SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 16
16 9. október 2011
H
lýir straumar berast inn í Hádegismóa
með gestinum þetta hádegið. Karen Ingv-
arsson er komin í hús og bíður mín bros-
andi í sófanum í anddyrinu. Við höfum
ekki hist í annan tíma en eftir nokkrar mínútur líður
mér samt eins og ég hafi þekkt þessa 88 ára gömlu
konu alla ævi. Hún er þeirrar gerðar. Viðmótið gæti
brætt heilu jöklana og blikið í augunum ber vitni um
þroska og gleði manneskju sem lifað hefur langan en
ánægjulegan dag. Ekki spillir hljómur raddarinnar
heldur fyrir, Karen talar íslensku með dansandi
dönskum blæ. Frásagnargáfan er eftir því.
Karen fæddist í Reykjavík á nýársdag 1923, dóttir
hjónanna Ragnheiðar Sigurðardóttur og Hilberts
Götze. Faðir hennar var danskur en starfaði hér á
landi sem smiður, þegar fundum þeirra móður Kar-
enar bar saman. Karen átti einn eldri bróður, sem er
látinn, og tvær yngri systur. Önnur þeirra er á lífi og
býr í Danmörku.
Þegar Karen var þriggja ára flutti hún til Kaup-
mannahafnar ásamt foreldrum sínum og bróður.
Skömmu síðar kom hún raunar um tíma aftur heim
með móður sinni. „Mamma var með svo mikla
heimþrá að hún kom heim með mig. Bróðir minn
varð eftir í Danmörku hjá pabba. Eftir nokkra mán-
uði hélt mamma þó utan á ný,“ segir Karen.
Bæði klósett og baðkar
Eftir það ólst hún upp í Kaupmannahöfn og kveðst
hafa átt góða æsku, þrátt fyrir að kostur væri naum-
ur í kreppunni sem gekk yfir heiminn. „Fátækt var
mikil en við höfðum það þokkalegt. Bjuggum til að
mynda í einu af fyrstu fjölbýlishúsunum sem var
bæði með sérklósett og baðkar. Sumstaðar var bara
eitt klósett fyrir heilu stigagangana,“ segir Karen.
Ekki batnaði ástandið í seinni heimsstyrjöldinni,
sem skall á haustið 1939, en sem kunnugt er hertóku
Þjóðverjar Danmörku.
Fyrsta minning Karenar frá stríðinu var þegar hún
sá þýska flugvél á sveimi yfir borginni. „Ég man
ennþá hvað ég varð ofboðslega hrædd og hljóp eins
og fætur toguðu heim til mömmu. Það var engin leið
að átta sig á því hvað þessar flugvélar myndu gera.“
Átján ára gömul gekk Karen í dönsku and-
spyrnuhreyfinguna og starfaði með henni allt til
stríðsloka. Það var hættuspil en frændi hennar, Palle
Götze, sem var á svipuðum aldri, var tekinn höndum
af Gestapo og sendur í fangabúðir í Þýskalandi. „Það
var hræðilegt áfall fyrir okkur öll.“
Palle lifði fangavistina af en kom til baka gjör-
breyttur maður, sýktur af berklum og bar ekki sitt
barr eftir það. Hann lést langt fyrir aldur fram.
„Aumingja Palle beið þess aldrei bætur að hafa verið í
þessum skelfilegu fangabúðum.“
Nágrannarnir voru nasistar
Andrúmsloftið var þrúgandi í Kaupmannahöfn á
stríðsárunum og Karen segir tortryggni hafa verið
mikla, engum hafi verið treystandi. „Í stríðslok kom
í ljós að fólkið á efri hæðinni í húsinu okkar var nas-
istar. Eftir að þau voru handtekin máttum við ekki
einu sinni tala við þau. Þetta var mjög sorglegt enda
hafði ég leikið mér við dótturina á heimilinu sem
stelpa. Það var engin leið að gera sér grein fyrir því
hverjir voru hliðhollir nasistum og hverjir ekki.“
Matur var af skornum skammti á stríðsárunum.
„Við lifðum aðallega á grænmeti, sem bændur leyfðu
okkur að taka upp. Mamma gerði allskonar rétti úr
gulrótum og kartöflum og ég fæ ennþá vatn í munn-
inn þegar ég hugsa um kartöfluréttina hennar. Kjöt
fengum við bara á jólum.“
Lítið var um tóbak og Karen rifjar upp að fólk hafi
gert tilraun til að reykja allt sem brann, ull og hvað-
eina. Fíknin lætur ekki að sér hæða.
Kaffiskortur var að sama skapi mikill og Karen
gleymir aldrei kaffiboðinu sem haldið var á heimili
hennar eftir að kaffisending kom frá Íslandi í stríðs-
lok. „Við fengum líka súkkulaði,“ segir hún og ljóm-
ar við tilhugsunina.
Karen segir gríðarlega gleði hafa brotist út í Dan-
mörku þegar hernáminu lauk. „Lengi vel óttaðist
fólk að þessu skelfilega stríði myndi aldrei ljúka og
það var mikill léttir þegar Danir urðu frjáls þjóð á
ný,“ segir hún og bætir við að innrásin í Normandí
hafi verið vendipunkturinn. Eftir það hafi fólk gert
sér grein fyrir því að taflið væri að snúast við og
Þjóðverjar væru ekki ósigrandi.
Móðirin „voða íslensk“
Móðir Karenar var alla tíð „voða íslensk“ og segir
hún Íslendinga hafa verið tíðari gesti á æskuheimili
sínu en Dani. Manninum sínum, Ingvari Ingvarssyni,
kynntist Karen í íslenskum róðrarklúbbi í Kaup-
mannahöfn árið 1943. „Við fórum að spjalla saman og
fljótlega bauð Ingvar mér í Tívolí. Það var fyrsta
stefnumótið okkar.“
Spurð hvort þar með hafi þau verið orðin par
hristir Karen höfuðið. „Ertu frá þér, það gerðist ekki
fyrr en mörgum mánuðum síðar,“ segir hún og
glottir.
Tilhugalífið var ekki einfalt á stríðsárunum en
harðbannað var að vera utan dyra að kvöldlagi í
Kaupmannahöfn.
Spurð hvort móðir hennar hafi ekki verið ánægð
með ráðahaginn færist bjart bros yfir andlit Karenar.
„Þú getur rétt ímyndað þér, þetta var það besta sem
átti sér stað í hennar lífi!“
Ingvar kom upphaflega til Kaupmannahafnar árið
1938 til að leggja stund á nám í raftækni við tækni-
skóla borgarinnar. „Ingvar var mikill rafmagns-
maður,“ segir Karen. Þegar stríðið braust út vildu
foreldrar Ingvars að vonum fá hann heim en ungi
maðurinn hafnaði því, vildi ljúka náminu. Fyrir vikið
Með blik
í auga
Karen Ingvarsson fæddist í Reykjavík fyrir 88 árum. Ung flutti
hún til Danmerkur, þar sem hún gekk til liðs við andspyrnu-
hreyfinguna í heimsstyrjöldinni síðari, en sneri aftur til Íslands
eftir að hafa gifst Ingvari Ingvarssyni, sem m.a. kenndi við Vél-
skólann. Síðar lá leið þeirra hjóna til Bandaríkjanna. Tengsli
Karenar við Ísland hafa þó aldrei rofnað.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Karen Ingvarsson fyrir
utan Hamrahlíð 3 í
Reykjavík, húsið sem
þau Ingvar Ingvarsson
eiginmaður hennar
byggðu.