SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Qupperneq 23

SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Qupperneq 23
9. október 2011 23 S tarf lögreglu á Íslandi er enginn dans á rósum, álagið er mikið og hættur leynast víða. Lýsing lögreglukonu í Reykjavík í Sunnudagsmogganum í dag á fólskulegri líkamsárás sem hún og félagi hennar urðu fyrir við skyldustörf fyrir þremur ár- um er svakaleg. Átta karlmenn réðust þá á þau eftir að samkvæmi í heimahúsi hafði verið stöðvað vegna hávaða. Grípum aðeins niður í frásögn konunnar af glímu hennar við einn árásarmannanna: „Ég var farin að þreytast. Félagi minn var þá hvergi sjáanlegur. Maðurinn reyndi að bíta mig í hendurnar og ég var ekki með hanska. Ég reyndi að verja á mér hendurnar. En skyndilega gerðist eitthvað. Áður en ég vissi af var hinn handtekni búinn að taka mig háls- taki. Ég trúði ekki því sem var að gerast. Ég þurfti að hugsa fljótt svo ég næði andanum. Ég þrýsti hökunni niður til að ná að anda og greip um höndina á manninum sem þrýsti um hálsinn á mér. Í hinni hendinni hélt ég enn á handjárnunum. Ég sló handjárnunum aftur fyrir mig, fyrir ofan höfuðið á mér. Það var það eina sem ég gat gert í von um að maðurinn myndi sleppa takinu. Ég vissi ekki hvar höggið myndi enda. Ég sló handjárnunum í andlitið á manninum. Hann sleppti þá hálstakinu en greip í staðinn um hárið á mér.“ Það er ótrúlegt til þess að vita að svona lagað geti gerst á Íslandi. En það er veruleiki. Virðing fólks fyrir lögreglunni virðist á hröðu undanhaldi og erfitt að rengja lögreglukon- una þegar hún fullyrðir: „Ég er lögreglumaður og í lífshættu í vinnunni á hverjum degi.“ Er þetta virkilega rétti tíminn til að skera niður fjárframlög til lögreglunnar? Upphafi evrunnar var fagnað með flugeldum og hrossabrestum. Myntbandalagið var enn eitt skrefið á leið til aukins samstarfs innan Evrópu. Stríðskynslóðirnar litu svo á að hin sameiginlega mynt væri liður í að fyrirbyggja að nokkurn tímann brytist aftur út stríð á meginlandi Evrópu. Atburðir undanfarinna mánaða hafa sýnt að evran er ekki sú himna- sending, sem ætlað var. Í upphafi voru sett ströng skilyrði fyrir þátttöku í myntbandalag- inu, en þegar nær dró upptöku evrunnar og ljóst var að aðildarríkjunum myndi ekki takast að uppfylla þau var slegið af kröfunum. Í úttekt í þýska tímaritinu Der Spiegel er því lýst hvernig brestir myntbandalagsins voru í raun ljósir frá upphafi. Þar er evrunni líkt við tifandi tímasprengju og hún sögð hættulegasti gjaldmiðill heims. Tilhneiging ríkir til að skella skuldinni á Grikki. Þeir hagræddu vissulega hagtölum sínum af mikilli hugkvæmni til að virðast standa betur að vígi og þegar þeir hefðu átt að reyna að taka til í ríkisfjármálunum tóku þeir einfaldlega ný lán. En þeir voru ekki einir um að nýta sér ódýrt lánsfé. Andstaðan við evruna var mest í Þýskalandi. Þýskur almenningur óttaðist að þurfa að borga með hinum evruríkjunum. Stjórnmálamennirnir lofuðu að svo yrði ekki. Þess vegna var klásúla um það að einstökum evruríkjum yrði ekki komið til hjálpar. Nú er ljóst að það munu reynast staðlausir stafir og það er ekki eina evruloforðið, sem farið hefur fyrir lítið. Grikkland er aðeins örlítill partur af hagkerfi evrusvæðisins, en skuldahali Grikkja teygir sig inn í banka og fjármálastofnanir. Ef Grikkir geta ekki borgað sogast þær inn í kreppus- velginn. Engin leið er að segja hvað það mun kosta skattborgara evrusvæðisins að bjarga sameiginlegu myntinni eða hvort hún mun lifa af. Nú hefur sýnt sig að evran dugar ekki nema á sólskinsdögum. Þegar á móti blæs verður hún að fótakefli. Myntbandalagið sem brást „Sammála. Í einu og öllu.