SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 22

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Side 22
22 9. október 2011 F rjálslyndi flokkurinn í Bretlandi hefur verið harðsnúinn Evrópusambandsvinur og barðist lengi vel fyrir því að Bretland tæki evru upp í stað pundsins. Nú segja talsmenn hans að fráleitt sé fyrir Bretland að taka upp evru. Þeir hafa dregið nýja línu í sandinn. Þeir vilja ekki að Bretland hverfi úr ESB. Evrópska reiðhjólið Forsætisráðherra landsins, íhaldsmaðurinn Came- ron, hefur einnig skipað sér þeim megin línunnar. Hann segist ekki vilja fara úr sambandinu og þess vegna hafnar hann kröfum, sem verða sífellt há- værari, að spyrja þjóðina álits með atkvæða- greiðslu, því hann gerir sér fulla grein fyrir hvern- ig svar hennar yrði. Utanríkisráðherra Bretlands, Haig, segir að ástandið á evrusvæðinu sé eins og í brennandi húsi, þar sem engar útgönguleiðir séu til. Það er óhugnanleg lýsing, en því miður sönn. Og svo haldið sé við bálslíkinguna þá eru for- ystumenn Íhaldsflokksins á milli tveggja elda. Þeir eru í viðkvæmu stjórnarsamstarfi með Frjáls- lyndum, sem aldrei myndu samþykkja úrsögn úr ESB og því alls ekki þjóðaratkvæði um það og þeir skynja hug flokkssystkina sinna, sem sjá ekki flestir gagn í því fyrir Breta að vera í sambandinu. Þeir Cameron og Haig segjast því munu beita sér fyrir því að dregið verði úr valdi Evrópusam- bandsins og fullveldi ríkjanna og þá auðvitað eink- um Bretlands, verði aukið á ný. Það eru ekki mjög sannfærandi skilaboð í núverandi ástandi. ESB hefur jafnt og þétt aukið valdið í Brussel og skert valdheimildir þjóðríkjanna að sama skapi. Sam- bandið hefur verið furðu heiðarlegt í þessari við- leitni sinni. Leiðtogar þess líkja því við reiðhjól. Það verði að halda lágmarkshraða áfram, annars verði örðugt og jafnvel ómögulegt að halda jafn- vægi á hjólinu. Og núna bætast ógöngur evrunnar við. Andstæðinga hennar og stuðningsmenn greinir ekki lengur á um að myntsamstarfið hefur gengið sér til húðar í núverandi mynd. Andstæð- ingarnir vilja því hætta því áður en skaðinn verði enn meiri. Evrusinnar vilja á hinn bóginn nota tækifærið til að færa það vald frá þjóðríkjunum til Brussel sem dugi til þess að myntin lifi. Til þess þarf ESB að verða ígildi ríkis nánast að öllu leyti nema að forminu til. Hingað til hafa þeir sem vilja sífellt auka valdheimildir í Brussel á kostnað ríkjanna jafnan haft sitt fram. En það er ekki endi- lega víst að það gerist núna. Stjórnmálamönnum álfunnar er vissulega ekki að treysta. Þar er leið- togavandinn mikill, þótt ekki sé hann jafn öm- urlegur og Íslendingar verða að horfa upp á heima hjá sér. En það er annað sem hefur breyst. Al- menningur í Evrópu verður sífellt andvígari því að færa meira af sínu eigin valdi í hendur andlitslausu valdsmannanna í Brussel sem enginn hefur kosið. Vissulega geta menn bent á með réttu að Brussel og litlu leiðtogarnir í löndunum hafa aldrei gert neitt með vilja almennings og komist upp með það. En almenningur er farinn að skynja það og spyrnir nú loks við fæti. Þá bætist það við að dómstólar, sem fram til þessa hafa verið furðu meðvirkir, telja sig ekki lengur geta sett kíkinn fyrir blinda augað í hvert sinn sem þeir eru spurðir. Sá einstæði at- burður gerðist þannig nýverið að forseti þýska Stjórnlagadómstólsins taldi sig nauðbeygðan til að rjúfa