SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 17
9. október 2011 17
sá hann ekki fjölskyldu sína í heil sjö ár.
Námsárin voru enginn dans á rósum og Karen segir
Ingvar hafa reynt að framfleyta sér með ýmsum hætti
með skólanum. Um tíma vann hann til að mynda
sem brauðberi á morgnana en á þeim tíma tíðkaðist
að færa fólki brauð heim að dyrum. Menn stóðu
saman í harðærinu og Karen minnist þess að Ingvar
hafi á tímabili fengið að búa endurgjaldslaust á
drengjaheimili í borginni.
Verksmiðjan sprengd
Sjálfa dreymdi Karen um að læra hjúkrunarfræði en
stríðið gerði þann draum að engu. Hún helgaði and-
spyrnuhreyfingunni alla sína krafta uns friður var
kominn á. Um skeið vann Karen í fataverksmiðju en
einn morguninn þegar hún mætti til vinnu var búið
að sprengja hana í loft upp. Starfinu var sjálfhætt.
Eftir að stríðinu lauk bjuggu Karen og Ingvar fyrst
um sinn heima hjá foreldrum hennar. Þau gengu í
heilagt hjónaband í Kaupmannahöfn 16. júní 1946 og
fóru í brúðkaupsferð til Íslands. Það var mikið æv-
intýri en hjónin ungu flugu yfir hafið með Liberator-
sprengjuflugvél sem Flugfélag Íslands hafði til um-
ráða fyrir millilandaflugið fyrst eftir stríðið.
Ekki var seinna vænna að gera plön fyrir framtíð-
ina og Karen segir Ingvar hafa spurt sig beint út hvað
hana langaði að gera. „Mig langar að fara til Íslands
með þér,“ svaraði hún að bragði. Ekki stóð á Ingvari
og vorið 1947 fluttu þau til Reykjavíkur.
Spurð hvernig upplifun það hafi verið að flytja til
Íslands svarar Karen: „Það var sjokk. Það er ekki
hægt að lýsa því á annan veg. Á þessum tíma var allt
mun frumstæðara á Íslandi en í Danmörku og það
var erfitt að laga sig að aðstæðum til að byrja með.“
Karen var ófrísk af fyrra barni þeirra Ingvars á
þessum tíma, Sussi, og erfiðlega gekk að útvega hús-
næði. „Fyrst um sinn bjuggum við hjá foreldrum
Ingvars, í tveggja herbergja íbúð. Það segir sig sjálft
að ekki er auðvelt að vera inni á öðru fólki ófrískur
og ekki bætti úr skák að pabbi Ingvars glímdi við
veikindi. Okkur stóð lítil kjallaraíbúð til boða með
þeim skilmálum að við greiddum leiguna þrjú ár
fram í tímann. Þá peninga höfðum við ekki, Ingvar
nýkominn heim úr námi. Það varð okkur hins vegar
til happs að frændi Ingvars gat lánað okkur peninga
fyrir leigunni. Það var til mikilla bóta að vera út af
fyrir sig enda þótt rýmið væri ekki mikið.“
Siglt á Lagarfoss
Við heimkomuna fékk Ingvar vinnu hjá Raforku-
málaskrifstofunni fyrir atbeina Jakobs Gíslasonar raf-
orkumálastjóra. Rafvæðing landsins var í algleymingi
á þessum tíma og segir Karen Ingvar hafa haft yndi
af starfinu. Framfarir á tæknisviðinu hafi alltaf verið
honum hugleiknar. Síðar fór Ingvar að kenna við
Vélskólann.
Eftir tíu ára búsetu á Íslandi héldu Karen og Ingvar
til Chicago í Bandaríkjunum, þar sem hann lagði um
Morgunblaðið/Eggert
’
Í stríðslok kom í ljós að
fólkið á efri hæðinni í hús-
inu okkar var nasistar. Eft-
ir að þau voru handtekin máttum
við ekki einu sinni tala við þau.
Þetta var mjög sorglegt enda
hafði ég leikið mér við dótturina
á heimilinu sem stelpa. Það var
engin leið að gera sér grein fyrir
því hverjir voru hliðhollir nas-
istum og hverjir ekki.