SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 8

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 8
8 9. október 2011 Pólland hefur staðið efnahags- þrengingarnar í heiminum betur af sér en flest ríki. Í Póllandi hefur verið hagvöxtur á meðan önnur ríki Evrópusambandsins hafa glímt við samdrátt í efnahagslíf- inu. Donald Tusk hefur verið for- sætisráðherra landsins frá 2007 og haldi hann velli verður það í fyrsta skipti, sem sitjandi for- sætisráðherra gerir það í kosning- unum í Póllandi frá því að járn- tjaldið féll. Tusk segir að hann þurfi áfram- haldandi umboð frá kjósendum til að ljúka því verki, sem hann hafi hafið. Þegar Tusk komst til valda hófst hann handa við að bæta samskiptin við Evrópusambandið. Hann hefur hins vegar sagt að hann hafi hagsmuni Póllands í fyr- irrúmi og gagnrýnt björgunar- aðgerðir á evrusvæðinu. Hann hefur ekki viljað setja dagsetn- ingu á það hvenær Pólverjar hygg- ist taka upp evruna. Standa vel í kreppunni Pólskur verkamaður við vinnu. Reuters Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 10. október, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S.Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is P ólverjar ganga að kjörborðinu í dag, sunnudag. Sitjandi samsteypustjórn Donalds Tusks forsætisráðherra hefur forustu samkvæmt skoðanakönn- unum, en ljóst þykir að mjótt verði á munum og ekki sýnt að stjórnin nái meirihluta á þingi þrátt fyrir forskotið. Helsti andstæðingur Tusks er Jaroslaw Kac- zynski. Bróðir hans, Lech Kaczynski, fórst í flugslysi 10. apríl 2010. Hann var að koma til lendingar í Smolensk í Rússlandi ásamt Mariu konu sinni og 94 forustumönnum í pólsku þjóðlífi, stjórnmálamönnum, embættismönnum og kirkjuleiðtogum, sem allir fórust með hon- um. Flugslysið var mikill harmleikur fyrir Pól- verja. Bræðurnir Lech og Jaroslaw voru ein- eggja, en þótt erfitt væri að greina á milli þeirra voru þeir ólíkir í háttum. Lech var fjöl- skyldumaður, en Jaroslaw einfari, sem bjó hjá mömmu sinni. Jaroslaw hefur verið lýst sem hugmyndafræðingnum, en Lech hafi séð um að setjast í embættin. Tvíburarnir þóttu skarpir í gagnrýni sinni, en sérsinna og var litið á þá sem utangarðsmenn í pólitík á árunum eftir hrun járntjaldsins. Eftir aldamót fór þeim hins vegar að vaxa ásmegin og árið 2005 uppskáru þeir, sigruðu fyrst í þingkosningum og síðan í for- setakosningum. Lech varð forseti og Jaroslaw forsætisráðherra árið eftir. Eftir slysið bauð Jaroslaw Kaczynski sig fram til forseta. Hann komst í aðra umferð og tapaði þá naumlega með 47% atkvæða. Nú leiðir hann flokk sinn, sem heitir Réttur og réttlæti, og virðist ætla að ná á milli 20 og 30% atkvæða. Stjórnarliðarnir kunna að hafa forskot, en það hefur skroppið saman á undanförnum vikum. Kaczynski hefur beint spjótum sínum að Þjóðverjum í kosningabaráttunni. Í nýrri bók gefur hann til kynna að ekki hafi allt verið með felldu við það hvernig Angela Merkel kanslari komst til valda. Hann varar við stórveldisbrölti hennar. Kaczynski segir að vestrænir nágrannar Póllands hafi spillt og keypt pólsku yfirstéttina og heldur því fram að þýskar fjárfestingar í vesturhluta Póllands stefni sjálfstæði landsins í voða. Í vor skammaðist Kaczynski út í þýska minnihlutahópinn í Slesíu og sagði að hann væri útsendari nágrannaríkis, sem vildi endur- skoða söguna. Þegar Tusk sagði eftir flugslysið að bæta ætti samskiptin við Rússa sagði Kaczynski að nú væru hann og Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, búnir að semja um að senda sig til Síberíu. Síðar var sagt að þetta hefði átt að vera brandari. Í júní dró hann í efa að bróðir sinn lægi í raun í líkkistunni í Varsjá. Rússarnir hefðu rað- að líkamspörtum úr flugslysinu af handahófi í kisturnar. Í vikunni sagði Kaczynski að Merkel ætlaði að knésetja Pólland í samstarfi við Pútín og á föstudag hélt hann því fram að aðstoð við Grikkland væri aðeins ætlað að bjarga þýskum og frönskum bönkum, sem hefðu lánað Grikkj- um peninga. Tusk segir að sigur Kaczynskis hefði í för með sér að samskipti Póllands við grannríkin myndu versna að nýju. „Stjórn undir forustu Jaroslaws Kaczynskis myndi ýta undir ágreining undir kjörorðinu allir gegn öllum. Hann sagði að Kac- zynski beitti „óhreinum meðulum“ til að skemma sambandið við Þýskaland og bætti við: „Það er mjög sorglegt og áhyggjuefni.“ Kaczynski vex ás- megin í Póllandi Forskot stjórnar Tusks skrepp- ur saman á lokametrunum Jaroslaw Kaczynski talar á blaðamannafundi í Varsjá. Hann vonast til að komast til valda í kosningunum í Póllandi í dag. Reuters Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, heilsar stuðningsmönnum sínum í kosningabaráttunni. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Pólland var eina landið í Evrópu- sambandinu þar sem mældist hagvöxtur árið 2009. Hagvöxt- urinn það árið var 1,7% og 3,8% í fyrra. Pólverjar hafa nú forsæti í Evrópusambandinu og á fundi í gær sagði Donald Tusk, for- sætisráðherra Póllands, að nú væru nemendurnir, nýliðarnir í ESB, farnir að vinna heimavinn- una sína betur en kennararnir. Slá nú kenn- urunum við

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.