SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Blaðsíða 10
10 9. október 2011
Þ
að verður seint sagt að heimskan ríði við einteyming,
þegar núverandi stjórnvöld eiga í hlut. Nýjasta dæmið af
mörgum heimskupörum ríkisstjórnar Íslands beinlínis
æpir á landsmenn, sem fæstir eiga orð yfir því að nú sé
með viðhöfn búið að taka síðasta áfanga Hellisheiðarvirkjunar,
Sleggjuna, í notkun og þar með auka framboð á raforku til at-
vinnuuppbyggingar hér á landi, en að engin not séu fyrir rafork-
una, vegna þess að Steingrímur J. Sigfússon og hans flokkur, VG,
hafa komið í veg fyrir að eitt einasta áform um uppbyggingu og
aukna atvinnusköpun yrði að veruleika. Heimska og afglöp lýsa
þessu hátterni best.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur í ræðum sínum lofað atvinnu fyrir
þúsundir á þúsund ofan, en
efndir hafa engar reynst.
Heimska og afglöp lýsa hennar
hátterni einnig best.
Það liggur fyrir að raforka
sem kostar marga milljarða
króna á ári er nú ónotuð í raf-
orkukerfi okkar landsmanna,
en ráðamenn standa ráðalausir
og hafa engar lausnir á taktein-
um, aðrar en þær, að þeir vilja
öðruvísi atvinnuuppbyggingu.
Raforkan sem til er í landinu
og ekki er nýtt myndi duga til
þess að knýja áfram fyrsta áfanga
álvers Norðuráls í Helguvík og
því væri hægt að setja fram-
kvæmdir í Helguvík á fullt á nýj-
an leik. En stjórnvöld telja að
sjálfsögðu betra að orkan sé óseld
og ónýtt, því þau hafa svo „göf-
ugar hugsjónir“ gegn auknum
áliðnaði í landinu! Ætla mætti að
stjórnvöld hefðu tvö mottó að leiðarljósi: Skítt með „pöpulinn“!
Skítt með atvinnulausa! Það eru því engar líkur á að við sjáum
framkvæmdir á fullum dampi í Helguvík í bráð.
Eins og kunnugt er tókust samningar um það á milli Norðuráls
og HS Orku, sem þá var að mestu í eigu sveitarfélaga á Suð-
urnesjum, að HS Orka leiddi vinnu við orkuöflun, sem tryggði
nýju álveri Norðuráls í Helguvík næga orku. Svo gerist það, að
sveitarfélögin á Suðurnesjum selja ráðandi hlut í HS Orku í hendur
á fjárglæframönnum og um það bil fallítt útrásarvíkingum og
Geysir Green Energy eignast ráðandi hlut. Það ástand varði stutt,
því HS Orka endaði í fanginu á bönkunum, sem eftir verulegt japl,
jaml og fuður, seldu ráðandi hlut í HS Orku til kanadísks fjár-
glæframanns, sem var ekki næstum jafn stöndugur og hann þótt-
ist vera, Ross Beaty, eigandi Magma, sem heitir í dag Alterra Po-
wer. Þessi karl var aldrei að hugsa um atvinnuuppbyggingu og
skynsamlega nýtingu raforku í þágu okkar Íslendinga, þegar hann
ruddist inn á sjónarsviðið. Hann var auðvitað fyrst og síðast að
hugsa um að maka krókinn og blóðmjólka út úr fyrirtækinu allar
þær greiðslur sem honum væri stætt á að mjólka og græða feitt á
heimsku og afglöpum Íslendinga.
Þetta gat Ross karlinn m.a. vegna þess að í leynimakki með öðr-
um og ekki minni karli, sjálfum Steingrími J. Sigfússyni, fjár-
málaráðherra og formanni VG, varð til sameiginleg stefna þessara
tveggja karla: Álver Norðuráls í Helguvík skyldi aldrei taka til
starfa. Skítt með þegar gerðan fjárfestingarsamning á milli rík-
isstjórnar Íslands og Norðuráls!
Katrín Júlíusdóttir, orku- og iðnaðaráðherra, virtist í orði
fremur jákvæð í garð atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum og
einnig á Bakka í Norðurþingi. En það var bara í orði, ekki á borði.
