SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 21
9. október 2011 21
Lögreglukonan og félagi hennar stóðu á stiga-
ganginum á meðan meirihluti gesta yfirgaf sam-
kvæmið og voru allir samkvæmisgestir kurteisir í
þeirra garð. „Að því loknu kvöddum við húsráð-
anda, þökkuðum henni fyrir og yfirgáfum stiga-
ganginn. Þegar við vorum komin niður í anddyri
hittum við hóp manna og voru þeir beðnir um að
vera ekki með hávaða fyrir utan húsnæðið. Einn
mannanna sagði þá alla vera að bíða eftir leigu-
bifreið. Við kvöddum mennina og gengum í átt
að lögreglubifreiðinni.“
Þá tók atburðarásin óvænta stefnu. „Þegar við
vorum komin að bifreiðinni og við það að opna
dyrnar sitt hvorum megin, kom einn maðurinn
úr hópnum gangandi í átt að félaga mínum. Fé-
lagi minn sá manninn ekki en hann kom aftan að
honum, greip í herðarnar á félaganum og kippti
honum aftur. Félaga mínum brá mjög við þetta
og hann féll aftur fyrir sig. Manninum var kynnt
að hann væri handtekinn þar sem hann hafði
ráðist að lögreglumanni að tilefnislausu.“
Tekin hálstaki
Þegar verið var að færa manninn í handjárn
komu félagar hans til þess að losa hann frá lög-
reglu. Félagar mannsins voru sjö talsins og upp-
hófust handalögmál þar sem verið var að stía
lögreglumönnunum frá þeim handtekna.
„Maðurinn sem upphaflega átti að handtaka
vék mér aldrei úr augsýn og áður en ég vissi af
var allur hópurinn kominn inn á stigaganginn.
Ég hélt manninum að vegg inni á stigaganginum
og ætlaði að halda honum þar þangað til aðstoð
bærist. Miðað við aðstæður sá ég að ég myndi
ekki ná að koma manninum ein í handjárn.“
Tíminn leið og hver mínúta var eins og heil ei-
lífð. „Ég var farin að þreytast. Félagi minn var þá
hvergi sjáanlegur. Maðurinn reyndi að bíta mig í
hendurnar og ég var ekki með hanska. Ég reyndi
að verja á mér hendurnar. En skyndilega gerðist
eitthvað. Áður en ég vissi af var hinn handtekni
búinn að taka mig hálstaki. Ég trúði ekki því sem
var að gerast. Ég þurfti að hugsa fljótt svo ég næði
andanum. Ég þrýsti hökunni niður til að ná að
anda og greip um höndina á manninum sem
þrýsti um hálsinn á mér. Í hinni hendinni hélt ég
enn á handjárnunum. Ég sló handjárnunum aftur
fyrir mig, fyrir ofan höfuðið á mér. Það var það
eina sem ég gat gert í von um að maðurinn myndi
sleppa takinu. Ég vissi ekki hvar höggið myndi
enda. Ég sló handjárnunum í andlitið á mann-
inum. Hann sleppti þá hálstakinu en greip í stað-
inn um hárið á mér. Ég hafði misst jafnvægið og
þarna hékk ég með allan minn líkamsþunga á
hárinu einu saman. Mér fannst eins og höf-
uðleðrið væri að rifna frá höfuðkúpunni. Mig
verkjaði svakalega. Höggin dundu því næst á
andlitinu á mér. Fyrst frá hægri hlið og svo frá
vinstri hlið. Höggin voru líklega fimm eða sex
talsins og ég vankaðist við högg númer tvö en
höggin voru mjög þung og beint í gagnaugun.
Það eina sem ég hugsaði meðan ég hékk þarna
bjargarlaus á hárinu var: Haltu þér vakandi!“
Einhverjir velta eflaust fyrir sér hvers vegna
hún notaði hvorki varnarúðann né kylfuna.