hefðbundna þögn og vara stjórnmálamenn í Berlín við því að reyna að fara á svig við nið- urstöður dómsins. Á tungumáli landhelgisstríða hefði slík yfirlýsing verið kölluð skot framan við stefni brotaskips. Slíkt hefur ekki neinar afleið- ingar í sjálfu sér. Alvaran felst í þeim skilaboðum að næst verði skotið á skipið sjálft láti mennirnir í brúnni sér ekki segjast. Enn er ekki hlustað á íslensku hagvísindamennina Helstu sérfræðingar Íslands í efnahagsmálum á heimsvísu, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarp- héðinsson og Sigríður Ingadóttir, hafa bent á að vandinn á evrusvæðinu sé óverulegur og raunar fagnaðarefni því evran hafi svo gott af honum. Það er mikill ábyrgðarhluti hjá umheiminum að láta sér ekki segjast þegar aðrir eins spekingar spjalla. Nú síðast segir Mervyn King, bankastjóri Eng- landsbanka, að líkur standi til þess að efnahags- ástandið nú sé hið versta sem heimurinn hafi lengi upplifað, jafnvel verra en heimskreppan á árunum í kringum 1930. Þessi útlistun fylgdi ákvörðun Englandsbanka um að hefja á ný stórkarlalega peningaprentun og dæla pundum í stórum stíl inn í efnahagslífið, rétt eins og gert var árið 2008 og talið er að hafi bjargað því sem bjargað varð þá. Einhver gæti muldrað í barm sér að með þessu væri bankinn að stofna eiginfjárstöðu sinni í hættu, en þá myndi þá sami aðeins sýna að hann skilur ekki eðli seðlabanka sjálfstæðra ríkja. Ír- land, Portúgal og Grikkland eiga ekki seðlabanka lengur nema að nafninu til og ekki eigin mynt. Þessi ríki gátu því ekki farið prentunarleið Kings. Seðlabankinn þeirra í Frankfurt hefði orðið að beina prentun sinni inn á allt evrusvæðið og það hefði gert meiri skaða en gagn. Það var vegna þess að bankanum var og er bannað að kaupa skulda- bréf einstakra ríkja svæðisins. Þeim reglum hefur ekki verið breytt. En eftir að hjartað hrökk niður í buxur bankamanna ESB hafa þær bara einfaldlega verið brotnar, en það er þekkt aðferð í ESB. Sam- kvæmt Rómasáttmálanum er ríkjum beinlínis bannað að koma öðrum ríkjum ESB til hjálpar í fjárhagsvandræðum. Það afdráttarlausa bann var forsenda þess að Þjóðverjar féllu frá heittelskaða markinu sínu fyrir evru. Síðast fyrir ári vísaði Merkel kanslari til þessa banns, sem hefur stjórn- arskrárígildi í ESB. Nú hefur einfaldlega verið farið fram hjá þessu banni, rétt eins og þegar Magma stofnaði skúffufyrirtæki í Svíþjóð til að geta haft íslensk lög að engu og komst upp með það. Fjöl- margir seðlabankar í heiminum hafa verið með neikvæða eiginfjárstöðu árum eða áratugum sam- an og það hefur engin áhrif á trúverðugleika þeirra. Öðrum seðlabönkum er gert að skila öllum sínum hagnaði í ríkissjóð eftir hvert starfsár og byrja aftur á núlli. Seðlabankar ríkja geta í sjálfu sér séð innlendu bankakerfi endalaust fyrir lausafé í heimamynt, sé það talið æskilegt. Þeim er þó jafnan bannað slíkt ef fyrir liggur að viðkomandi bankastofnun sé gjaldþrota eða með neikvætt eigið fé. Seðlaprentun er ekki vandamál fyrir viðkom- andi seðlabanka sem stofnun eða fyrirtæki. En seðlaprentun og innspýting fjár í efnahagslífið sem ekki eru efnahagslegar forsendur fyrir hefur sínar afleiðingar. Framferðið er líklegt til að valda verð- bólgu og verðmæti gjaldmiðilsins breytist í hlut- Reykjavíkurbréf 08.10.11 Prentvélarnar prenta nú nótt sem

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.