SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 12

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 12
12 9. október 2011 Ekki verður þverfótað fyrir þrívíddarsjón- varpstækjum sem stendur og framboð hefur aukist á efni fyrir slík apparöt. Skerpa og birtuskil skipta miklu í þrí- víddinni og eru upp á sitt besta í raf- gastækjum eins og Panasonic TXP50VT30. Miðvikudagur Óttar M. Norðfjörð Fólk er orðið svo bil- að. Í gær var farsími kynntur sem kann að TALA og það teljast vonbrigði. Margeir St. Ing- ólfsson Smelltu á „like“ ef þú vilt láta hafa þig að fífli. Og ekki gleyma að „share-a“ þessum status á veggn- um þínum þannig að allir vinir þínir fái staðfestingu á kjánaskapnum í þér. Kvitt! Fimmtudagur Atli Bollason Fokk. Steve Jobs er látinn. Þetta snertir mig á einhvern undarlegan hátt. Föstudagur Bragi Valdimar Skúlason situr á bleikum náttfötum með öll líkamshár bleikt, bleikan sombreró, fætur í klórbaði, bleika flamingóa á skjá- borðinu, nagar harðbleikju með bleikum glassúr og sötrar ljósrautt búbbluvín – á morgun verð ég svo aftur sami drullusokkurinn og áður. Fésbók vikunnar flett Rafgas (plasma) eða LCD er spurn- ingin, því þó velflestir séu með LCD tæki þá gefa rafgastækin alltaf betri mynd. Hvort á að velja fer aft- ur á móti yfirleitt ekki bara eftir myndgæðum. Fyrir heimabíó eru raf- gastækin betri, myndin betri, birtu- skil betri og sjónarhornið betra. Þau hafa þó líka sína ókosti; eyða meira rafmagni, eru þyngri og yf- irleitt dýrari. Sem stendur er rétt að mæla með rafgastæki fyrir þá sem eru mjög áhugasamir um kvikmyndir og eins íþróttir eins og fótbolta þar sem hraðinn er oft mikill, mikið að gera á skjánum í einu. Hvað fram- tíðina varðar þá spái ég því að stutt sé í að LED LCD-tæki, eins og til að mynda Panasonic tækið hér fyrir ofan, fari að skáka rafgastækj- um. Þau nota LED lýsingu, ljós- díóður, í stað þeirrar baklýsingar sem almennt er notuð í LCD tækj- um og fyrir vikið nota þau talsvert minni straum, munar jafnvel allt að þriðjungi, og birtuskil eru líka mun meiri í slíkum tækjum – svart er svart til að mynda. Einnig verður hægt að hafa tækin enn þynnri en hingað til hefur þekkst og dæmi um sjónvarpstæki sem eru ekki nema þrír sentimetrar að þykkt. Rafgas eða LCD? Sjónvarpstækni á krossgötum Þetta Panasonic tæki er mikið að vöxtum, 50" tæki og því eins gott að gera ráð fyrir þriggja til fjögurra metra fjarlægð frá skjá að áhorfanda. Með tækinu fylgja tvenn þrívíddargler- augu. Þrívíddartækni Panasonic kall- ast Vreal 3D, en ekki að það skipti neinu höfuðmáli. Í tækinu er þráðlaus USB sendir, inn- byggður gervihnattamóttakari og kortalesari, en tækið getur birt JPEG- myndir og spilað myndskeið á ýmsu sniði og tónlist á MP3-sniði. Það get- ur breytt tvívíðri mynd í þrívídd, en ekki fannst mér það skila neinu af viti; betra er að leyfa tvívíddinni að vera í tvívídd og draga bara fram gler- augun þegar það á við. Skerpa er +5.000.000:1 og svartími 0.001 msek. Hljóðkerfið, 3x10w Nicam Stereó 2.1 Surround, hljómaði vel þar sem ég prófaði tækið, en ef maður hefur efni á slíku sjónvarpi hefur maður líka efni á almennilegu heimabíói. það er nokkuð þungt, eins og rafgastæki al- mennt; 38,5 kg Öll venjuleg tengi og nokkur til: eitt USB tengi fyrir Wi-Fi/HDD upptöku, tvö USB tengi fyrir Wi-Fi/HDD upptöku og/eða lyklaborð, eitt Scart-tengi, 4 HDMI og Component Tengi CI rauf, SVHS, CVBS, DNLA, Optical og PC tengi. Svo er vit- anlega tengi fyrir heyrnartól. Rafgas í þrívídd Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.