SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 18
18 9. október 2011
tveggja ára skeið stund á framhaldsnám í raf-
tæknifræðum. Heimferðin með Lagarfossi árið 1959
var eftirminnileg en fljótlega eftir að lagt var úr höfn
í Halifax lenti Lagarfoss í árekstri við þýskt skip.
„Við vorum í káetunni okkar og brá óskaplega við
höggið. Sussi dóttir okkar datt fram úr kojunni og
meiddi sig. Það greip mikil hræðsla um sig og ég man
sérstaklega hvað skipverjarnir urðu hræddir. Það var
ekki traustvekjandi fyrir okkur farþegana.“
Fljótlega kom í ljós að Lagarfoss væri haffær þrátt
fyrir að leki hefði komið að skipinu og ekkert að
vanbúnaði að sigla heim til Íslands. „Sú sigling gekk
áfallalaust,“ segir Karen.
Fréttir af atburðum af þessu tagi bárust seint og
illa milli landa á þessum tíma. Fyrstu fréttir sem bár-
ust til Danmerkur voru misvísandi og Karen segir
móður sína hafa talið fjölskylduna af. „Hún var ekki
mönnum sinnandi en til allrar hamingju var þetta
fljótt leiðrétt og hún fullvissuð um að ekkert amaði
að okkur. Þetta var skelfileg lífsreynsla fyrir aum-
ingja mömmu.“
Bandaríkin heilluðu
Eftir heimkomuna 1959 byrjaði Ingvar aftur að kenna
í Vélskólanum og þau Karen hófu að byggja sér hús í
Hamrahlíð 3. „Það var dýrt að byggja og við vorum
við það að gefast upp og flytja til Bandaríkjanna en
Ingvari voru farin að berast tilboð um kennslustöður
þar. Jessen, skólastjóri Vélskólans, vildi hins vegar
ekki fyrir nokkurn mun missa Ingvar og hjálpaði
okkur fyrir vikið með peninga til að við gætum hald-
ið áfram að byggja. Þeim stuðningi gleymi ég aldrei.“
Bandaríkin freistuðu þó áfram og síðla árs 1960
ákvað Ingvar að þekkjast boð um að taka að sér
kennslu við háskólann í Schenectady í New York-
ríki. Hann fór utan á undan en Karen kom í kjölfarið
með Sussi en þá var hún orðin ófrísk af annarri dótt-
ur, Nönnu, sem kom í heiminn 1961. „Upphaflega
ætluðum við bara að vera í tvö ár úti en líkaði vel og
ákváðum að framlengja dvölina,“ segir Karen.
Íslendingar gleymdu ekki Ingvari og árið 1963
hringdi Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og bað
hann að koma heim og taka við Tækniskólanum, sem
verið var að setja á laggirnar. Ingvar varð við því.
Fyrsta árið stýrði Ingvar skólanum frá Bandaríkj-
unum en árið 1964 flutti fjölskyldan heim. Verkefnið
stóð hins vegar ekki undir væntingum. „Okkur var
lofað öllu mögulegu en því miður var minna um
efndir. Eftir eitt ár gáfumst við því upp og fluttum
aftur til Schenectady en Ingvar hafði fengið
leyfi frá háskólanum.“
Karen vill ekki gera mikið úr þessu en hlær
ennþá að kjaftasögu sem gekk ljósum logum
um Reykjavík eftir að Ingvar hafði sagt upp
störfum við Tækniskólann. „Hún var á þann
veg að hann ætti ameríska konu sem vildi ólm
komast heim.“
„Over my dead body!“
Það spilaði inn í ákvörðun hjónanna að Sussi
vildi ekki búa á Íslandi. „Hún sagðist vera til í
að vera hér þrjár vikur á ári, ekki lengur.
Seinna þegar við pabbi hennar fórum að tala
um að byggja okkur sumarbústað á Íslandi kom
svipur á Sussi sem sagði: Over my dead body,“
rifjar Karen upp og hlær dátt.
„Sussi talar hins vegar ennþá íslensku, tíu
ára var hún altalandi á þrjú mál, íslensku,
dönsku og ensku. Saman tölum við mæðgurnar
dönsku.“
Fjölskyldunni líkaði strax vel í Schenectady.
„Það var yndislegt að búa þar og við höfðum
það gott. Á móti kemur að háskólasamfélagið er
auðvitað svolítið verndað, við sáum fljótt að
margir bjuggu við lakari kjör úti í þjóðfélag-
inu.“
Sem raftæknifræðingur var Ingvar með fyrstu
mönnum sem kynntust merkilegri vél vestra –
tölvunni. „Ég man hvað hann var spenntur
þegar hann byrjaði að vinna við tölvur. Hann
Karen og Ingvar ásamt móður hans við komuna í brúðkaupsferðina til Íslands 1946. Heimili Karenar og Ingvars í Clifton Park, Bandaríkjunum.
Ingvar og Karen ásamt systrum hennar tveimur og eldri dóttur sinni, Sussi.
’
Ég keyri ennþá, raunar er
það með því skemmtilegra
sem ég geri. Mér finnst ég eitt-
hvað svo létt þegar ég er komin af
stað í bílnum. Líður eins og ég sé
fimmtug aftur.