„Skýringin var einfaldlega sú að ég gat ekki notað
þann búnað vegna þess að ég hef bara tvær hend-
ur og önnur hélt manninum og í hinni hélt ég á
handjárnunum. Ég vildi ekki láta handjárnin frá
mér vegna hættu á að þeim yrði stolið og þau
notuð á mig sjálfa eða félagann.“
Sá félagann alblóðugan
Henni var skyndilega sleppt og féll í gólfið. Mað-
urinn lét sig hverfa en allir félagar hans voru þá
farnir af svæðinu. „Það var ekki fyrr en ég stóð
upp og gekk að útidyrahurðinni og sá félaga minn
þar fyrir utan alblóðugan að ég áttaði mig á því
sem virkilega hafði gerst. Á meðan ég var í lífs-
hættu á fyrstu hæð, var hann í lífshættu í kjall-
aranum. Mennirnir sem þarna voru á móti okkur
voru átta talsins. Við vorum tvö!“
Þau óskuðu eftir aðstoð frá öðrum lög-
reglumönnum auk þess að notast við neyð-
arhnapp á talstöðinni. „Ósk okkar komst ekki
skilmerkilega til skila og leið og beið þar til aðstoð
barst. Vökull nágranni hringdi í 112 og sagði lög-
reglumenn vera í vandræðum og að þeir þyrftu
aðstoð strax.“
Þess má geta að árásarmennirnir höfðu stolið
talstöðinni af félaga lögreglukonunnar.
Aðstoðin barst þegar allt var yfirstaðið. „Rekja
má það til skorts á mannafla hjá lögreglu. Síðustu
ár hefur mikill samdráttur verið í fjárveitingum
til löggæslu. Skortur á lögreglumönnum er ógn
við starfsöryggi þeirra lögreglumanna sem eru
starfandi. Við vorum tvö að sinna eftirliti og út-
köllum á því stóra svæði sem áður hefur verið
tilgreint. Næsta tiltæka lögreglutæki var í miðbæ
Reykjavíkur,“ segir lögreglukonan alvarleg í
bragði.
Árásarmennirnir náðust og hlutu allir fangels-
isdóma fyrir þátt sinn í málinu.
Lögreglukonan fékk áfallahjálp strax eftir
árásina og var óvinnufær
í kjölfarið. Hún þarf enn
að takast á við andlega og
líkamlega fylgikvilla
árásarinnar.
Ekki trekkja launin
Hún kveðst enn ekki hafa
svar við áleitinni spurn-
ingu sonar síns. Starfið
valdi hún vegna ánægj-
unnar sem hún hefur af
því að aðstoða aðra. „Ég
er þjálfuð í því að vera til taks þegar aðrir geta
það ekki og til þess að hugsa rökrétt við erfiðar
aðstæður.“
Ekki eru það launin sem trekkja. „Í dag eru
grunnlaun mín 231.447 kr. eftir átta ár í starfi.
Útborguð laun fara sjaldan yfir 240 þús krónur á
mánuði. Þessi laun fæ ég með því að starfa á um
átta næturvöktum í mánuði, tveimur löngum
vinnuhelgum í mánuði og aukavinnu. Ekki er
það heldur vinnutíminn sem ég sækist í þar sem
ég starfa á kvöldin, nóttunni og á hátíðisdögum
þegar sonur minn er í fríi. Ekki er það vinnuað-
staðan sem ég bý við, þar sem ég veit ekki hve-
nær mér berst aðstoð í tæka tíð. En þar sem starf
lögreglumannsins hefur ekki eingöngu áhrif á
hann sjálfan, heldur einnig hans nánustu, munu
hvorki ég né sonur minn nokkurn tíma gleyma
þessu örlagaríka útkalli. Líkamleg og andleg
heilsa urðu fyrir miklum skaða og markaði þetta
útkall djúp spor í okkar hversdagslega líf.“
Hún velur lokaorðin af kostgæfni: „Ég er í einu
erfiðasta starfi sem hægt er að hugsa sér. Ég er
lögreglumaður og er í lífshættu í vinnunni á
hverjum degi.“
Lögreglumenn standa í ströngu í mótmælum á Austurvelli. Starfið hefur áhrif á mun fleiri en bara lögreglumanninn.
Morgunblaðið/Júlíus
’
Á meðan ég var í
lífshættu á fyrstu
hæð, var hann í
lífshættu í kjallaran-
um. Mennirnir sem
þarna voru á móti
okkur voru átta tals-
ins. Við vorum tvö!“
eftir Claude Lévi-Strauss,
föður mannfræðinnar
SÍGILT
MEISTARA-
VERK
Eitt af tímamótaverkum
20. aldar í stórkostlegri
þýðingu Péturs Gunnarssonar