SunnudagsMogginn - 09.10.2011, Page 25
9. október 2011 25
hugamálið varð að ævistarfi. Edgren segist raunar
skráð sig í herinn vegna vilyrðis um inngöngu í ljós-
ndaskóla, en þegar á reyndi komst hann ekki að. „Ég
ekki sérlega ánægður með herinn þá!“ rifjar hann upp
mtali við Morgunblaðið.
vað um það; hann átti forláta Speed Graphic-
ndavél og mætti með hana á skipsfjöl í New York er
a skyldi til Íslands. Foringi á vettvangi spurði hvort
n ætlaði að taka þessa stóru græju með sér og Edgren
aði hátt og skýrt: Yes, sir!
kömmu áður var hermaðurinn Edgren reyndar úti á
rahafi en þegar Japanar réðust á Pearl Harbour á Havaí
skipi hans þegar í stað snúið til hafnar í San Fransisco
jótlega eftir að hlý Kyrrahafsgolan lék um vanga Ed-
ns var hann sendur hingað norður á hjara veraldar.
voru vissulega mikil viðbrigði, segir hann. „Okkur
st auðvitað kalt en ekki síst skrýtið að hér væri bjart
n sólarhringinn yfir sumarið. Þá fóru strákarnir oft í
hafnabolta að næturlagi og þótti gaman!“
Ekki var formlegur ljósmyndari í hópi hermanna á Ís-
landi fyrst í stað en Edgren fór víða með vélina, myndaði
starfsbræður sína og ekki síður mannlífið, eins og sjá má á
meðfylgjandi myndum. Hann kom sér upp myrkra-
kompu í Waterloo-kampi til þess að framkalla filmur.
Eftir Íslandsdvölina starfaði Edgren í Bretlandi, þar sem
hann varð opinber herljósmyndari, síðar í Frakklandi og
víðar. Þegar stríðinu lauk var Edgren í París og einn þeirra
fyrstu sem klifruðu upp turn Notre Dame þegar kirkju-
klukkunum var hringt fyrsta sinni eftir margra ára hlé.
Ógleymanleg stund, segir hann.
Ljósmyndir Edgrens af vígvellinum voru birtar í tíma-
ritinu Life og víðar og fyrstu árin eftir stríð rak hann ljós-
myndastofu í San Fransisco. „Ég tók mikið af tískumynd-
um á þeim tíma en varð óskaplega leiður á því eftir
nokkur ár. Vildi miklu fremur upplifa fjörið sem fylgdi
blaðaljósmyndun og sé ekki eftir því.“
Hann vann m.a. fyrir dagblöð og fréttastofurnar Asso-
ciated Press og United Press International.
Filmur Edgrens frá Íslandi lágu óhreyfðar í safni hans
áratugum saman, en sænsk frænka – kona sem starfaði
lengi við útgáfu – hvatti hann fyrir nokkrum árum til þess
að koma þeim fyrir almeningssjónir. „Hún taldi mér trú
um að þarna gætu legið mikil verðmæti í augum Íslend-
inga. Ekki síst þar sem ég átti svo margar myndir af fólki
og ég er viss um að Íslendingar hafa miklu meira gaman af
þeim en myndum sem ég tók af landslaginu, þótt það sé
fallegt.“
Sænska frænkan hratt verkefninu af stað en lést fyrir
tveimur árum. Nú hefur draumur hennar ræst. „Ég er
mjög ánægður en sé þó eftir því að bókin skuli ekki hafa
komið út mörgum árum fyrr því margir á myndunum eru
farnir. En betra seint en aldrei; einhverjir krakkarnir á
myndunum þekkja sig vonandi og jafnvel skyldmenni eða
aðra,“ segir Edgren.
ð eftir pabba, er textinn undir þessari mynd í bókinni.
Horft á heiminn ofan af girðingu.
Íslenskar stúlkur – sem Edgren segir að hafi verið afar fallegar – tilbúnar í sundsprett. Þessi mynd prýðir kápu bókarinnar.
Mjólkin sótt.stórir og einn minni. Skyldi einhver þekkja þá?
að á horni Túngötu og Ægisgötu í Vesturbænum í Reykjavík.
Á Herjólfsgötu í Hafnarfirði.