Hún hafði engin bein til þess að standa uppi í hárinu á niðurrifs-
fólki á borð við Steingrím J. og Svandísi Svavarsdóttur.
Eftir sitja þeir í súpunni, sem gerðu í góðri trú samninga og hófu
framkvæmdir sem hafa þegar kostað tugi milljarða króna og verða
þar að auki að punga út milljörðum króna á ári fyrir raforku frá
Sleggjunni, sem þeir hafa engin not fyrir. Eftir sitja sveitarstjórn-
armenn á Suðurnesjum, sem seldu HS Orku, án þess að tryggja að
fyrirtækið stæði við gerða samninga, þótt í höndum nýrra eigenda
væri. Eftir sitja þúsundir atvinnulausra einstaklinga, sem átta sig
æ betur á því að það stóð aldrei til að rífa Ísland upp úr því ástandi
stöðnunar sem hér ríkir – ekki hjá þeim sem nú sitja við stjórn-
völinn á þjóðarskútunni.
Af heimsku
og afglöpum
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ross Beaty Steingrímur J.
’
Álver Norður-
áls í Helguvík
skyldi aldrei
taka til starfa. Skítt
með þegar gerðan
fjárfestingarsamning
á milli ríkisstjórnar
Íslands og Norðuráls!
7:10 Klukkan hringir. Finn
strax að ég hefði betur farið fyrr
að sofa en ég er ein af þessum
næturgyðjum sem finnst ljúft að
vaka inn í nóttina. Stilli klukk-
una á 10 mínútur í viðbót.
7:20 Fer á fætur. Þessa stund
á ég fyrir mig til að hugleiða og
tengja mig fyrir daginn.
7:35 Vek dóttur mína. Elín-
dís er lítil í sér svo ég tek hana
upp í rúm, strýk á henni kollinn
og spjalla við hana. Góðri
stundu síðar er loksins farið á
fætur og tónlist Cesaria Evora
ómar í græjunum á meðan verið
er að sinna morgunverkunum.
9:00 Sú litla komin á leik-
skóla. Hún grætur sárt þegar ég
kveð hana og það rífur
mömmuhjartað. Í aðlöguninni
fannst henni gaman en þá var
mamma með. Nú hefur raun-
veruleikinn tekið við: mamma
verður ekki með á leikskól-
anum.
Þessi aðskilnaður tekur á.
9:15 Er ég mætt upp á Land-
spítala. Það á að sprauta í háls-
vöðva svo þeir snögglamist í
smátíma. Þetta á að laga hellu
sem ég fæ stundum fyrir eyrun,
en mér skilst á lækninum að ég
bíti of mikið á jaxlinn. Maður
ætlar auðvitað alltaf að vera svo
déskoti duglegur.
9:20 Sprautan virkar strax.
Ég get ekki kyngt og fæ hræði-
lega innilokunartilfinningu. Svo
finn ég að tungan er hálflömuð
og uppgötva að ég get hvorki
sagt ’l’ né ’r’. Maðurinn minn
ætlar að skutla mér heim og við
göngum sömu leið út af spít-
alanum og ég fylgdi pabba mín-
um fyrir nokkrum mánuðum.
Ég rúllaði honum af spítalanum
í hjólastól því hann gat lítið
stigið í lappirnar og var alveg
búinn að missa málið. Samt var
hann með fulla hugsun eins og
ég nú.
Ég finn hvernig tárin byrja að
streyma niður kinnarnar þegar
ég geng í áttina að bílnum. Það
rifjast upp fyrir mér hvernig
lömunin hans pabba byrjaði í
talfærunum, hvernig hann hætti
að geta sagt ’l’ og ’r’ og varð að
lokum með öllu óskiljanlegur.
Ég man eftir síðustu kvöld-
máltíðinni þegar hann hætti að
geta kyngt og síðasta kossinum
sem ég fékk áður en hann hætti
að geta sett varirnar saman.
MND hét sjúkdómurinn sem
pabbi fékk og lömunin byrjaði
ofan frá. Nú fékk ég tækifæri til
að upplifa í klukkustund hvern-
ig honum leið þegar þetta allt
hófst. Skyndilega áttaði ég mig á
gjöfinni sem lífið var að færa
mér þennan dag.