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, um ályktun miðstjórnar ASÍ um þá stefnu sem liggur til grundvallar fjárlagafrumvarpinu. „Við getum ekki haldið áfram að lifa eins og enginn sé morgundag- urinn.“ Kofi Annan, fyrrv. framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi Nóbels. „Ég hef enga stórmennsku- drauma. Mig langar ekki aftur í þetta líf. Það er ekki þess virði.“ Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við DV. „Ráðning forstjóra Bankasýslu ríkisins er hneyksli.“ Helgi Hjörvar, formaður efnahags og viðskipta- nefndar Alþingis. „Það sem einkennir ræðu hennar er að hún byrjar sumar setningar mjög auðveldlega en annars staðar dregur hún andann og stundum ótt og títt eins og hún sé að drukkna í sundi.“ Björn Vernharðsson sálfræðingur greindi stefnu- ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir DV. „Mamma, mamma, það eru komin jól!“ Fjögurra ára stúlka á Akureyri þegar hún leit út á miðvikudagsmorgun og sá al- hvíta jörð. „Þingmenn á spena fjár- málafyrirtækja sitja enn á þingi og skuldir eins þing- manns Sjálfstæðisflokks- ins frá því fyrir hrun, sem ekki verða greiddar, duga fyrir árslaunum verka- manns í rúmlega fimm hundruð ár. Blindan á eigið vanhæfi er sláandi.“ Þór Saari, þingmaður Hreyf- ingarinnar. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal falli við prentunina. Stundum getur það verið ósögð réttlæting fyrir ákvörðun viðkomandi seðlabanka, eins og Kínverjar hafa bent á í tilviki Bandaríkjanna, sem noti aðferðina til að lækka raunskuldbindingar sínar gagnvart eigendum krafna í dollurum. En í niðursveiflu og verð- hjöðnun getur seðlaprentun og innspýting átt full- an rétt á sér. Þannig háttaði til í Bretlandi árið 2008. Nú er þar hins vegar 5% verðbólga og for- sendur aðrar. Ótti Breta við stöðu eigin banka- kerfis og efnahagslegrar óáranar á evrusvæðinu hlýtur því að vera gríðarlegur fyrst þeir grípa þetta úrræði við slíkar aðstæður. Bandaríski seðlabank- inn hefur vissulega leikið sama leik, þótt aðferðin við að koma peningum inn í efnahagslífið sé önnur en sú breska. Seðlabanki Evrópu er fyrir löngu orðinn gjald- þrota, ef notað væri sama viðmið og óvitarnir nota í íslenskri umræðu. Hann hefur reyndar þver- brotið allar sínar reglur og heimildir svo sem kunnugt er, sem ekki var gert hér á landi, þegar leitast var við að gæta þess að bankakerfið íslenska hryndi ekki vegna lausafjárskorts í heimamynt. Sú tilraun tókst. En það dugði ekki til því bankarnir höfðu skuldsett sig svo ótæpilega í erlendri mynt og erlendis voru þeim allar dyr lokaðar. Eftir fall bankanna kom í ljós hið ótrúlega að bankarnir höfðu verið rændir innan frá í bókstaflegum skiln- ingi orðsins. Hlutur endurskoðendafyrirtækjanna hefur enn ekki verið rannsakaður og ekki trúlegt að það verði gert af neinu viti úr því sem komið er. Hinir trúuðustu efast Tímaritið Der Spiegel hefur lengst af verið mjög hallt undir „evrópusamstarfið“ og evruna. En nú ræða blaðmenn blaðsins opinskátt og skil- merkilega um með hvað hætti væri hægt að leysa myntsamstarfið upp, þannig að sem minnst tjón myndi hljótast af. Blaðamennirnir hefðu getað sparað sér slíka umfjöllun ef þeir hefðu aðeins rætt við þá efnahagslegu snillinga sem hafa dýpri skiln- ing á evrunni en aðrir í þessari veröld. En það er kannski von, því meira að segja sænsku nób- elsnefndinni sást yfir það tækifæri sem hún hafði í þessari óvenjulegu stöðu. Morgunblaðið/RAX nýtan dag

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.