SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 20

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 20
20 9. október 2011 Þ egar sonur hennar var sex ára fékk hann spurninguna: „Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?“ Ekki stóð á svari: „LÖGGA“. Hvað annað, mamman lögga og þar sem þau voru bara tvö í heimili var hún fyrirmyndin. Í dag, fimm árum síðar, er svarið við spurningunni allt annað, nú ætlar sonurinn að verða flugmaður. En hvað breytti viðhorfi þessa litla drengs? „Litli drengurinn minn er að þroskast og hefur þurft að þroskast hratt,“ segir lögreglukonan. „Hann á mömmu sem starfar í vaktavinnu, engri venjulegri vaktavinnu því hún er í lífshættu í vinnunni. Í dag spyr hann reglulega: Af hverju þarftu eiginlega að vera í þessari vinnu, mamma?“ Örlagaríka vinnudaginn átti lögreglukonan í október 2008. Hún mætti á vaktina sína kl. 23, grunlaus um hvað biði hennar þessa nótt. Varð- svæðið var Grafarvogur, Árbær, Mosfellsbær, Kjalarnes, Suðurlandsvegur að Litlu kaffistofu og af Vesturlandsvegi inn í Hvalfjarðarbotn. „Ég hafði aldrei hitt vinnufélaga minn fyrir þessa vakt, hann var hinn viðkunnanlegasti og kom okkur vel saman. Vaktin lofaði góðu og þeg- ar ég var búin að kynnast vinnufélaganum í um tvær klukkustundir fengum við útkall. Það var „hávaðaútkall“. Með öðrum orðum, ósk borg- arbúa um aðstoð vegna samkvæmishávaða frá húsnæði nágranna. „Hávaðaútkall“ er eitt al- gengasta útkall lögreglumannsins og hljómar hvorki sérstaklega spennandi né erfitt verkefni að sinna. Lögreglan kemur þá á staðinn eftir að hafa fengið útkallið. Hún gerir ráðstafanir sem hæfa tilefninu og í flestum tilfellum tekur fólk tillit og er okkar afskiptum þá lokið,“ útskýrir hún. Ólíkt öllum öðrum útköllum Þetta „hávaðaútkall“ var ólíkt öllum öðrum út- köllum enda þótt upphafið hefði hljómað mjög svo kunnuglega. „Við vorum send í húsnæði á varðsvæði okkar, þaðan barst mjög mikill sam- kvæmishávaði og klukkan var orðin 1.30 að nóttu. Við bönkuðum, samkvæmisgestur kom til dyra og óskuðum við eftir því að fá að ræða við húsráðanda. Húsráðandi kom til dyra, ung kurt- eis stúlka. Þegar stúlkunni var gerð grein fyrir hávaðanum sem bærist frá heimili hennar kvaðst hún vera að halda upp á afmælið sitt. Eftir að hafa rætt við stúlkuna um stund var sameiginleg ákvörðun tekin um að hún skyldi ljúka sam- kvæminu, þá sér í lagi þar sem ung börn voru vakandi meðal gesta og ölvun augljós á staðnum.“ Af hverju þarftu að vera í þessari vinnu, mamma? Starf lögreglunnar er ekki bara erfitt, það getur líka verið stórhættulegt, eins og lögreglukona nokkur fékk að reyna í „ósköp venju- legu“ útkalli fyrir þremur árum. Hún og félagi hennar urðu fyrir fólskulegri lík- amsárás átta karlmanna og barst ekki aðstoð fyrr en þeir voru á bak og burt. Lögreglukonan rifjar hér at- vikið upp en af öryggis- ástæðum vill hún ekki koma fram undir nafni. Lögreglukonan og sonur hennar eru ákaflega samrýnd mæðgin. Sonurinn vill að móðir hans skipti um starfsvettvang. Morgunblaðið/Júlíus

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.