9:40 Er ég komin heim. Ég er
þakklát fyrir að mín upplifun
varir bara í klukkustund og
skyndilega fer ég að hlæja og
gantast. Þetta er kannski eina
tækifærið í lífi mínu til að tala
með lamaða tungu, vonandi. Ég
segi nafn mitt og það kemur al-
veg fáránlega út, enda hefur það
bæði ’l’ og ’r’. Svo hlæ ég og
maðurinn minn skilur ekkert af
því sem ég er að reyna að segja.
„Giskaðu“ segi ég og hann skil-
ur það ekki einu sinni. Og þá er
mér mikið skemmt. Hann hlær
líka að vitleysunni í mér og þá
man ég hvað pabbi hló þegar
hann var að reyna að tala við
okkur yfir matarborðið í síðasta
skiptið. Við skildum ekki neitt.
Hann reyndi og reyndi þar til
við gátum ekki annað en bara
hlegið.
Hláturinn er stysta bilið á
milli tveggja persóna og því
dýrmætari en nokkur orð.
11:00 Er ég loks tilbúin í
slaginn. Ég fæ senda kápu frá
teiknaranum mínum fyrir nýju
bókina mína „Íslensku húsdýrin
og Trölli“. Ég skoða kápuna í
krók og kima, og kem með at-
hugasemdir. Hann er frábær
teiknari hann Jón og við höfum
oft unnið saman.
12:00 Ákveð að sleppa hot
yoga þennan daginn. Algjör
synd, en það er margt annað
sem bíður mín.
Tek vítamín og fæ mér að
borða.
12:40 Fæ ég póst frá frönsk-
um ljósmyndara sem ég þekki
ekki neitt. Hann er að biðja mig
að skrifa í bók eftir sig. Ég skoða
myndirnar hans sem eru mjög
flottar og spái aðeins í það verk-
efni.
13:00 Ég fæ mér kaffi latte,
hringi nokkur símtöl og klára
tölvupóst.
13:40 Heyri ég í syni mínum
en hann er búinn að vera á
hvolfi síðustu vikur því hann er
að forrita tölvuleik fyrir Plain
Vanilla og þeir eiga að skila af sér
á næstu dögum. Ég ræði við
hann hvaða möguleika ég gæti
kynnt fyrir framleiðanda sem er
að spá í að fá mig til að gera
tölvuleik.
14:30 Fer ég í stúdíóið og á
þar skemmtilegan fund með út-
setjara. Hann ætlar að útsetja
fyrir mig lag sem ég hef samið.
Við ræðum um áferð, hljóðfæri,
takt o.fl. Ég mun flytja þetta lag
á hátíð í Noregi í nóvember. Mér
skilst að það mæti nokkur þús-
und manns á hátíðina svo það er
eins gott að standa sig. Ég reyni
að bíta ekki á jaxlinn við til-
hugsunina ;)
16:00 Sæki ég Elíndísi og við
förum að ná í yndislega tík sem
vinkona mín þarf aðstoð við.
Mig langar að vísu að gefa henni
nýtt nafn (tíkinni, ekki vinkon-
unni þ.e.a.s.) og velti upp
nokkrum hugmyndum. Svo
förum við Elíndís í göngutúr
niður að sjó með hundinn.
17:30 Förum við mæðgurnar
heim og höfum það kósí.
20:00 Stelpan er sofnuð.
20:15 Fer ég ásamt mann-
inum mínum út að borða með
erlendum gesti.
23:00 Kem heim. Sé að ég er
komin með endanlega kápu frá
teiknaranum. Renni yfir bókina
í síðasta skipti áður en hún
verður send til útgefanda.
Krossa fingur að litirnir komi
vel út í prentun og „Íslensku
húsdýrin og Trölli“ veiti les-
endum innblástur í framtíðinni.
Ég klappa hundinum, litla hús-
dýrinu sem vantar nýtt nafn.
01:15 Bólið. Er þakklát fyrir
gjafir lífsins og ævintýri dagsins!
„Er ein af þessum
næturgyðjum“
Dagur í lífi Bergljótar Arnalds rithöfundar