umræddu upplýsingar. Er nafnið okkar geymt? Eða kortanúmerið? Gæti verið að verslunin haldi yfirlit yfir allt sem við höfum keypt og þannig kortlagt öll okkar innkaup? Eða getur verið að þessar upplýsingar séu seldar til mark- aðsfyrirtækis? Er þeim eytt? Eftir að tæknin varð svona mikil og viðskipti urðu rafræn hefur átt sér stað heilmikil gagnasöfnun. Miklir möguleikar eru á að tengja ólíkar upplýsingar saman og fyrir hinn almenna borgara er óum- flýjanlegt að hugsa til þess hvað verði gert við allar þessar upplýsingar. En þegar við greiðum með greiðslukortinu okkar ger- um við kröfu um það að þær upplýsingar sem notaðar eru séu eingöngu notaðar til þess að þau viðskiptin geti farið fram. Sömuleiðis þegar við kaupum pítsu eða tökum dvd-mynd á leigu hjá mynd- bandaleigu, þá reiknum við ekki með því að þær upplýsingar sem við gefum þar fari til annars aðila sem gæti þá kortlagt neyslu okkar. Ekki alltaf neikvætt Þessi kerfisbundna söfnun um okkur er þó ekki alltaf eins neikvæð og sumir telja, hún getur líka verið jákvæð, til dæmis sjúkraskrár. Það að læknir geti séð sögu okkar innan heilbrigðiskerfisins getur skipt sköpun þegar við leggjumst inn á sjúkrahús. Og myndum við vilja ferðast með flugvél ef það eftirlitskerfi sem við búum við í dag yrði lagt niður? Sennilega ekki eftir hryðjuverkin 11. september 2001. Þá rann upp fyrir mörgum hvað það getur verið gott að hafa þetta eftirlit. Það kerfi sem við búum við í dag veitir okkur öryggi og við treystum á það. Það rétt- lætir þó ekki það að einhverjir óprúttnir aðilar vaði inn í persónuupplýsingar, sem finna má út um allt, og noti þær til að kortleggja neyslu okkar. Eftirlit er fyrirbæri sem er breytilegt eftir aðstæðum í heiminum hverju sinni. Á stríðstímum hafa stjórnvöld til dæmis markvisst eftirlit með almenningi. Sak- leysislegur listi um trúarbrögð fólks breyttist til dæmis í útrýmingarlista hjá nasistum og hver veit hvort þær „sak- lausu“ upplýsingar sem til eru um okkur í dag verði seinna meir notaðar á svipaðan hátt? Í víðsjá Benthams voru fangar við- fang eftirlitsins. Nú á tímum erum við öll viðfang eftirlits í víðsjá Benthams. ’ Þessi turn átti að skapa þá tilfinningu hjá föngunum að þeir gætu ekki vitað hvenær fylgst væri með þeim. Þeim fyndist þeir vera undir stöðugu eftirliti og hegðun þeirra væri eftir því, sem sagt valdið lægi í formi turnsins þó svo að enginn vörður væri þar inni líkt og myndavélakassinn sem getur verið tómur. Nákvæmar upplýsingar er hægt að nota bæði til góðs og ills. Að ofan sést eftirlitsmyndavél fyrir framan höfuðstöðvar Google í Kína. Japanskur maður var dæmdur fyrir nauðgun og morð á 22 ára breskri kennslukonu í Tókýó og voru eftirlitsmyndavélar mikilvægasta sönnunargagnið í réttarhöldunum. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.