SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 11
9. október 2011 11
Skar og skarkali | 9
Þ
að er ekki langt síðan stjörnu-
ris Barrets Olivers var rifjað
upp í sundbíói í Laugardals-
laug. Nú kvá eflaust margir og
hugsa með sér: Barret Oliver? Hver í
ósköpunum er það? Flestir sem komnir
eru yfir þrítugt muna þó eftir litla sæta
stráknum Bastian, sem sveif um á hvíta
hundinum í sígildu kvikmyndinni Sög-
unni endalausu frá níunda áratugnum.
Hann bræddi hjörtu þeirra sem á horfðu
og ungar stúlkur stofnuðu aðdáenda-
klúbba hér og hvar um veröldina. Það
var ósjaldan auglýst eftir plakötum með
Barret Oliver í barnablöðunum Æskunni
og ABC á sínum tíma. Þó að stjarna
hans hafi skinið skærast í Sögunni
endalausu lék hann í fleiri kvikmyndum
á borð við Cocoon og D.A.R.Y.L.
Þegar Barret Oliver komst á ung-
lingsár sagði hann skilið við leiklistina
og gekk til liðs við vísindakirkjuna.
Hann heillaðist ekki af sviðsljósinu og
hefur verið tregur að veita fjölmiðlum
viðtöl eftir að hann komst á fullorðinsár
og haldið sig mikið til hlés. Hann söðl-
aði um þó að hann hafi ekki sagt skilið
við listina og fyrir sköpunarþörf sína
fékk hann útrás í ljósmyndun. Hann
hefur haldið fjölda ljósmyndasýninga og
meðal annars kennt ljósmyndun í Los
Angeles. Í iðngrein sinni hefur hann
einna helst lagt áherslu á tækni frum-
kvöðlanna og útlit 19. aldar ljósmynda.
Bók hans, A History of the Woodbury-
type, fjallar meðal annars um þess kon-
ar ljósmyndun, en hún kom út árið
2007. Einu tengsl Barrets við kvik-
myndir nú á síðustu árum eru þau að
verk hans birtust í myndinni Cold
Mountain frá árinu 2003 en að öðru
leyti hefur hann sagt skilið við kvik-
myndaiðnaðinn, sviðsljósið og aðdá-
endur sína að fullu. Hinir sönnu aðdá-
endur gefast þó ekki upp og vonast enn
eftir að fá að sjá Barret Oliver aftur á
hvíta tjaldinu og halda úti aðdáendasíðu
á netinu.
signy@mbl.is
Dagdraumar barna á níunda áratugnum snérust margir hverjir um að geta flogið um heim-
inn á gæludýri sínu líkt og Barret Oliver gerði í hluverki Bastian í Sögunni endalausu.
Barret Oliver?
Barret Oliver hefur látið sig hverfa úr heimi
kvikmyndanna en aðdáendur hans hafa
ekki gleymt honum.
Hvað varð um …
Þorgrímur Kári Snævarr